Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Mannréttindi-hvað er nú það?

Það kom fram í kvöldfréttatíma sjónvarpsins að íslenska ríkið væri enn eina ferðina að fá falleinkunn í mannréttindamálum. Ríkið gleymdu bara að tilkynna liðlega fimmtíu íslenskum þegnum að þeir hefðu orðið fyrir mannréttindabrotum af hálfu ríkisins, eða þannig sko. Um daginn féll íslenska ríkið einnig á mannréttindaprófi Sameinuðu þjóðanna. Núna eru bæði Evrópa og SÞ búin að fella okkur í mannréttindum. Við virðumst ekki á vetur setjandi í þessum málaflokki.

Kannski eru mannréttindi í svo háum tollaflokki að þau hafi aldrei verið flutt inn til landsins. Frekar virðist vera um að ræða að Lénsherrunum sé illa við afskiptasemi. Þeir hafa ekki vanist slíku. Það er greinilega kominn tími á að við Íslendingar förum að opna stjórnsýsluna og gera hana gegnsærri. Hinn almenni borgari þarf að hafa fullan rétt á því að stunda hvaða þá rannsóknarblaðamennsku sem viðkomandi hefur nennu til. Það er óþolandi staða að Lénsherrarnir skammti okkur skemmtiefni.

Sjálfsagt er ég bara grunnhygginn borgari. Mig skortir þennan "dýnamiska" djúpa skilning á tilverunni. Sannleikurinn er sjálfsagt sá að til þess að sóma sér vel í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þarf þjóðin að hafa safnað sér einhverjum lágmarksfjölda mannréttindabrota.

 


Teningnum er kastað-nýtt Háskólasjúkrahús.

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag.

 

Það er ekki oft sem maður brosir allan hringinn þegar sýnt er fram á að maður hafi haft rangt fyrir sér. Ég var allt að því sannfærður í vetur að ekki stæði til að byggja nýjan spítala. Meðal annars hafði ég tjáð áhyggjur mínar á síðum dagblaðanna. Í dag kom það skýrt í ljós að mér hafði orðið svolítið brátt í brók og ótti minn ekki á rökum reistur. Reyndar er mér vorkunn að stíflan skyldi bresta í vetur því ég hef beðið eftir deginum í dag í meir en 25 ár.

Dagurinn 27 febrúar 2008 mun lengi vera í minnum hafður á Landspítalanum. Í dag gerðist það sem allir starfsmenn Landspítalans hafa beðið eftir árum saman. Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór, Inga Jóna og fleiri háttsettir embættismenn héldu fund með okkur starfsmönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem svo fríður hópur mætir á fund með okkur enda var mjög vel mætt að hálfu starfsmanna. Það var mikil eftirvænting í hópnum. Við fórum ekki tómhent af fundinum.

Guðlaugur Þór og Inga Jóna tóku af öll tvímæli að til stendur að byggja nýtt sjúkrahús fyrir Íslendinga. Auk þess var tekið fram að verkið yrði klárað en ekki skilið eftir sem hálfkláruð bygging. Framtíðarsýnin er  komin á hreint. Til stendur að byggja nýjan og góðan spítala fyrir alla landsmenn. Hann mun þjóna öllum Íslendingum vel og lengi. Teningnum var kastað.

Svartsýnisraddir munu sjálfsagt heyrast eftir sem áður. Ég er sannfærður um að þegar úrtölumenn munu sjá nýjan spítala rísa og átta sig á muninum á gamla og nýja tímanum munu þeir skilja mikilvægi hans. Aftur á móti munum við sem höfum þráð þennan dag árum saman mæta bjartsýnni til vinnu á morgun. Sjúklingar spítalans munu kunna að meta það.

Það er ekki ónýtt að fá góðar gjafir á jólunum en það eru ekki alltaf jól. Áfram verðum við í gömlu húsunum nokkur ár til viðbótar. Á fundinum kom fram skilningur á því að gera okkur vistina sem bærilegasta meðan við bíðum eftir nýju húsi. Sjálfsagt verður það mun léttara fyrir starfsfólk og sjúklinga að þola núverandi ástand vegna þeirra tíðinda sem boðuð voru í dag.

Nauðsynlegt er fyrir alla aðila sem að þessum málum koma að byggja ekki bara hús. Þó að góð aðstaða starfsmanna og sjúklinga sé forsenda árangurs á heimsmælikvarða, sem við stefnum öll að, þá er sjúkrahús miklu meira. Sjúkrahús er fólkið sem vinnur þar, stundum nefndur mannauður nú til dags. Til að ná hámarks ávöxtun á þeim auð þarf ýmislegt að koma til. Stjórnendur þurfa að gæta þess að skapa ekki ónauðsynleg tilefni fyrir hinn almenna starfsmann að kvarta. Við sem nöldrum þurfum að gera það að með góðum rökum og að vel yfirlögðu ráði. Nauðsynlegt er fyrir gæslumenn pyngjunnar að meta störf þeirra sem vinna með veikt fólk. Til að hámarka líkur þess að Íslendingar eigi kost á góðri heilbrigðisþjónustu þurfum við að tryggja það að fólk í heibrigðisstéttum sé metð að verðleikum.

Til að ungt fólk hafi áhuga á að koma til starfa í heilbrigðiskerfinu og sinna veikum meðbræðrum sínum þurfum við sem vinnum þar að muna eftir því jákvæða í vinnu okkar og það sem fær okkur til að starfa áfram. Við þurfum að kynna störf okkar sem eftirsóknarverð. Það er áhyggjuefni að flest ungt fólk ætlar ekki að starfa innan heilbrigðiskerfisins í framtíðinni. Vissar forsendur liggja alltaf að baki áliti fólks á eigin starfi. Því er nauðsynlegt að þeir aðilar sem skapa þær forsendur vandi til verka og hugsi ekki eigöngu um skammtímagróða heldur ávöxtun auðs til framtíðar, eins og nýbygging Landspítalans ber með sér.

 

 


STURLUNGAÖLD.

Það er margt sérkennilegt í fari okkar Íslendinga. Nýlega komst mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna að því að við höfðum framið mannréttindabrot á samlöndum okkar. Vilhjálmur fyrrverandi borgarstjóri er uppvís af þvílíku pólitísku klúðri þessa dagana að hann mun komast á spjöld kennslubóka sem dæmi um hvernig stjórnmálamenn eiga ekki að haga sér. Augljóst er að hann var leikskoppur einhverra peningamanna. Heill haugur af gömlum varnarliðsíbúðum var seldur á slikk á Keflavíkurflugvelli, og kaupendur eru enn ekki búnir að borga þær. Opinberar stöðuveitingar fara eftir forskrift Sikileyskrar reglu sem er stundum kölluð mafían. Peningamenn ásælast orkuauðlyndir landsmanna og ekki er laust við kjörnir fulltrúar okkar styðji þá dyggilega við þá iðju. Dýralæknirinn hefur það helst sér til málsbótar að hvæsa á menntamálráðherra að henni komi ekkert við hvað hann ætli sér að skammta kennurum í laun. Sjálfsag vegna þess að hún er kona.

Ég er farinn að hallast að því að það sé röng söguskýring að Sturlungaöldin sé liðin. Ef það reynist rétt hjá mér mun Þorgerður ekki lána Árna sínum lokk úr hári sínu á ögurstund. Slíkt virðist að minnsta kosti vera of seint fyrir Vilhjálm.

Það sem er öllu merkilegra að ekkert hefur breyst frá Sturlungaöld því við leiguhjúin fylgjumst bara með og tautum eitthvað en höldum svo áfram að kemba ullina eins og ekkert hafi í skorist.

Er ekki orðið tímabært að fara að "praktísera" lýðræði á Íslandi.

 sturlunga3

 

Sturlungaöld er tímabil í sögu Íslands sem er venjulega látið ná frá 1220 þegar Snorri Sturluson kom út til Íslands frá Noregi og hóf mikla eignasöfnun, til 1264 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. Tímabilið er kennt við Sturlunga, þá ætt sem var mest áberandi framan af. Það einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd svo sumir höfundar hafa jafnvel gengið svo langt að tala um borgarastyrjöld í því samhengi

 

 


Hauspokaútsala.

Magnús Thoroddsen hæstaréttalögmaður var í Silfri Egils í dag. Þar er fjallað um niðurstöðu mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Í sjálfu sér er niðurstaða mannréttindanefndar SÞ ekki óvæntur atburður. Þar eru færustu lögfræðingar í heimi að fjalla um hornstein mannréttinda-sanngirnina. Niðurstaða þeirra er að ósanngirni ráði ríkjum á Íslandi. Ósanngirnin er svo alvarleg hér á landi að menn eru bótaskyldir að mati lögfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Ekki bara að ríkið sé bótaskylt heldur á íslenska ríkið að breyta sínum egin lögum að mati lögfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Þeir sem hafa verið vel lesnir í þessari sögu hafa alla tíð vitað þetta.

Aftur á móti kemur óskammfeilni íslenskra ráðamanna á óvart. Greinilegt er að þeir ætla að beita öllum brögðum til að komast hjá því að fara eftir niðurstöðu SÞ. Nokkrir þverhausar eru í hópi þjóða sem hunsa Sameinuðu þjóðirnar og ef Ísland á að fara í þann flokk verðu maður sjálfsagt að ferðast um heiminn með hauspoka. Sjálfsagt mun Ingibjörg Sólrún sitja með hauspoka í Öryggisráðinu þegar fram líða stundir. Einar K situr sjálfsagt og föndrar við að klippa út 300 þús hauspoka.

Rökfærsla Magnúsar í Silfrinu í dag var skotheld, á því leikur enginn vafi. Ef EKG losar ekki strengina af sér og sínir af sér manndóm mun það verða íslenskri þjóð til ævarandi skammar. Við höfum verið þekkt fyrir eitthvað annað Íslendingar en að vera fulltrúar ósanngirnis í mannréttindum. 

The image “http://v2.nepal.is/images/mynd_0237305.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband