Færsluflokkur: Tölvur og tækni

ALLIR Í HÁSKÓLABÍÓ Í KVÖLD.

Það verður Borgarafundur í kvöld og því miður verð ég á Neskaupstað að vinna og kemst því ekki. Erindin eru mjög áhugaverð og vona ég svo innilega að sjónvarpið sjái sóma sinn í því að sýna beint frá atburðinum. Hafið gagn og gaman í bænum.

OPINN BORGARAFUNDUR MÁNUDAGSKVÖLD KL. 20:00

New Image

 

 

Opinn borgarafundur #8 - Fréttatilkynning

Hér eru stuttar lýsingar á erindunum sem flutt verða á mánudaginn.

 

Erindi Roberts Wade:

Hrun íslenska fjármálakerfisins í alþjóðlegu samhengi. Var hrun íslenska fjármálakerfisins náttúruhamfarir, einhvers konar "perfect storm", eða hamfarir af mannavöldum? Mátti sjá hrunið fyrir? Hvað veikti efnahagslegar varnir Íslands? Hverjir bera ábyrgð? Hver átti að vernda almenning fyrir aðsteðjandi efnahagsvá? Hver átti að standa vörð um hagsmuni og almenna velferð fólksins í landinu? Hvað er nú framundan? Kreppan herðir nú tökin á löndum Evrópu, - botninum er ekki náð. Hvaða áhrif hefur það á batahorfur hins íslenska efnahagslífs?

 

Erindi Sigurbjargar Sigurgeirsdóttir:

Stjórnmál og stjórnsýsla:

Sú efnahags- og peningamálastefna sem leiddi til hruns íslenska fjármálakerfisins er dæmi um stefnu sem farið hefur hrapalega úrskeiðis með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf og heimilin í landinu.

Hvernig og hvers vegna geta hugmyndir og stefnumál hins opinbera farið svona úrskeiðis?

Hvernig og hvers vegna þarf að endurhugsa og breyta innra umhverfi stjórnsýslunnar og koma stefnumótun hins opinbera í skipulagðari farveg?

 

Erindi Raffaellu Tenconi:

The summary of what I would present is:

1. Straumur macroeconomic forecasts for 2009-2010

2. The challenges of the near term and the risks surrounding these projections

3. Pros and cons of keeping the ISK, unilaterally adopting another currency or fully entering EU and the eurozone

I will not take a position on which option we recommend as I believe it is a political decision that should be enacted on the basis of the voters’ preferences. All options have advantages and disadvantages, I am happy to discuss those.

 

Erindi Herberts Sveinbjörnssonar:

Framtíð og nýliðin fortíð séð með augum hins almenna borgara, áhyggjur, afleiðingar og hugsanlegar lausnir. Spurt er af hverju er manneskjan að stofna samfélög ef þetta eru afleiðingarnar? Hverjar eru siðferðilegar skyldur borgaranna í samfélagi? Er hugtakið „löglegt en siðlaust“ lífsstíll á Íslandi? Hvernig samfélag viljum við? Og síðast en ekki síst, hvar er Nýja Ísland?

 

 

VERUM MEÐVIRK EKKI ÓVIRK !!!!  MÆTUM ÖLL.


Fósturdráp og kerfisbundin sjálfsvíg.

Mikil umræða hefur verið á blogginu um fóstureyðingar. Jón Valur og Halla Rut hafa tekist á ásamt fleirum. Ekki hefur mér gefist tími til að lesa allt það sem ritað hefur verið í þeirri umræðu. Ljóst er að ekki verður andstæðum skoðunum hnikað hversu mikið menn blogga. Því mun frekari rökræða ekki leiða til neinnar sameiginlegrar niðurstöðu.

Er ekki hægt að virkja þá umhyggju sem fram hefur komið í umræðunni til góðs? Annars vegar er mikil umhyggja fyrir hinu ófædda barni og á hinn bóginn er mikil umhyggja fyrir hinum þunguðu konum. 

Þá er mér efst í huga fólk sem lendir í aðstæðum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Landlæknir Bandaríkjanna áætlar að um 400 þús bandaríkjamanna látist af völdum reykinga á ári. Einnig að um 3-400 þús bandaríkjamenn látist af ári vegna offitu. Við Íslendingar stefnum hraðbyr í sömu átt. Það gerir um 700 andlát á ári á Íslandi sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Reykingar og offita er í sjálfu sér kerfisbundið sjálfsvíg hjá viðkomandi einstakling. Reykingar og í vaxandi mæli offita munu draga til sín vaxandi fjármuni, mannslíf og þjáningar. Þeir svartsýnustu telja að offita muni draga svo mikla fjármuni í framtíðinni til sín að ekkert verður eftir til vegagerðar eða skóla. Reykingamenn hafa þó greitt örlítið upp í kostnaðinn með kaupum sínum á tóbaki sem ríkið leggur á gjöld sem renna í ríkiskassann. Offitusjúklingurinn hefur hvergi lagt til aukið fjármagn.

Því er þörf á að taka höndum saman. Gott væri að beina allri þeirri umhyggju sem fram hefur komið undanfarna daga í garð ófæddra einstaklinga og þungaðra kvenna til þeirra sem þjást af offitu. Ófætt fóstur deyr í fóstureyðingu. Líf konu gæti farið í rúst vegna óvelkominnar þungunar og jafnvel deyr hún. Offitusjúklingurinn leggur líf sitt í rúst og deyr að lokum fyrir aldur fram. 

Er eðlismunur á vel útfærðu sjálfsvígi með offitu eða reykingum annars vegar eða hins vegar vel útfærðu fósturdrápi? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband