Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Tyrkland og Guðstrúin.

Nú er Tyrklandsævintýrinu lokið. Við komum heim í nótt. Allir voru sammála um að ferðin hafi verið meiri háttar vel heppnuð. Okkur fannst gott að vera í Tyrklandi. Fjölskyldan vill mjög gjarnan fara aftur að ári og segir það sína sögu. Vorum á Club Turban hótelinu seinni vikuna. Nutum lífsins þar í hvívetna. Get virkilega mælt með Tyrklandi sem ferðamannastað.

Það sem gerir Tyrkland óneitanlega svolítið sérstakan ferðamannastað er að það er múslímskt land. Oftast höfum við verið að ferðast um kristin svæði, lútersk eða kaþólsk. Tyrkland hefur þá sérstöðu að fullur aðskilnaður er á ríki og trú. Sem ferðamaður í Tyrklandi er nánast ekkert sem bendir til þess að maður sé í landi þar sem 99% íbúanna séu múhameðstrúar. Maður var ekkert var við trúariðkun landsmanna. Enginn af þeim Tyrkjum sem voru að vinna í kringum mann virtust biðjast fyrir fimm sinnum á dag. Einstaka konur voru huldar klæðum en þær voru algjör undantekning. Flest minnti mann á vestræna menningu, bæði í háttalagi og öllu umhverfi.

Það vakti auk þess athygli mína að nýkjörinn forseti Tyrklands, sem hefur verið hallur við strangtrúarstefnu, gerði strax grein fyrir því að hann hygðist ekki breyta neinu í sambandi trúar og ríkis. Enda eins gott fyrir hann, því annars mun herinn setja hann af.

Svipað hugarfar ríkir hér á landi, nema með öfugum formerkjum. Þegar alræmdur vinstri maður, Ólafur Ragnar, er kjörinn forseti á Íslandi þá gengur ekki hnífurinn á milli hans og lútersku kirkjunnar á Íslandi. Ef hann hefði vogað sér að setja sig upp á móti kirkjunni hefði hann aldrei náð kjöri sem forseti. Þá hefði "herinn" sett hann af.

Hér á landi er ekki neinn aðskilnaður trúar og ríkis. Að því leitinu erum við komin skemur á veg en Tyrkir. 


Kjölturakkinn minn.

Hundar eru sérkennilegar skepnur. Þeir eru í raun mjög húsbóndahollir. Þeir vilja þóknast manni. Því er svo auðvelt að þjálfa þá og láta þá fylgja settum reglum. Þeir vefengja ekki forystu mína. Því er forysta mikil ábyrgð. Ég verð að vera traustsins verður. Hundurinn reiðir sig á mig. Ef ég bregst eða brýt trúnað við hundinn þá getur samstarf okkar farið algjörlega í vaskinn. Þetta er því gagnkvæmt. Þannig er það í daglega lífinu líka. Þeir sem eru foringjar verða að gæta sín að bregðast ekki trúnaði við sína liðsmenn. Ef það gerist getur hundurinn dáið og breyst í varúlf.

Efinn.

Nú hefur Hafró komið fram með nýja skýrslu. Henni er lýst sem svartri. Hvenær var hún síðast hvít. Þessar skýrslur eru alltaf svartar. Hafró hefur bara eina sýn. Ef við veiðum ekki neitt þá fyllist hafið af fiski, fyrr eða síðar. Sem sagt það eina sem fiskar gera í sjónum er að tímgast eins og kanínur.

Það er enginn efi í málflutningi Hafró manna. Efi hefur alltaf verið hornsteinn vísinda. Við treystum aldrei nokkru og drögum allt í efa. Oft eru niðurstöður afleiðing mælitækjanna eða mælingamannanna. Þegar fleiri hópar vísindamanna með ólík mælitæki komast að sömu niðurstöðu þá fer kenningin að nálgast sönnun.

Ég hef ekki orðið var við mikil skoðanaskipti ólíkra hópa í þessum fræðum. Það virðist ekki komast neinn annar að í umræðunni. Það er ekki mjög vísindalegt. Eðli vísinda er skoðanaskipti á jafnræðisgrundvelli. Eftir að vísindamenn hafa starfað um hríð gera flestir sér grein fyrir hverfulleika sannleikans. Eru því flestir vísindamenn opnir fyrir öðrum skoðunum og taka þær til greina, amk til umhugsunar. Sagan kennir okkur að oft höfum við þurft að kyngja stolti okkar og játa að við höfum haft á röngu að standa. Einu sinni var því haldið fram að jörðin væri flöt. Það var rangt en þjónaði vissum hagsmunum á sínum tíma.

Ég hef alltaf verið frekar varkár þegar enginn efi finnst í málflutningi manna. Sagan hefur líka kennt okkur að þá eru við að ræða um  trúarbrögð frekar en vísindi. Það fannst þeim að minnsta kosti sem flugu á Tvíburaturnana á sínum tíma-tilgangurinn helgar meðalið. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband