Eftir helgina.....

Stjórnvöld eru alltaf að segja að eitthvað jákvætt gerist "eftir helgina". Þannig hefur það verið síðan Jóhanna og Steingrímur tóku við. Síðan gerist ósköp fátt. Er þjóðin of óþolinmóð?

Óþolinmæðin á rætur sínar í forsendubresti sem varð öllum augljós haustið 2008. Þá kom það skírt fram að kjörnir fulltrúar sem treyst hafði verið fyrir stjórn landsins höfðu brugðist. Afleiðingar mistakanna voru sendar til þjóðarinnar. Þjóðin kaus nýja stjórn sem lofaði öllu fögru en er líka að senda afleiðingarnar til þjóðarinnar. Það er að renna upp fyrir þjóðinni að stjórnvöld, hvaða nafni sem þau nefna sig, eru bara senditíkur auðvaldsins við að koma reikningnum til almennings. Vandamálið hjá stjórnvöldum er að þrællinn er hugsi.

Við, þrælarnir, viljum frelsi frá valdi auðmagnsins. Hljómar eins og kommúnistaávarpið en er ljósár frá því fyrirbæri. Almenningur er farinn að gera sér grein fyrir eðli hlutanna. Fólk er að átta sig á því að ekki er sjálfgefið að greiða skuld hvað sem það kostar. Að leggja fjölskyldur og efnahag einstaklinga í rúst er of mikið til að greiða einhverja skuld. Skuld sem var búin til í tölvu, tölur á skjá sem voru fluttar frá einni bankabók í aðra bankabók og síðan að lokum í bankabók bankans. Er slíkt talnaflakk nægur grundvöllur fyrir uppboði á heimili, ævistarfi, almennings á Íslandi.

Þarna greinir þjóðina og stjórnvöld á. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort þau öfl sem vilja hag almennings sem mestan beri gæfu til að snúa bökum saman. Þá þurfum við ekki að bíða neitt fram yfir helgi.

 


Face-saving Icesave

Icesave virðist ætla að verða minnisvarði um allt hið aumasta og versta í mannlegum samskiptum.

Hin tæra snilld Landsbankans einkenndist af græðgi og taumlausu ábyrgðarleysi. Icesave, sparifé almennings, var hugsað sem bjarghringur gjaldþrota banka og friðþæging spilltra matsfyrirtækja. Fjármálaelítan með Gordon Brown í fylkingarbrjósti hafði gert eftirlitsstofnunum ókleift að hemja hina tæru snilld. Allir gerðu hvort eð er ráð fyrir því að skattgreiðendur greiddu tapið þegar carnivalinu lyki.

Svavar, Steingrímur og Indriði hafa allir beðið þess lengi að komast að völdum. Icesave var kjörið til að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð hefðu fylgt rangri pólitík. Þjóðin þarf ekki Icesave til þess því annars hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið endurkjörinn. Steingrímur og félagar virðast þurfa Icesave. Mér finnst það harla aum réttlæting á tilvist þeirra við stjórnvölin.

Þremenningarnir telja sig hafa gert besta hugsanlega samning. Íslenska þjóðin er þeim ósammála. Við sjáum ekki að við séum ábyrg fyrir afglöpum einkabanka eða gölluðu regluverki ESB. Þeir telja svo vera og gleðja því Gordon Brown og elítuna í City of London. 

Neitun Forseta Íslands hefur sameinað alla þessa aðila, því vilja þeir semja nú. Það sem sameinar alla þessa ólíku aðila er að þeir mega ekki verða sér til skammar, verða að halda andlitinu og ekki má sannast á þá vanhæfni né mistök. Það kallast "Face-Saving" á ensku,(preserving or intended to preserve one's dignity, self-respect, or good reputation).

Þremenningarnir verða að hafa gert góðan samning þó nýr betri komi fram. Bretar og Hollendingar verða að sýna fram á sömu niðurstöðu, þ.e. hafa gert góðan samning og síðan betri þó hann sé verri en þeir gömlu.

Fjármálaelíta ESB vill bjarga Evrunni-andlitinu og ætlar að hjálpa Grikkjum þegar skattgreiðendur þar hafa borgað eins mikið og þeir geta upp í carnival skuldina. Sami lyfseðill er notaður á Íslandi. Íslensk stjórnvöld fylgja þeirri forskrift af alúð. Í þessu forréttindaapóteki vilja sumir búa eins og margur fíkillinn.

Eldhússkápar eru rangar íverur búsáhalda, því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því, því betra.

 

 


Hver er Þrándur í Götu

Einhver staðar í þessu spili er Þrándur í Götu. Ég hef nú dvalið hér í Noregi í rúma 2 daga og átt fundi með norskum þingmönnum og verkalýðsleiðtoga eins stærsta verkalýðsfélags Noregs. Það er smá saman að renna upp fyrir mér ýmislegt. Það er mjög mikill velvilji hér í Noregi til að aðstoða okkur. Þeim finnst sjálfsagt að nota hluta af olíusjóð sínum til þess. Þetta á við þá sem hafa engan sérstakan áhuga á ESB. Hinir hér í Noregi sem vilja að Noregur og Ísland gangi í ESB vilja að íslendingar greiði Icesave möglunarlaust. Því má segja að hugsjónir Norðurlandasamstarfsins hafi verið rústaðar af ESB.

Ég tel að Norðurlandasamstarfið hafi verið byggt á samhjálp og bræðralagi. ESB ástin byggist á einhverju allt öðru því ef það að íslendingar taki á sig skuld einkabanka og muni þjást fyrir það árum saman sé hluti af hugsjónum ESB þá er ESB bara stórt dæmi um pilsfaldakapítalisma.

Þar með hafa Samfylkingamenn á Íslandi og systurflokkur þeirra í Noregi sameinast um að koma í veg fyrir að Noregur hjálpi Íslendingum. Það getur ekki verið nein önnur skýring á þeirri staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa ekki ennþá farið fram á aðstoð Norðmanna með formlegum hætti. Margir Norðmenn bíða eftir þeirri ósk.


mbl.is AGS vill ekki tengja Icesave við lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskir víkingar-2

Í hádeginu í dag(5 feb) áttum við mjög góðan fund með formanni stórs stéttafélags í Noregi, er um að ræða opinbera starfsmenn og eru félagsmenn jafnmargir og íslenska þjóðin. Þar var farið yfir stöðuna með AGS og Icesave. Einnig rætt um aðkomu íslenskra stéttafélaga að þessum deilumálum meðal íslensku þjóðarinnar. Í heildina mjög góður fundur þar sem okkur tókst að lýsa ástandinu nokkuð vel fyrir verkalýðsleiðtoganum norska.

IMG 3070


Fundur í Stortinget í Ósló

Við vorum á mjög góðum fundi núna með systurflokki Vg á Íslandi. Okkur var boðið í Stortinget og ræddum þar um AGS og Icesave. Það fylgir því mjög sérkennileg tilfinning að finna þann velvilja og áhuga á örlögum okkar sem er hér til staðar í Noregi. Ekki ber þeim nokkur skylda til að aðstoða okkur og þar að auki eru við samkeppnisaðilar á mörkuðum. Þrátt fyrir það vilja margir aðstoða okkur. Það er eins og á Íslandi að afstaða manna til Icesave mótast algjörlega af áhuga þeirra á ESB. Þeir Norðmenn sem vilja fara í ESB vilja að við borgum Icesave en hinir ekki. Fundurinn í dag í þinghúsinu hér í Ósló var mjög góður.

IMG 3089


mbl.is Ekki formlega rætt við Noreg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur víkingur...

Áfram heldur Noregsferðin. Er búinn að hitta Venúselamann sem verður Ambassador Vénúsela á Íslandi. Aukl þess snæddum við Einar hádegismat núna áðan með "BSRB" leiðtoga Norðmanna, hún er yfir 311 000 manna stéttafélagi, svipað og allir Íslendingar. Eftir nokkrar mínútur förum við upp í Þinghús Stortinget og hittum VG í Noregi. Meira seinna.

Í víking til Noregs...

Þetta er búið að vera sérkennilegur dagur í dag. Ég, Bjarni og Einar Már fórum til Noregs í dag, nánar tiltekið til Óslóar. Við erum hér í boði attac samtakanna í Noregi. Fulltrúum þess finnst að norsk stjórnvöld standi sig illa gagnvart Íslandi. Þeim finnst að Noregur eigi að vera sjálfstæðari og þora að taka af skarið til að hjálpa okkur.

Það var sérstakur opinn fundur-seminar-um stöðu Íslands og möguleika þess að losna við AGS með aðstoð Norðmanna. Við Einar fluttum málstað Íslands og gekk það vel. Fundarmenn voru lang flestir á bandi Íslands og vildu að Norðmenn tækju til hendinni. Þingmaður Social demokrata í Noregi hafði mestar áhyggjur af alþjóðasamfélaginu en ekki Íslandi og skar sig þar með úr hópnum, eins og Samfylkingarmenn gera á Íslandi.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum:

IMG 3053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 3050

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Norskur almenningur skilur sjónarmið Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengunarslys forsetans

Það er ekki allt sem sýnist og tilveran hefur kennt manni margt, sérstaklega eftir að hrunið hófst. Kannski vegna þess að maður fór að horfa í kringum sig. Nú vilja allir semja um Icesave, sérkennilegt. Það eina sem hefur breyst er að þjóðin mun fá að segja skoðun sína á íslenskum lögum. Björn Valur bloggar um forsetann og telur að hann sé hluti af eitraðri blöndu fyrir Ísland. Því má draga þá ályktun að samningsviljinn hjá aðilum Icesave sé einhverskona mengunarslys af völdum Ólafs Ragnars. Ekki að furða að græningjunum sé illa við hann.

Er það hugsanlegt að forystumenn þjóðanna sem sömdu um Icesave séu eingöngu þessa dagana að hugsa um hvernig þeir geti bjargað andlitinu eftir að forsetinn þeytti tertunni í þá.

Ég tel best að við kjósum fyrst og tölum svo við sáttasemjara. 


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt?

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag:

 

Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Jón Daníelsson hagfræðingur í London metur afleiðingarnar þær, að um verulega lífskjaraskerðingu verði að ræða á Íslandi, ef allt fer á besta veg. Enn mikilvægari athugasemd Jóns er sú, að til að Ísland geti yfir höfuð staðið í skilum með greiðslurnar þurfi allt að ganga upp. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sektarkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga. Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóðasamfélaginu það.

 

Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a.  land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum,  íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum,  Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað; „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

 

Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítí er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarískt ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítí og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skulu greiddar af skattgreiðendum.

 

Íslendingar sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, berum ábyrgð á neyð Haítí. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslurnabanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli, ekki ef örlög Haítís verða okkar.


Bókhald Haítí hjá Alheimsbankanum

Haiti

 
Estimated Debt Service Payments - Summary
Based on Balances as of 30-NOV-2009
All amounts denominated in US$ equivalents, Thousands
Afghanistan Albania Algeria Angola Argentina Armenia Azerbaijan Bangladesh Barbados Belarus Belize Ben,Ivc,Nir,Se,To,Bur,Mli,Gub Benin Bhutan Bolivia Bosnia-Herzegovina Botswana Brazil Bulgaria Burkina Faso Burundi Cambodia Cameroon Cape Verde Caribbean Caribbean Development Bank Central African Republic Chad Chile China Cm,Cd,Ca,Cob,Eg,Ga Colombia Comoros Congo, Democratic Republic Of Congo, Republic Of Costa Rica Cote D'Ivoire Croatia Cyprus Czech Republic Djibouti Dominica Dominican Republic Ecuador Egypt, Arab Republic Of El Salvador Equatorial Guinea Eritrea Estonia Ethiopia Fiji Gabon Gambia, The Georgia Ghana Grenada Guatemala Guinea Guinea-Bissau Guyana Haiti Honduras Hungary India Indonesia Iran, Islamic Republic Of Iraq Jamaica Jordan Kazakhstan Kenya Korea, Republic Of Kyrgyz Republic Lao People'S Dem. Rep. Latvia Lebanon Lesotho Liberia Lithuania Macedonia, Former Yugoslav RepMadagascar Malawi Malaysia Maldives Mali Mauritania Mauritius Mexico Moldova Mongolia Montenegro Morocco Mozambique Myanmar Nepal Netherlands Nicaragua Niger Nigeria Pakistan Panama Papua New Guinea Paraguay Peru Philippines Poland Romania Russian Federation Rwanda Samoa Sao Tome And Principe Senegal Serbia Seychelles Sierra Leone Singapore Slovak Republic Slovenia Solomon Islands Somalia South Africa Sri Lanka St. Kitts And Nevis St. Lucia St. Vincent And The GrenadinesSudan Swaziland Syrian Arab Republic Tajikistan Tanzania Thailand Togo Tonga Trinidad And Tobago Tunisia Turkey Turkmenistan Uganda Ukraine Uruguay Uzbekistan Vanuatu Venezuela Vietnam Yemen, Republic Of Zambia Zimbabwe Click here to get Estimated Debt Service Payments summary for the selected country
[1]
Showing Records 1 - 70 of 70
Display Results in set of: 10 50 100
Repayment
Date IBRD IDA Total
Principal Charges Total Principal Charges Total Principal Charges Total
 
 
15-MAY-20100000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20100000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20110000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20110000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20120000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20120000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20130000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20130000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-20140000146.73146.730146.73146.73
15-NOV-20140000146.73146.730146.73146.73
15-MAY-2015000391.27146.73538.00391.27146.73538.00
15-NOV-2015000391.27145.26536.53391.27145.26536.53
15-MAY-2016000391.27143.79535.07391.27143.79535.07
15-NOV-2016000391.27142.33533.60391.27142.33533.60
15-MAY-2017000391.27140.86532.13391.27140.86532.13
15-NOV-2017000391.27139.39530.66391.27139.39530.66
15-MAY-2018000391.27137.92529.20391.27137.92529.20
15-NOV-2018000391.27136.46527.73391.27136.46527.73
15-MAY-2019000391.27134.99526.26391.27134.99526.26
15-NOV-2019000391.27133.52524.80391.27133.52524.80
15-MAY-2020000391.27132.05523.33391.27132.05523.33
15-NOV-2020000391.27130.59521.86391.27130.59521.86
15-MAY-2021000391.27129.12520.39391.27129.12520.39
15-NOV-2021000391.27127.65518.93391.27127.65518.93
15-MAY-2022000391.27126.19517.46391.27126.19517.46
15-NOV-2022000391.27124.72515.99391.27124.72515.99
15-MAY-2023000391.27123.25514.52391.27123.25514.52
15-NOV-2023000391.27121.78513.06391.27121.78513.06
15-MAY-2024000391.27120.32511.59391.27120.32511.59
15-NOV-2024000391.27118.85510.12391.27118.85510.12
15-MAY-2025000782.55117.38899.93782.55117.38899.93
15-NOV-2025000782.55114.45897.00782.55114.45897.00
15-MAY-2026000782.55111.51894.06782.55111.51894.06
15-NOV-2026000782.55108.58891.13782.55108.58891.13
15-MAY-2027000782.55105.64888.19782.55105.64888.19
15-NOV-2027000782.55102.71885.26782.55102.71885.26
15-MAY-2028000782.5599.77882.32782.5599.77882.32
15-NOV-2028000782.5596.84879.39782.5596.84879.39
15-MAY-2029000782.5593.91876.45782.5593.91876.45
15-NOV-2029000782.5590.97873.52782.5590.97873.52
15-MAY-2030000782.5588.04870.58782.5588.04870.58
15-NOV-2030000782.5585.10867.65782.5585.10867.65
15-MAY-2031000782.5582.17864.71782.5582.17864.71
15-NOV-2031000782.5579.23861.78782.5579.23861.78
15-MAY-2032000782.5576.30858.85782.5576.30858.85
15-NOV-2032000782.5573.36855.91782.5573.36855.91
15-MAY-2033000782.5570.43852.98782.5570.43852.98
15-NOV-2033000782.5567.49850.04782.5567.49850.04
15-MAY-2034000782.5564.56847.11782.5564.56847.11
15-NOV-2034000782.5561.63844.17782.5561.63844.17
15-MAY-2035000782.5558.69841.24782.5558.69841.24
15-NOV-2035000782.5555.76838.30782.5555.76838.30
15-MAY-2036000782.5552.82835.37782.5552.82835.37
15-NOV-2036000782.5549.89832.43782.5549.89832.43
15-MAY-2037000782.5546.95829.50782.5546.95829.50
15-NOV-2037000782.5544.02826.57782.5544.02826.57
15-MAY-2038000782.5541.08823.63782.5541.08823.63
15-NOV-2038000782.5538.15820.70782.5538.15820.70
15-MAY-2039000782.5535.21817.76782.5535.21817.76
15-NOV-2039000782.5532.28814.83782.5532.28814.83
15-MAY-2040000782.5529.35811.89782.5529.35811.89
15-NOV-2040000782.5526.41808.96782.5526.41808.96
15-MAY-2041000782.5523.48806.02782.5523.48806.02
15-NOV-2041000782.5520.54803.09782.5520.54803.09
15-MAY-2042000782.5517.61800.15782.5517.61800.15
15-NOV-2042000782.5514.67797.22782.5514.67797.22
15-MAY-2043000782.5511.74794.29782.5511.74794.29
15-NOV-2043000782.558.80791.35782.558.80791.35
15-MAY-2044000782.555.87788.42782.555.87788.42
15-NOV-2044000782.552.93785.48782.552.93785.48
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband