Frjálslyndir og byltingin

Við í Frjálslynda flokknum heyrðum búsáhaldabyltinguna hrópa gömlu slagorðin okkar. Við upplifðum tengingu við almenning. Slagorð alþingis götunnar, hagsmunasamtaka heimilanna og andstaðan við AGS, allt slær í takt við okkur, stefnumál Frjálslyndra.

Við ákveðum að reyna að koma rödd almennings upp á borð elítunnar með lýðræðislegum hætti, bjóða fram. Þar með breyttumst við í litla ljóta andarungann.

Er ekki til nein pólitísk hugsun í þessari þjóð, ráða gamlir fordómar og nennir enginn að kynna sér málin til hlítar eða fylgir pöpullinn bara straumnum í algjöru hugsunarleysi og eða gamla góða flokknum sínum. Er sem sagt í lagi að við séum vinnudýr byltingarinnar en ekki forustuafl?


Jón Gnarr næsti borgarstjóri

Jón Gnarr hefur grínast og haft árangur sem erfiði hvað viðkemur vinsældum. Að öllum líkindum mun Besti flokkurinn ná hreinum meirihluta í Reykjavík n.k. laugardag. Fjórflokkurinn virðist vera gjörsamlega varnarlaus gegn framboði Besta flokksins. Sjálfsagt sitja spunameistarar þeirra núna sveittir við finna mótleik við Jóni. Hætt er við að vopnin snúist í höndum þeirra ef þeir ætla sér að ráðast beint á Jón.

Er hugsanlegur sigur Jóns einhver endalok fyrir Reykjavík? Þar sem Jón hefur svo hagstæðan samanburð af fyrri stjórnendum í Reykjavík þá er lítil hætta á að honum mistakist við stjórnun borgarinnar. Jón boðar í þessu viðtali að hagstjórn hans muni lúta hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður eða eins og hann segir sjálfur „Ábyrgð og ráðdeild. Við ætlum að spara eins og íslenskar mæður hafa gert í gegnum aldirnar án þess að vera vondar við börnin sín.“

Ég er skiljanlega svolítið á báðum áttum því sem frambjóðandi Frjálslynda flokksins hefði ég fremur kosið að fylgi Jóns væri mitt. Það þýðir reyndar ekkert að sýta ákvörðun kjósenda, hana virðum við.

Ef Jóni tekst vel að stjórna borginni á þessum erfiðu tímum sem eru framundan og skilar Reykjavíkurborg í betra ástandi en hann tók við henni, hefur hann markað viss tímamót í pólitískri sögu Íslands.

Tvennt verður spaugilegt að fylgjast með að loknum sigri Jóns. Hvernig munu embættismenn borgarinnar taka Jóni og hitt, hvernig munu stjórnmálafræðingar túlka ákvörðun kjósenda að kjósa Jón.
mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er glatað, þökk sé núverandi ríkisstjórn

Sorry folks þið þurfið að borga hærra raforkuverð, en ég er áleiðinni til Brussel sem ríkisstarfsmaður gæti Árni Þór verið að segja okkur almenningi. Ríkisstjórninni er slétt sama þó Magma eignist HS Orku og hækki hjá okkur raforkureikningana. Ef þeim(VG) væri einhver alvar þá hefðu þau gripið í taumana miklu fyrr.

Ögmundur sprettur fram í Kastljósinu og hneykslast mjög. Þrátt fyrir það hefur hann haft langan tíma sem Alþingismaður til að fylgjast með þróuninni og ólíkt meiri völd til að vera með á nótunum. Steingrímur kemur svo kvöldinu seinna og barmar sér mikið.Hann hefði svo gjarnan viljað hafa hlutina öðruvísi en gafst bara ekki ráðrúm því Magma fylgdi ekki tímaáætlun hans. Ef raunverulegur vilji hefði verið þá hefði þingflokkur VG getað afstýrt því að HS Orka hefði lent í eigu erlendra aðila eins og yfirlýst kjarnastefna hreyfingarinnar VG er. En ekkert gerðist. Niðurstaðan er að Árni Þór er voða sorry en ekkert hægt að gera, svona eins og snjóflóð hefði lagt eitt sveitarfélag í rúst. Til hvers eru pólitísk samtök eiginlega, til að framkvæma stefnu eða skaffa útvöldum vinnu?

Það er hálf skitt að hafa lagt traust sitt á að VG myndi að minnsta kosti sitja þversum við sölu á auðlindum landsins og komast að því að maður var hafður að fífli eftir allt saman. Er starfsemi VG grundvölluð á þeirri hugsjón að halda nöldrurum eins og mér til hlés meðan auðvaldið sópar til sín almannaeigum? Steingrímur, hvers vegna ertu í pólitík?

Ef við ræðum málin í alvöru þá er staðreyndin sú að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er mjög hrifinn af einkavæðingu. Hann vill að auðlindir almennings færist yfir í einkaeigu og það veldur sjóðnum ekki andvöku þó það valdi því að almenningur þurfi að borga mun meira fyrir nauðþurftir eins og rafmagn og vatn. Bara að hagnaður verði á framleiðslunni.

Þar sem AGS er á Íslandi og þar sem Steingrímur hefur skrifað undir með sinni eigin hendi að hann muni ekki framkvæma neitt án samþykkis AGS, sjá hér eru afrit úr Viljayfirlýsingu Steingríms og Jóhönnu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

Reykjavik, April 7, 2010

Dear Mr. Strauss-Kahn:

4.   We believe that the policies set forth in this and previous letters are adequate to
achieve the objectives of our program. We stand ready to take any further measures that may become appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such
measures and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s policies on such consultation.


21.      Progress in covering our financing need will continue to be assessed during quarterly program reviews. In the event of further delays to financing, we stand ready to
consult with the Fund on any additional measures that would prove necessary to meet program objectives (consistent with our undertaking in paragraph 4 above).

 

Þau tvö, einstaklingarnir sem kynntu sig sem gæslumann litla mannsins og samhjálpar í kosningunum  eru núna í gíslingu AGS. Hjarta heimsauðvaldsins. Þau hafa skrifað undir að fylgja auðvaldinu í einu og öllu. VG og Samfylkingin gera eins og auðvaldið segir þeim að gera. Ef þau væru trú sinni sannfæringu um að verja kjör litla mannsins myndu þau segja AGS til syndanna og láta öðrum eftir að vera taglhnýtingar AGS. Þess í stað taka þau það hlutverk að sér möglunarlaust. Þetta segir mér það að þau eru að þessu til að halda völdum.

Ísland er glatað, það eina sem getur bjargað landinu er að almenningur kynni sér málin á eigin spýtur. Myndi sér skoðun og mótmæli kúgun AGS. Þar sem akkúrat ekkert slíkt er í pípunum mun landið og sjálfstæði þess fara lóðbeint í vasa lánadrottna, þökk sé núverandi "VINSTRI STJÓRN".

 

 

 


mbl.is Óttast hærra orkuverð til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brauð í matinn eða núllstillt excel skjöl? Hvar er jókið?

Sveitastjórnakosningarnar eru á næsta leiti. Nánar tiltekið 29 maí n.k.. Það hefur farið lítið fyrir umræðu um þau mál í fjölmiðlum. Þeir afsaka sig með því að það sé svo mikið annað í fréttum. Það er góðra gjalda vert að segja okkur frá því þegar afbrotamenn eru yfirheyrðir. Það reynda hefur enga sterka skírskotun til framtíðar. Borgarmálin og sú umræða hefur mun sterkari skírskotun til framtíðar, hefur mun meira vægi um hvernig okkur muni líða. Hvernig ætlum við að takast á við vaxandi fátækt, misrétti og útburð samborgara okkar út úr heimilum sínum.

Eins og ég rakti í gær munu Samfylking og VG ekki standa gegn sinni eign ríkisstjórn í niðurskurði. Sjálfstæðismenn vilja halda völdum hvað sem það kostar og eru til í einkavæðingu sem kreppan gæti gefið fyrirheit um. Þess vegna er þetta í raun spurning um hvort að þeir sem veljast inn í borgarstjórn eru reiðubúnir að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði og þar með AGS.

Ætli Jón Gnarr hafi hugleitt þennan þátt tilverunnar, að frelsið til athafna, sem okkur stendur til boða, fylgir mikil ábyrgð. Eða verður hlutskipti Jóns að viðhalda völdum Sjálfstæðismanna í borginni! Það væri í raun og veru jók eftir allt saman, soldið grátbroslegt ekki satt?

Þess vegna tel ég að Frjálslyndi flokkurinn hafi mótað sér stefnu sem er raunsæ og í tengslum við raunveruleikann. AGS stjórnar á Íslandi og velferðin mun verða skorin niður. Frjálslyndi flokkurinn mun berjast eins og hann getur gegn þessum áformum.

Núna hefst slátrunin í boði velferðarstjórnarinnar

Ýmsir sáu þetta fyrir. Þeir sem hafa kynnt sér sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vita að velferðin fer illa út úr samstarfi við hann. Rannsóknir hafa sýnt að misrétti í velferð og aukning á sjúkdómum fer eftir því hver lánar löndum peninga sem eru í kreppu. Þegar AGS lánar eru skilyrðin óvægin og dánartíðni ýmissa sjúkdóma verður hærri en ef einhver annar lánar.

Einnig er það vel þekkt að þau lönd sem veita sjóðnum viðnám koma betur út úr kreppum en rassasleikjurnar.

Ástandið á Íslandi er kolklikkað og virðist brautin vera lárétt niður á nýlendustig á nýjan leik.

Samfylkingin er til í að fylgja AGS því þá komumst við frekar inn í ESB.

Steingrímur vill fylgja AGS því þá heldur hann völdum. Sennilega heldur hann líka að hann sé skástur.

Fjölmiðlar hafa lítið kynnt sér AGS og samskipti sjóðsins við Ísland. Oftast éta þeir upp fréttatilkynningar ráðuneytanna hér heima eða af heimasíðu AGS. Stundum viðtal við ráðherra sem segja það sem þeim sýnist og engar gagnrýnar spurningar fylgja. Það virðist ekki vera nein fagmennska ráðandi hjá fjölmiðlum því ekki hefur komið fram neinn fréttamaður sem sérhæft hefur sig í AGS. Ef slíkt myndi gerast myndi viðkomandi gera harða hríð að ráðamönnum sökum þeirrar ógnar sem okkur stafar af sjóðnum.

Það segir mér að flestir fréttastjórnendur styðja ríkisstjórnina.

Almenningur sem treystir þessum máttarstólpum lýðræðisins er leiddur til slátrunar eins og hvurt annað sláturfé.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

One way ticket

Tilveran á Íslandi er absúrd. Það vita allir nokkurn veginn allt um spillinguna, stór hluti er afhjúpaður í Rannsóknarskýrslunni og síðustu daga vellur rotið innihald íslenskrar bankastarfsemi upp úr fjölmiðlum landsins. Það sem er absúrd að við meðhöndlum allt saman eins og hverja aðra dægrastyttingu. Við ræðum um málin og hneykslumst svolítið en breytum engu.

Almenningur breytir engu því hann hefur engin völd til þess að breyta neinu. Sterk öfl með ýmsar ólíkar ástæður vilja ekki breyta neinu. Þessi ofl hafa valdið, þess vegna breytist ekkert. Það var í raun algjör barnaskapur að halda skömmu eftir hrun að eitthvað myndi breytast.

Sem dæmi ættu fjölmiðlar ekki að ræða við stjórnmálaöflin, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu eða Framsókn sökum tengsla þeirra við spillinguna. Ef við miðum við hneykslan þeirra við styrkjunum. Rannsóknarskýrslan virðist taka af öll tvímæli að okkur ber engin skylda til að borga Icesave og þar með ættu fjölmiðlar ekki að tala við VG.

Ástæða þess að ég er að nöldra er að við í Frjálslynda flokknum verðum fyrir algjörri þöggun af hálfu fjölmiðla. Þegar fjölmiðlar eru skoðaðir þá er í þeim nánast engin vísbending um að við Frjálslyndir séum að bjóða fram hér í Reykjavík. Almenningur veit varla að við erum til.

Við eigum enga peninga þannig að við getum ekki keypt okkur sess í fjölmiðlum.

Með þessu háttalagi er verið að skerða möguleika almennings til að velja í kosningum.

Almenningur hefur enginn völd þannig að valdinu/fjölmiðlum er slétt sama.

Það virðist sem fátt geti komið í veg fyrir að við verðum alheimskunni að bráð.


Hreppsómagar og AGS

Ekki get ég sagt að ég sé hlutlaus í umfjöllun minni um frambjóðenda Frjálslynda flokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor. Ég er kvæntur Helgu sem er í fyrsta sætinu. Í sumar verða 30 ár liðin frá brúðkaupinu og eins og eðalvínum er einum lagið þá batnar ávöxturinn með hverju árinu sem líður. Þar sem ekkert mark er á mér takandi vegna hagsmunatengsla ætla ég að ræða önnur mál.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið fyrirmæli um hvernig á að binda enda á óraunhæfar væntingar almennings um afskriftir skulda. Einhver ný lög sem samþykkja á fyrir lok júní munu setja þann ramma sem skuldugir einstaklingar þurfa að fylgja. Kjarninn í þeim lögum virðist eiga að vera sá að ef skuldarar geta ekki sýnt fram á trúverðugar afborganir lána þá munu lánadrottnar eiga alls kostar við þá.

Hér er átt við skuldirnar eins og þær hafa margfaldast vegna hrunsins, þeir sem geta borgað þær lifa af hinir ekki.

Í tillögum AGS er ekki gert ráð fyrir neinni leiðréttingu hvað þá lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur.

Að öllu óbreyttu munu mörg þúsund heimili verða gerð upp í haust. Heimilunum verður sundrað, hreppsómagar munu aftur öðlast tilveru á Íslandi. Er þetta sú framtíð sem við kjósum að sjá hér á landi?


mbl.is Helga leiðir Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plís góði guð, eitt eldgos, það eykur hagvöxt

Hugsanleg framtíð:

1. Íslensk heimili sem geta ekki staðið í skilum eftir sumarið fara í þrot. Kannski 25 000 heimili.

2. Til að áætlun AGS gangi upp virðist sem reisa eigi 2 álver á stærð við Reyðarál árið 2011.

3. Þrátt fyrir þetta mun innflutningur minnka með hverju árinu og er vísbending á mjög mikla fátækt og útflutning á fólki.

Summa:

Hvar er hægt að búa án aðkomu AGS og Steingríms.....?


Að borga skuldir sínar eða ekki .....

Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda kom um helgina í dagsljósið, á ensku, ekki búið að þýða hana á íslensku. Þrátt fyrir það er hún frá 7 apríl og þýðing ætti að vera löngu tilbúin. Skýrslan er 83 bls og þarfnast mikillar yfirlegu því margt er falið í henni með skrúðmælgi.

Gylfi ráðherra staðfesti í Kastljósinu í kvöld að nánast öll úrræði fyrir illa skuldsetta einstaklinga séu komin fram, núna. Í haust, október, þá verða engar frekari frystingar eða frestanir á lánum. Eftir það verða skuldugir einstaklingar að bjarga sér sjálfir, gagnvart lánastofnunum. Sjálfsagt harmómerar það mjög við stefnu VG um sjálfbærni...


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneykslaðir besservisserar gleyma AGS eftir pöntun

Það sækir að manni vonleysi þessa dagana. Í skjóli hrunskýrslunnar eru tvö vond mál fyrir vinstri stjórnina send til almennings. Hrunskýrslan er notuð til þess að enginn taki eftir vondu málunum. Fyrra dæmið er skýrsla Seðlabankans um fátækt á Íslandi og að aðgerðir stjórnvalda hafa nánast engu breytt fyrir skuldsetta einstaklinga. Seinna dæmið er viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda við AGS. Þar kemur fram, eins og í þeim fyrri, að ekkert á að gera í raun fyrir skuldsett heimili landsmanna. Þeir sem lifa ekki af með lengingu lána fara bara á hausinn, málið dautt. Skýrsla Seðlabankans staðfestir þetta verklag.

Þjóðinni virðist ekki umhugað um þessi mál, fréttamenn reyna ekkert til að varpa ljósi á þessa hluti. Við erum blekkt í sífellu, spunameistarar ráða tilverunni. Hvort skiptir grátkór Samfylkingarinnar, tárvot Þorgerður, fúll forseti meira máli, eða afsal lands og þjóðar kæru landsmenn?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband