Stórmerkileg frétt á Vísi í dag.

 Tók þessa frétt af Vís.is. Hér er fjármálaráðherra Hollands sammála Íslendingum um Icesave málið, þ.e. að við eigum ekki að borga. Sjálfsagt hefur hann samt viljað kanna möguleikann að rukka Íslendinga. Ætli hann hafi ekki orðið hissa þegar Svavar og Steingrímur sögðu bara ok. 

 

"Fjármálaráðherra Hollands tekur undir það sem talin eru ein helstu rök fyrir því að Íslendingum beri ekki lagaleg skylda til að taka á sig Icesave skuldbindinguna. Í ræðu fyrr á þessu ári sagði hann að evrópska innistæðutryggingakerfið hafi ekki verið hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis fall eins banka.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, flutti ræðu um fjármálakreppuna á ráðstefnu í mars á þessu ári en hana má finna á vef hollenska fjármálaráðuneytisins. Í ræðunni vék hann meðal annars að evrópska innistæðutryggingakerfinu. Í ræðunni segir orðrétt:

Evrópulönd þurfa að skoða gaumgæfilega hvernig innistæðutryggingakerfið er uppbyggt. Það var ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur einungis við fall einstaka banka.

Svipuð túlkun kom fram í skýrslu sem franski seðlabankinn gaf út árið 2000. Þá eru þessi ummæli í takti við túlkun nokkurra íslenskra lögfræðinga á tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.

Það verður vart um það deilt að á Íslandi varð kerfishrun banka í október í fyrra.

Rök sem þessi hafa því oft heyrst áður en það sem vekur athygli er að hér er það einn helsti viðsemjandi Íslendinga sem viðurkennir meinta galla innistæðutryggingakerfisins.

Þremur mánuðum eftir þessi ummæli Wouter Bos skrifuðu hollensk stjórnvöld undir samkomulag við íslensk stjórnvöld um Icesave skuldbindinguna.

Hollenski fjármálaráðherrann tekur með ummælunum undir það sem talin eru helstu lagalegu rök Íslendinga í Icesave málinu. Samt sem áður sækist hann hart eftir því að þjóðin viðurkenni lagalega ábyrgð á innistæðunum.

Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna hefur staðið yfir á Alþingi síðan í morgun og óljóst er hvenær henni líkur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru tvær hliðar á þessu máli eins og öllum öðrum. Samningar um ICESAVE eru að mínu mati nauðsynlegir, en það segir ekki að þegar farið verður að taka þetta innistæðukerfi upp og endurskoða það, geti ekki skapast forsendur fyrir nýrri nálgun á málið. Og það er einmitt eitthvað sem ég hef allan tímann haldið og ekki varið tíma í að láta þetta mál angra mig að nokkru leiti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.11.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

ég var farinn að sakna þín hér á síðunni minni. 

Ég er með tillögu. Þú ert greinilega sannfærð um réttlæti þess að greiða Icesave. Því legg ég til að þið stofnið samtök "Æst í að borga Icesave". Markmið samtakanna væri að safna þeim Íslendingum saman sem vilja greiða Icesave af frjálsum og fúsum vilja. Síðan greiði þið Icesave en við hin notum peningana okkar í að reisa við Ísland úr kreppunni. 

Þú lætur þig dreyma um breytingu á skuldarviðurkenningu. Það má vel vera að menn sammælist um að regluverkið hafi verið meingallað. Skuldabréf er skuldabréf og mun ekki tengjast neitt þeirri iðrun. Síðast þegar ég minnist slíkrar tengingar var þegar Jesús reis upp frá dauðum. Á ekki von á því að við munum njóta slíkra sérkjara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.11.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef verið löglega afsökuð Gunnar og það er lítil ömmustelpa sem fæddist þann 24. nóv sem dróg mina athygli frá blogginu. Þú segir skuldabréf er skuldabréf og það er rétt svo langt sem það nær. Hvað með skuldabréfin, hin svokölluðu myntkörfulán sen nú er verið að takast á um fyrir dómstólum hér hvort hafi verið lögleg. Við skulum ekkert fullyrðaum eitt eða neitt fyrirfram.

Þú segir að ég sé æst í að borga ICESAVE, en væni minn það er ekki það sama og vilja semja um málið. Ég held bara að það sé enginn Íslendingur ÆSTUR Í AÐ BORGA ICESAVE en sjá samt nauðsyn þess að afgreiða málið úr þinginu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.11.2009 kl. 11:28

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Í fyrri athugasemd sinni segir Hólmfríður:

... ekki að þegar farið verður að taka þetta innistæðukerfi upp og endurskoða það, geti ekki skapast forsendur fyrir nýrri nálgun á málið ...

Því vil ég benda á það er búið að endurskoða kerfið. Og ekki nóg með það, það er búið að setja ný lög um innstæðutryggingar ESB ríkja. Ástæðan fyrir hinum nýju lögum er að þau gömlu voru gölluð. Afleiðingum af handvömm sinni vill ESB velta á íslenska þjóð.

Þetta er það sem IceSave andstæðingar eru m.a. að mótmæla. Þeir sem eru með ESB-lepp fyrir báðum augum sjá hins vegar IceSave sem aðgöngumiða í Evrópuríkið og skoða engin önnur rök. Þingmenn Samfylkingarinnar mæta ekki einu sinni í þingsal til að ræða þetta stóra mál.

Það er ekki tilviljun að það eru ESB-sinnar og eingöngu ESB-sinnar sem vilja greiða IceSave reikninginn. Í því liggur brjálæðið. Það er hin ömurlega og sorglega staðreynd.

Haraldur Hansson, 30.11.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband