Örlög Samfylkingarinnar

Samfylkingin virðist vera komin í blindgötu. Leggur af stað sem rödd hins almenna borgar, hinna vinnandi stétta og einnig hinna sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hugmyndin var að mynda sameinað afl gegn hægri mönnum og einokun þeirra á völdum landsins. Í kjölfar atkvæðagreiðslu meðal Samfylkingarmanna var aðild að Evrópusambandinu gert að einu helsta stefnumáli flokksins. Nú er svo komið að þjóðin upplifir að Samfylkingin sé reiðubúin að fórna öllu fyrir það eitt að komast inn í ES. Það skapraunar þjóðinni og Samfylkingarmenn eru farnir að skynja það. Því setur Össur upp skúespil fyrir framan sofandi fulltrúa á alsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna.

Hvenær fór Samfylkingin út af sporinu, eða var þetta ætlunin allan tímann. Völdin sem allir töldu að væri forsenda fyrir bættum hag hins breiða hóps vinnandi stétta og þeirra sem minna mega sín, þau völd tilheyra núna hinni rauðu fylkingu sem söng Maístjörnuna forðum. Völdin eru ekki hinna "vondu" hægri manna. Þau segja að þetta væri allt verra ef þau væru ekki við stjórn. Spákúluvísindi.

Rætur vinstri hreyfinga Íslands eru í hungri, atvinnuleysi, Gúttóslag, niðurlægingu og afneitun pólitískra skoðana til að geta brauðfætt börnin sín. Þau ætluðu að vinna á, vinna gegn auðvaldinu en ekki með því. Að pólitískur skollaleikur, leynd, klækjastjórnmál og hræðsluáróður yrðu örlög Samfylkingarinnar eru svik við hina öldnu kempur. Byltingin át ekki börnin sín, auðvaldið át Samfylkinguna.

http://www.haraldur.is/images/guttoslagurinn_olafur.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jafnaðarmenn á Íslandi eru við völd núna og verða það vonandi áfram um langa hríð. Blindgatan sem þú sérð er ekki lokari en svo að nú virðist vera að rofa til og mesta rykið að falla. Ég hef gríðarlega góða tilfinningu fyrir framtíð okkar Íslendinga og mér finnst eins og tækifærin hlægi framan í okkur úr öllum áttum. Svartsýni hefur engum hjálpað og mun ekki gera frekar en vant er. ESB er ekki þessi heimur hins voðalega eins og þú villt vera láta. Það eins og svo margt annað mun koma vel í ljós þegar við verðum komin þar inn. Það skyldi þó ekki verða eins og oft áður að með árunum vilji margir Lilju kveðið hafa varðandi þá ákvörðun að ganga þar inn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.10.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Sigrún Óskars

góður

Sigrún Óskars, 4.10.2009 kl. 22:07

3 identicon

Megi okkur verða forðað frá því að hafa þennan flokk við stjórn út næstu helgi. 

ElleE (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband