Marsbúar á Íslandi

In the extremely unlikely event that the Icelandic government wasn’t in a position to meet all claims, all the Nordic countries have an arrangement where they will step in and help any one of the participating countries that are in trouble so there is an additional layer of reassurance and cover.

Þessa merkilegu tilvitnun fann ég á bloggsíðu Jakobínu. Tilvitnunin vekur upp óþægilegar spurningar. Er það þannig að Norðurlandaþjóðirnar hafi með sér samkomulag? Samkomulag að ef einhver þeirra er í vandræðum með sitt eigið "IceSave" þá muni hinar hjálpa til. Hvers vegna deila þá ekki Norðurlandaþjóðirnar með okkur byrðunum af IceSave. Eru eigin vandræði vinaþjóða okkar svo mikil í kreppunni að þau telji vænlegast að við borgum IceSave ein. Eða telja þau okkur svo mikla fjárglæframenn að við eigum ekki annað skilið en að borga þetta sjálf.Að minnsta kosti vilja vinir okkar á Norðurlöndunum að við göngum alveg frá IceSave málinu áður en þau láni okkur svo mikið sem eina krónu.

Lán vinaþjóða okkar frá Norðurlöndunum er forsenda þess að AGS haldi áfram að hjálpa okkur, IceSave málið er forsenda þess að Norðurlöndin hjálpa okkur. Því er dagskráin ákveðin. Fyrst samþykkjum við IceSave, þá geta Norðurlandaþjóðirnar veitt lán sín og að því loknu getur AGS haldið áfram að hjálpa litla Íslandi. Hvað er til ráða?

Margt hefði verið hægt að gera fyrir hrun til að afstýra þessu. Gáfnaljósin í Samfylkingunni höfðu besta tækifærið af öllum til að bjarga íslenskri þjóð. Þau kusu frekar að koma okkur inn í ESB. Því fóru hagsmunir Samfylkingarinnar saman við hagsmuni eigenda alþjóðlegs fjármagns. Því sitjum við, meðal annars, í súpunni í dag.

Þegar Sigríður Inga Samfylkingarkona kvartar yfir Jóni Ráðherra vegna þess að hann skilur tilveruna, finnst manni eins og Marsbúi hafi komið í viðtal í sjónvarpið, þvílík er veruleikafyrringin hjá Samfylkingunni.

Spurningin  hvað er til ráða með Marsbúa í áhöfninni. Ekki margt tel ég. Dagskráin er prentuð með leyfi Samfylkingarinnar. Spurningin er hvort við getum hafnað AGS og reynt að standa á eigin fótum. Sá möguleiki er mjög fjarlægur þar sem Marsbúarnir ráða för. 

http://people.cis.ksu.edu/~nagini/marsian.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert veit ég um Marsbúa og get því ekki kommentað á þá.

En varðandi samhjálp Norðurlandaþjóðanna þá fer tvennum sögum að því hvort ríkisstjórnir norrænu þjóðanna krefjast þess að gengið sé frá Icesave áður en við fáum lán. Jóhanna fullyrðir eitt, Steingrímur annað, Stoltenberg hefur aðra sögu að segja og Bilt enn aðra. Sé síðan talað við þingmenn á norrænu þingunum þá kannast þeir ekki við að Íslendingum séu settir afarkostir.

Við eigum kröfu á að okkar ráðherrar segi okkar sannleikann og það hafa þeir ekki gert. En einn þingmaður stjórnarandstöðunnar sagði strax í vor að norrænu ríkisstjórnirnar hefðu strax í október viljað hjálpa íslensku þjóðinni en ekki treyst sér til þess vegna þess að spillingin var í ríkisstjórninni og öllu embættiskerfinu. Þegar skipt var um ríkisstjórn þá leist þeim ekki á að helmingurinn af henni var sú sama og áður.

Nauðsynlegar spurningar eru því a.m.k. tvær. Önnur er: Stendur spillt Samfylking í vegi fyrir því að norrænu þjóðirnar hjálpi okkur?

Og hin spurningin er: Notar Samfylkingin Icesave sem skálkaskjól til að beina athyglinni frá því að norrænu ríkisstjórnirnar treysta ekki Samfylkingunni.

Af því leiðir: Erum við meiri þolendur Samfylkingarinnar en margir halda?

Helga (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 02:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að vera á ferðalagi um hálfa Evrópu, allstaðar sem ég hef komið og hitt fólk, alþýðu manna hafa þau varað okkur við að ganga í ESB og segja ekki borga Icesave.  Meira að segja þjóðverjar segja; Ekki fara inn í Evrópusambandið, þeir vilja gleypa ykkur og auðlindirnar og það eru miklir peningar í veltunni þarna.  Þeir ráðamenn í EU eru skíthræddir við ykkur, því ef þið kjósið að standa upp og segja nei, þá eru þeir í vondum málum.  En þið eruð okkar eina von, því Evrópusambandið og þjóðirnar þar eru á hraðleið niður í sömu súpuna og þið eruð í núna,  Þá eruð þið á leið upp aftur, nema ef þið kjósið að fá annað krass með okkur.  Þessi sagði við mig við höfum tekið alla okkar fjármuni út úr bankanum, nema þau 20.000 evrur sem bankinn lofar að ábyrgjast, því bankarnir okkar eru að gera nákvæmlega það sama og íslensku bankarnir, þeir eru hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hvor öðrum til að hækka hlutabréf, þessi leikur endar bara á einn veg.   Og sagði hann; það er nokkuð ljóst að þeir ráðamenn sem mest tala fyrir Evrópusambandinu hjá ykkur fá greitt fyrir það, þannig gerist þetta allstaðar í heiminum.  Mútur eru bornar á þá sem hafa völdin.  Enda finnst mér undarlegur viðsnúningur hjá Steingrími J. í öllu þessu máli.

Einnig var sagt við mig í Danmörku að við værum vitlaus ef við færum inn í sambandið, þar sé allt á niðurleið og biðraðir í heilbrigðiskerfinu vegna þess að hinir ríku fái fyrst og fremst þjónustuna.  Var líka að ræða við Austurríkismenn og það er sama sagan þar, þau vara okkur eindregið við inngöngu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband