Íslenskir blaðamenn!?

Hvað er hægt að gera til að bjarga íslenskum blaðamönnum frá glötun? Hvernig geta þeir eytt hálfum fréttatímum í að spyrja parið hvort og hvenær þau verða búin að mynda stjórn. Hvort og hvernig þau muni semja um ESB. Til að spara tíma okkar landsmanna er mun æskilegra að blaðamennirnir bíði bara eftir tölvupósti frá Jóhönnu þegar niðurstaða er komin í málið. Það vita allir að þau svara aldrei neinu sem skiptir máli fyrr. Ég verð að hrósa Kastljósinu að fjalla ekki þráðbeint um málið hjá hjónaleysunum.

Mikið væri nú gott fyrir íslenska þjóð að blaðamenn myndu fá botn í skuldir okkar Íslendinga. Virkilega sökkva sér í góða rannsóknarblaðamennsku. Reikna síðan út hægstæðustu aðferðina til að greiða skuldirnar. Hvernig við komumst hjá því að frysta allt atvinnulíf á Íslandi meðan við greiðum skuldirnar. Væri það ekki munur-ha? Hætta þessu djöf... dægurþrasi.

http://tyrfingsson.files.wordpress.com/2008/04/oretrucka.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér :-)

ASE (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ESB er villuljós Jóhönnu hún sér ekkert annað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband