Búsáhaldabylting númer tvö??

Það er verið að auglýsa á netinu mótmæli á morgun kl. 18. Fyrirhugað er að mæta fyrir utan Alþingishúsið og berja búsáhöld. Þetta er gert til að mótmæla málæði Sjálfstæðismanna. Þrástaða þeirra í ræðustóli Alþingis kemur í veg fyrir að önnur mál komist að. Þeir vilja ekki stjórnlagaþing né þjóðaratkvæðagreiðslur. Þeim er greinilega í nöp við valddreifingu. Ætli maður skelli sér bara ekki í bæinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Endilega! Þú færð a.m.k. mitt umboð

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.4.2009 kl. 20:05

2 identicon

Búin að hugsa um þetta síðan í Silfrinu. Fáránlegt málþóf þegar talað er um að erlendir auðhringir eigi eftir að eignast okkur með húð og hári í náinni framtíð. Ég ætla að mæta með búsáhöld .

Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vona að sem flestir mæti með búsáhöld og fjör.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kemst því miður ekki, er að vinna þá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2009 kl. 01:10

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég verð að játa þá stórsynd á mig að ég mætti ekki á Austurvöll í dag. Ég varð að mæta og aðstoða konuna í sínu framapoti. Hún er í framboði fyrir Frjálslynda og ætlar að bjarga heiminum. Hún var svo örlát að leyfa mér að vera með. Þvílíkur smáborgari gat ég verið. En svona er það bara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 8.4.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband