Fréttamat RÚV.

Nú er SPRON og fleiri fjármálafyrirtæki komin á hausinn. Sennilega mun fjöldi manns missa vinnu sína. Ráðherrann var einn fyrir svörum í sjónvarpsfréttunum. Hann tjáði okkur að SPRON hefði verið byrjaður að tapa fyrir kreppu og síðan enn meira eftir kreppu. Fréttastofa sjónvarpsins fann enga þörf hjá sér til að greina vandamálið neitt frekar. Ekki ver rætt við neinn hjá SPRON. Ekki ver rætt við skuldunauta SPRON og hvers vegna þeir gátu ekki gefið sparisjóðnum grið. Ekki einu sinni hverjum SPRON skuldar svona mikla peninga. Ekki heldur rætt við neinn sem hugsanlega mun missa vinnuna.

Aftur á móti var löng og ýtarleg frétt um líkfund í nágrenni Reykjavíkur. Þar voru ýmsir teknir tali sem komu að þeim fundi og hvernig leitin var uppbyggð og skipulögð. Að öllum líkindum er um að ræða mjög sorglegan atburð, fráfall konu á besta aldri-móður. Að fréttastofa sjónvarpsins sé að velta sér upp úr persónulegum sorgum meðborgara minna finnst mér ósmekklegt og skammarlegt. Að skora keilur á þennan hátt á ekki að þekkjast. Mun nauðsynlegra er að greina til mergjar hvers vegna blómleg fyrirtæki okkar fara á hausinn hvert af öðru. Þeir sem vilja velta sér upp úr persónulegri óhamingju annarra geta lesið Se og hör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband