Allir á Austurvöll í dag, erum enn föst í Framsóknarflórnum.

Því miður er baráttunni ekki lokið. Framsóknarmenn hafa algerlega misskilið hlutverk sitt við myndun nýrrar Ríkisstjórnar. Þeir lofuðu að verja hana falli. Þeir þurfa ekkert að vasast í málefnasamningnum. Minnihlutastjórn sem treystir á einn ákveðinn flokk eins og vel þekktan og Framsóknarflokkurinn er, er ekki að setja neitt á koppinn sem vitað er fyrirfram að fellur ekki í kramið. Framsóknarmenn hafa þar að auki mikil völd nú þegar. Því eru engar forsendur til að láta svona. Hugsanlegt er þó að Framsóknarmenn hafi hugsað sér frá upphafi að stjórna Ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar í einu og öllu, þ.e. að þeir væru Ríkisstjórnin án þess að vera í Ríkisstjórninni. Á þann hátt geta þeir talið allt hið góða sem hún kemur til leiðar sér til tekna án þess að taka ábyrgð á því sem miður fer. Framsókn hefur greinilega ekkert breyst, sami flórinn. Kæru Framsóknarmenn, hættið þessari sýndarmennsku, komið ykkur að verki, það er verk að vinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki nýji formaðurinn skipulagsverkfræðingur og getur það ekki skýrt málið. Ég held að þetta sé bara nútíminn - ekki fortíðin,

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: Benedikta E

Hólmfríður. Ekki meiri - "bara nútími" en við samþykkjum!!!!!!!!

Kæra Hólmfríður - Þetta eru Nýju fötin keisarans - eigum við að mæta í þeim á Austurvöll á eftir ???  MÆTUM Öll Á - AUSTURVÖLL !!!!!!!!!!!!!!!!!

Benedikta E, 31.1.2009 kl. 14:31

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Frammarar hafa í rauninni mun minna til málanna að leggja en þeir vilja vera láta. Þessi töf í gær var bara "pr stunt". Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að Sigmundur hafði EKKERT nýtt fram að færa í morgun.

Björgvin R. Leifsson, 31.1.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Benedikta E

En umboðið sem forsetinn veitti þeim til stjórnarmyndunar rann út á hádegi fimmtudaginn 29 .Þá áttu þau annað hvort að vera búin að mynda starfhæfa stjórn - ef ekki þá átti forsetinn að taka það af þeim umboðið og gefa það til annarra eða mynda Utanþjóð -stjórn -Svona er það samkvæmt lagabókstafnum en það segir enginn neitt og enginn gerir neitt heldur - Það ber að fara eftir lögum með þetta!!!!!

Svo var það Ingibjörg Sólrún sem fékk umboðið en Jóhanna Sigurðardóttir - sinir því fyrir hennar hönd -Ingibjörg Sólrún hefur enga heimild til að framselja það til annarra -forsetinn einn gefur stjórnarmyndunar umboð til persónu -  Gamla steypan enn í gangi. - Ég held það sé best að Búsáhaldabyltingin taki yfir!!!!!!!!!!!!!  Hún veit meira um landsins gagn og nauðsynjar- en þetta vanhæfa lið!!!!!!!!!!!

Benedikta E, 31.1.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband