Hvenær byrjar að gjósa?

Sérkennileg vika. Á mánudaginn rannsóknarskýrslan og fjöldi einstaklinga afhjúpaðir sem vanhæfir og sviptir ærunni. Ætli menn fari bara ekki í meiðyrðamál? Á þriðjudaginn kemur Seðlabanki Íslands með skýrslu um stöðu landsmanna, fátækt, og að mjög mörg heimili séu í miklum erfiðleikum við að ná endum saman. Falleinkunn fyrir núverandi stjórnvöld. Elskum við vanhæfa stjórnendur, hvað er þetta með okkur. Síðan ætlar enginn að axla ábyrgð og segja af sér.

Fyrirgefið, gerðist nokkuð í þessari viku annað en það fór að gjósa undir jökli, að minnsta kosti gýs ekkert hjá þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins og þú bendir á í fyrri færslu þá sitjum við á kafi í skít.  Nú hafa fjendur okkar meir að segja bæst í hóp þeirra sem "moka flórinn" með samþykkt áætlunar IMF. 

Er það nema von að þjóðin sé að niðurlotum komin og sjái fátt annað í stöðunni en mátt æðri máttarvalda?

Magnús Sigurðsson, 17.4.2010 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband