Færsluflokkur: Lífstíll

Mengunarslys forsetans

Það er ekki allt sem sýnist og tilveran hefur kennt manni margt, sérstaklega eftir að hrunið hófst. Kannski vegna þess að maður fór að horfa í kringum sig. Nú vilja allir semja um Icesave, sérkennilegt. Það eina sem hefur breyst er að þjóðin mun fá að segja skoðun sína á íslenskum lögum. Björn Valur bloggar um forsetann og telur að hann sé hluti af eitraðri blöndu fyrir Ísland. Því má draga þá ályktun að samningsviljinn hjá aðilum Icesave sé einhverskona mengunarslys af völdum Ólafs Ragnars. Ekki að furða að græningjunum sé illa við hann.

Er það hugsanlegt að forystumenn þjóðanna sem sömdu um Icesave séu eingöngu þessa dagana að hugsa um hvernig þeir geti bjargað andlitinu eftir að forsetinn þeytti tertunni í þá.

Ég tel best að við kjósum fyrst og tölum svo við sáttasemjara. 


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt?

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag:

 

Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Jón Daníelsson hagfræðingur í London metur afleiðingarnar þær, að um verulega lífskjaraskerðingu verði að ræða á Íslandi, ef allt fer á besta veg. Enn mikilvægari athugasemd Jóns er sú, að til að Ísland geti yfir höfuð staðið í skilum með greiðslurnar þurfi allt að ganga upp. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sektarkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga. Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóðasamfélaginu það.

 

Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a.  land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum,  íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum,  Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað; „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

 

Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítí er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarískt ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítí og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skulu greiddar af skattgreiðendum.

 

Íslendingar sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, berum ábyrgð á neyð Haítí. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslurnabanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli, ekki ef örlög Haítís verða okkar.


Bessastaðir kl 10:30 í fyrramálið og koma svo

Við skulum taka daginn snemma og mæta tímanlega svo athöfnin verði fumlaus og virðuleg.

Mörgum virðist órótt vegna undirskriftanna og telja Ísland einangrast í eilífðri fátækt ef forsetinn skrifar ekki undir.

Vil minna á að til eru staðfest lög frá því í sumar sem segja til um greiðslur á Icesave skuldunum. Því er ekki um það að ræða að fólk haldi að Icesave skuldin hverfi. Fólk vill ekki hafa greiðslurnar án fyrirvaranna. Án fyrirvaranna er landið okkar og gæði þess sett að veði fyrir skuldunum. Um þetta atriði snýst málið, fólk vill eiga landið sitt.

Stjórnarsinnar sjá þetta sem tilraun til að fella núverandi ríkisstjórn. Mín undirskrift hjá inDefence er ekki í þeim tilgangi. Því miður hefur framganga ríkisstjórnarinnar í vetur stefnt lífi hennar í voða. Mikil óánægja er meðal fólks með viðhorf hennar til skuldastöðu Íslands. Það viðhorf er reyndar nátengt Icesave. Stjórnin hefur kappkostað að gera lítið úr skuldum okkar til að við samþykkjum Icesave. Sá gjörningur gæti orðið okkur hættulegur, því ef við vanmetum vandamálið gætum við anað áfram að hætti okkar árið 2007.

Sjá annars hugleiðingar mínar í gær.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáa letrið-bara fyrir Steingrím

Það kemur fram í kvöldfréttatíma RÚV að enn eru til skjöl um Icesave sem þingmenn hafa ekki fengið aðgang að. Kristján þór hefur óskað eftir þessum gögnum. Hann væntir þess að fá umbeðin gögn milli jóla og nýárs. Hugsanlegt er að Kristján lesi gögnin eftir að búið er að kjósa um Icesave.

Framganga núverandi ríkisstjórnar er með eindæmum í Icesave málinu. Fyrst áttum við ekki að fá að sjá sjálfan samninginn og síðan þurfti að draga öll gögn fram með töngum. Nú þetta, enn gögn sem þingmenn hafa ekki séð og málið á lokasprettinum á Alþingi. Það er eins og stjórnaliðum sé mest í mun að samþykkja Icesave án þess að hafa leyst heimavinnuna. Það er mjög í anda 2007 að skrifa uppá og lesa smáa letrið seinna. Höfum við ekkert lært?

http://www.destroydebt.com/content/userimages/345/fineprint.jpg 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær mótmæla Íslendingar??

Mér finnst þessi frétt athyglisverð. Hún vekur upp spurninguna hvenær mótmæla Íslendingar?

Í þessu tilfelli er um verktaka og iðnaðarmenn að ræða. Þeim hefur orðið ljóst að vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera verður enga vinnu að fá á næsta ári. Þar með skerðast kjör þeirra mjög. Um er að ræða nokkuð einslitan hóp sem skilur vel hlutskipti sitt. Við þessar aðstæður er mjög eðlilegt að menn sameinist um kröfur og veki athygli á þeim. Ef fram fer sem menn óttast munu mjög margir í þessum hópi missa vinnuna. Þar að auki eru margir með rekstur og þar með skuldbindingar. Gjaldþrot fjölda manns og heimila blasir við. Allt þetta hæfileikaríka fólk mun flytja búferlum til annarra landa, því miður. Ástæðan er sú að stefna núverandi valdhafa og AGS gefur þeim ekki kost á öðru. Það verða engar framkvæmdir á næsta ári hversu margar verktakalestir verða farnar. Ég tel þær þó mikilvægar og hvet til þeirra.

Í fyrrnefndu tilfelli mótmæla menn allt of seint. Skaðinn er skeður.

Þúsundir heimila skulda meira en virði fasteignarinnar er. Það er kallað neikvæð eiginfjárstaða. Með vaxandi kreppu munu æ fleiri heimili komast í þrot. Gjaldþrot heimila blasir við. Vanskila foreldrar munu verða borin út, á götu. Eingöngu par hundrað mótmæla þessu á Austurvelli á laugardögum. Munu almenn mótmæli vegna gjaldþrota heimila líka koma allt of seint?

Hvenær mótmæla Íslendingar?

Hverju mótmæla Íslendingar?

Hvað viljum við?

Ég bara spyr...


mbl.is Verktakalest skorar á þingheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bréf til Láru"....

Við nokkur, sæmilega klikkuð, ákváðum að senda framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bréf. Við erum ekki sannfærð um að aðferð AGS til að rétta okkur við sé líkleg til árangus. Við viljum fund með Strauss-Kahn. Vonandi komum við af þeim fundi sannfærð um ágæti stefnu AGS. Vonandi er þetta bara misskílningur hjá okkur. Við óttumst þó hið gagnstæða.

Okkar áhyggjur snúast mikið um skort á greiðsluáætlun hjá þjóðarbúinu. Það sem af er á þessu ári er vöruskiptajöfnuður jákvæður um 5 milljarða á manuði. Það er met.  Það er samt allt of lítið til að standa í skilum. Hvað um það, hér er bréfið okkar á ensku;

 

 

Reykjavík, November 2nd, 2009

Mr. Dominique Strass Kahn

Managing Director

The International Monetary Fund

Washington, d.C, 20431U.S.A. 

The current economic crisis is the most serious challenge Iceland has ever faced. Iceland‘s problems are partly due to the ongoing global economic upheaval. Further reason for the depth of this crisis in Iceland, is that the banks which were privatised - in accordance with IMF policy - early this century, were much too risk-seeking.

It is reprehensible that the Icelandic government did not intervene to halt this development. Following the collapse of the banking system, the Icelandic government sought IMF assistance in October 2008.We, the signees of this letter, seriously doubt that the cooperation between Iceland and the IMF is for the benefit of the Icelandic nation.

It is becoming clear to us that the agenda of the IMF is primarily to indebt the Icelandic nation in order to protect the interests of investors. We, the Icelandic People, take on an enormous  responsibility, and it is our obligation to ensure that future generations will not be mired in debt beyond their capacity to pay. As Icelandic citizens we are entitled to clear answers to our burning questions.

Resent surveys have shown that a clear majority of the Icelandic People is against further cooperation with the IMF. A key factor here is that the IMF put the Icelandic goverment up against the wall to protect the interests of UK and Holland in the Icesave dispute. It is unacceptable that an international organization should conduct its business in such a manner, and this has seriously undermined the credibility of IMF in Iceland.

As the fundamental interests of a whole nation and our future generations are at stake, we request a meeting with you, the Managing Director of the IMF. We would like to discuss with you the economic program for Iceland and ask you to explain certain components of it. We will present careful criticism based on official data. The meeting can take place in Reykjavík, Washington or any other location of your choice. It is essential that this meeting take place as soon as possible and no later than December 15th 2009.

We, the signees of this letter, are citizens of Iceland. We are of all ages, both genders, and have different political views. After the banks collapsed last fall we organised civil meetings where government ministers and members of Parliament appeared and answered questions from the public – face to face. We believe that you, as the Managing Director of the IMF, should consider it an honour to follow in the footsteps of members of the oldest parliament in the world, Alþingi,and meet us in an open and honest discussion.

Agnar Kr. Þorsteinsson, IT technician,

Ásta Hafberg, Project Manager

Elías Pétursson, Managing Director

Einar Már Guðmundsson, Author

Gunnar Skúli Ármannsson, MD

Gunnar Sigurðsson, Artistic Director

Guðmundur Andri Skúlason, Marine Engineer

Halla Gunnarsdóttir, MA in International Relations

Haraldur L. Haraldsson, Economist

Heiða B. Heiðarsdóttir

Helga Þórðardóttir, Teacher

Herbert Sveinbjörnsson, Filmmaker

Lára Hanna Einarsdóttir, Translator and Tourist Guide

Lilja Mósesdóttir, Member of the Icelandic Parliament

Ólafur Arnarson, Author and Columnist 

Please respond to:

Open Civil Meetings

c/o Gunnar Sigurðsson 

 Hólmgarði 27

108 ReykjavíkIceland

Email: gus@mmedia.is


Ég var að pæla......

Ég var að pæla, óþarfi að halda sér fast ég er ekki svo djúpur. Hefur þetta stríð um IceSave snúist um örfáa einstaklinga sem hafa krafist sterkra fyrirvara við ríkisábyrgðinni. Ögmundur mest áberandi sökum stöðu sinnar og hagstæðrar fortíðar í IceSave málinu. Mótmæli stjórnarandstöðunnar hefðu sennilega verið látin liggja í léttu rúmi ef allir stjórnaliðar hefðu hugsað eins og Samfylkingin. Þá hefði málið verið afgreitt eins og hvert annað stjórnarfrumvarp.

Síðan er það þessi viðbótarsamningur sem Samfylkingin virðist hafa gert við Evrópusambandið. Að minnsta kosti virðist Össur vita manna mest um það mál. Samningurinn er einhver óopinber sáttmáli/viljayfirlýsing um endurgreiðslur á IceSave ef við samþykkjum að ganga í ESB. Það er greinilega gert ráð fyrir því að við séum komin inn í bandalagið innan 7 ára.

Að lokum, að allar hugsanlegar fyrirgreiðslur virðast þurfa að fara um skrifborðin í Washington fyrst. Við fáum enga fyrirgreiðslu nema fulltrúar AGS sleiki frímerkin fyrst. Sérkennileg ráðstöfun stofnunar sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa þjóðum í neyð. Enn þá sérkennilegra að þjóðir skuli sætta sig við það.


Ekki ráðist í niðurfellingu skulda, hins venjulega Íslendings, samkvæmt samkomulagi við AGS.

 

Þetta er að finna á RÚV þann 4 ágúst 2009.

Félagsmálaráðherra segir ekki verða ráðist í almennar niðurfellingar skulda hjá almenningi. Það sé ein af forsendum samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki sé í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu.

Þetta eru andsvör hans við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna við lélegum úrræðum bankanna og yfirvalda.

Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég heyri Ráðherra segja það hreint út að fólki verði ekki bjargað með niðurfellingum skulda. Gríðarleg aukning á skuldastöðu einstaklinga hefur verið orsökuð af öllum öðrum en þeim sjálfum. Það sem lántakendur skrifuðu undir var að greiða lánin upp á ákveðnum fjölda ára, það hefur nú verið svikið. Svikaforsendurnar fyrir hækkun lána einstaklinga hafa verið ræddar í þaula og eru flestum kunnar.

Það sem er athyglisvert við fréttina er að íslenska Ríkið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu með sér samkomulag í upphafi viðskipta sinna eftir hrun. Samkomulagið gengur út á það að alls ekki eigi að fella niður skuldir almennings. AGS bannar allar afskriftir á lánum einstaklinga og íslenskar Ríkisstjórnir samþykkja það. Hvers vegna hafa ekki stjórnmálamenn sagt okkur lántakendum strax að við sætum ein í súpunni, hvers vegna er verið að gefa fólki von um að einhver hluti lána þeirra verði afskrifaður. Nú er það ljóst, lánin skulu greidd að fullu en við getum valið hversu margar kynslóðir munu taka þátt í greiðslunum. Aftur á móti er hægt að bjarga bönkum og þvíumlíku.

Framkoma íslenskra yfirvalda er hneykslanleg. Þau eru fulltrúar fólksins, eða að minnsta kosti kusum við þau á þing til þess. Alþingismenn og Ráðherrar skammta ofaní okkur upplýsingarnar. Við erum búin að hrópa á gegnsæi. Okkur er bara gefið langt nef. Ef þingmenn hafa ekki fattað það þá treystir íslenska þjóðin þeim ekki lengur. Þess vegna erum við á förum.

http://www.ruv.is/servlet/file/255707_258_preview.jpg?ITEM_ENT_ID=255707&COLLSPEC_ENT_ID=962&FILE_SERVICE_CONF_ID=258


Litli Jón sem komst ekki á Saga Class.

Óréttlætið í samfélagi okkar er óásættanlegt. Núna er við völd vinstri stjórn. Pólitík sem hefur viljað kenna sig við aðstoð við litla manninn. Þessi litli venjulegi Jón virðist vera langaftast á verkefnalista þessarar Ríkisstjórnar. Það er búið að tryggja innistæður þeirra sem áttu einhverjar.  Litli Jón átti bara skuldir, ekki innistæður. Það er búið að afskrifa skuldir stórfyrirtækja, ekki Litla Jóns. Stóri Jón fór með allan ránsfenginn sinn í skattaskól skömmu fyrir hrun vegna þess að Stóri Jón fékk viðvörun sem Litli Jón fékk ekki. Að auki á Litli Jón að borga allar skuldir íslenska þjóðarbúsins að viðbættum IceSave skuldum bankaræningjanna. Litli Jón á að minnka við sig kaupið um 20-30%. Allt sem Litli Jón kaupir sér til viðurværis er 100% dýrara í dag. Skattbyrðin mun aukast um 20-30%.

Þegar hann afi minn var orðinn einn eldaði hann kjötsúpu einu sinni í viku og át hana svo alla vikuna. Ekki keypti hann ost á brauðið en leyfði sér smjör. Þegar ég kvartaði yfir þessum meinlætalifnaði hans, því hann hafði ráð á meiru, sagðist hann þá vilja að það væri einhver peningur til skiptanna þegar hann kveddi þennan heim.

Hvernig höfum við getað orðið svona firrt. Hefur það kannski alltaf verið "löglegt" að sparka í Litla Jón. Samt er það sérkennilegt að sjá vinstri stjórn verja fjármagnseigendur með kjafti og klóm á kostnað venjulegra borgara. Venjulegar fjölskyldur sem missa heimili sín því það eru helgispjöll að afskrifa skuldir Litla Jóns. Á meðan horfum við upp á menn flytja milljarða úr landi um hábjartan dag, menn sem skorti ekki neitt, hvar er þessi jöfnuður Jóhanna? Annars er ég búinn að gefast upp á henni Jóhönnu því það er augljóst að hún vinnur bara á Saga Class.

http://farm4.static.flickr.com/3093/2727496899_50bfa3666c.jpg?v=0


Við munum hafa það mjög skítt

Sérfræðingarnir telja eftirfarandi;

1. Stöndum ekki í skilum og förum á hausinn.

2. Stöndum í skilum en rétt merjum það.

3. Ef hið minnsta klikkar stöndum við ekki í skilum og förum á hausinn.

4. Án tillits til hvort leið 1 eða 2 eða 3 verður valin munum við hafa það afspyrnu skítt á komandi árum.

15 - 20% hækkun á beinum sköttum að minnsta kosti. Það mun skerða lífskjör verulega. Það mun draga úr efnahagsbata því þetta mikil skattheimta dregur máttinn úr fólki. Í kjölfarið á slíku ástandi verða enn meiri uppsagnir og enn minni tekjur fyrir hið opinbera. Síðan munu útgjöld ríkisins verða skorin niður verulega. Launalækkun hjá opinberum starfsmönnum um tugi prósenta. Niðurskurður í velferðarmálum.

Sumir segja að það auki trúverðugleika Íslendinga ef við borgum IceSave. Er það aðalsmerki að vera kúguð og beygð þjóð?

Sumir krefja andstæðinga IceSave um lausnir ef við borgum ekki IceSave. Við teljum ekki IceSave lausn fyrir Ísland og því er það lausn að losna við IceSave. Þá eigum við kannski möguleika að standa í skilum með allar hinar skuldirnar.

Annars er þessi skuldasúpa okkar Íslendinga svo klikkuð og möguleikarnir minnka stöðug að við getum staðið í skilum. Það virkar sem nágrannaþjóðirnar séu einfaldlega að ná á okkur taki. Þau eru ekki svo léleg í reikning að þau sjái ekki að við getum ekki borgað til baka. Lánadrottnar okkar eiga allskostar við okkur núna og IceSave er bara berið á ísinn.


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband