Ísland, Icesave og Haítí; er réttlæti mögulegt?

Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu í dag:

 

Í Icesave umræðunni hafa menn fært rök fyrir því að óæskilegt sé að setja Íslendinga í skuldafangelsi. Bent hefur verið á að siðaðar þjóðir hafi afnumið skuldafangelsi úr löggjöfum sínum fyrir löngu. Sumir Íslendingar telja Icesave lítið mál. Jón Daníelsson hagfræðingur í London metur afleiðingarnar þær, að um verulega lífskjaraskerðingu verði að ræða á Íslandi, ef allt fer á besta veg. Enn mikilvægari athugasemd Jóns er sú, að til að Ísland geti yfir höfuð staðið í skilum með greiðslurnar þurfi allt að ganga upp. Hvernig er hægt að segja að Icesave sé smámál í þessu samhengi? Hvernig er hægt að leggja slíkar byrðar á samlanda sína vegna þess að maður er fullur sektarkenndar vegna hátternis nokkurra útrásarvíkinga. Sérstaklega þegar líkur eru á greiðslufalli Íslands, dýr syndaaflausn til handa alþjóðasamfélaginu það.

 

Þegar varað er við því að heil þjóð lendi í skuldafangelsi hafa menn í huga m.a.  land eins og Haítí. Árið 1804 brutust þeir undan yfirráðum Frakka. Frakkland hafði áður auðgast vel á auðlind landsins, „svarta gullinu“, þ.e. þrælunum,  íbúum Haítí. Frakkar voru að vonum ekki sáttir. Þess vegna settu þeir ásamt vinum sínum Bandaríkjamönnum,  Spánverjum og Bretum verslunarbann á Haítí. Í dag er slíkt ástand kallað; „að vera ekki hluti af alþjóðasamfélaginu“. Þess vegna neyddist Haítí til að skrifa undir samning við Frakka árið 1825. Þeir samþykktu að borga bætur til franskra þrælaeigenda, þ.e. þrælarnir sem brutust undan þrældómnum voru neyddir til að greiða bætur til þrælahaldaranna! Upphæðin var risastór, 150 milljónir franka í gulli, sem tekin var að láni hjá bönkum í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að borga kröfuna í þeirri von að verða gjaldgengir á mörkuðum heimsins. Það tók þá 122 ár að borga skuldina. Um aldamótin 1900 fór um 80% af ráðstöfunarfé þeirra í afborgun af þessari skuld.

 

Síðan frönsku skuldinni lauk, 1947, hafa vesturveldin, alþjóðasamfélagið, haldið áfram að kúga Haítí. Skuldsetning Haítí er gífurleg. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar endurheimtum skuldanna. AGS krafðist afnáms verndartolla á hrísgrjónum og þar með flæddu bandarískt ríkisstyrkt hrísgrjón yfir Haítí. Hrísgrjónabændur á Haítí fóru þá á hausinn og landið er ekki sjálfbært með mat lengur. Atvinnuleysi er um 75%. Laun duga varla fyrir mat. Einræðisfeðgarnir Papa Doc og Baby Doc stofnuðu til 45% af skuldum Haítí og megnið lenti í einkabankabókum þeirra, með góðfúslegu leyfi alþjóðasamfélagsins. Í þessu tilfelli er alþjóðasamfélagið sammála um að skuldir sem vanhæfir stjórnendur Haítís stofnuðu til skulu greiddar af skattgreiðendum.

 

Íslendingar sem hluti alþjóðasamfélagsins, ennþá, berum ábyrgð á neyð Haítí. Við getum sjálfsagt samþykkt að við höfum ekki farið vel með Haítí. Sjálfsagt fórnarkostnaðurinn af því að vera þjóð meðal þjóða. Núna er röðin komin að Íslandi, okkur er boðið inn í sama klefa og Haítí hefur verið í frá 1825. Sömu lönd hóta okkur verslurnabanni og einangrun. Er uppgjöf valmöguleiki þrátt fyrir ofurefli, ekki ef örlög Haítís verða okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Takk fyrir þennan fróðleik Gunnar Skúli.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.1.2010 kl. 01:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessi grein vakti athygli mína,fróðleg og lærdómsrík,Þakka fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2010 kl. 02:45

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

fróðlegt....en hrollvekjandi

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2010 kl. 03:43

4 identicon

virkilega gagnleg lesning.......setur að mér hroll

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 10:06

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gott mál. Það er vissulega þörf á því að skoða söguna á Haiti. Jarðskjálftarnir hafa opnað augu manna. Varla getur Haiti verið eitt sér í nákvæmlega þessum málum. - Verð samt að gera lítið úr samanburðinum við Ísland. Bið menn að hugleiða það.

Gísli Ingvarsson, 21.1.2010 kl. 17:06

6 identicon

Þetta er frábær pistill og fróðlegur. Þarni hittir þú naglann á  höfuðið.

Ég gef hinsvegar ekkert fyrir athugasemd Gísla og ráðlegg honum að lesa grein þína aftur.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Gunnar.

Góð grein.

í stað þess að skrifa langt komment um greinina skrifaði ég mína eigin færslu um málið, sem fjallar um fréttafluttning af ástandinu á Haíti. Hann hefur að mínu mati verið villandi og mótsagnakendur. Ég held að þessar stöðugu og óstaðfestu fréttir um að skálmöld sé í uppsiglingu (sem eru í mótsögn við það sem fólk á svæðinu segir) tengist þessari sögu sem þú fjallar um og séu notaðar til að réttlæta þessa gríðarlegu hernaðarvæðingu sem á sér stað á hamfarasvæðinu.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 21.1.2010 kl. 23:08

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa stórkostlegu grein. Vona að það lesi hana sem flestir og setji hana í samhengi við framtíðina sem áróðursmeistararnir undirbúa með því að styðja við það að einkaskuldum meintra fjármagnseigenda sé áfram velt yfir á almenning sama hvað það kostar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2010 kl. 23:57

9 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Haltu áfram að skrifa Gunnar.  Við þurfum á því að halda.  Takk!

Þórður Björn Sigurðsson, 22.1.2010 kl. 00:52

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl öll,

takk kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.1.2010 kl. 03:08

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar,

Þakka þér fyrir áhugaverða grein.  Það virðast sem fjöldi fólks úti í hinum stóra heimi sé farin að setja hlutina í sviðað samhengi og kemur fram í þessari grein.  Sett hefur verið á fót undirskriftasíða þar sem fólk er kvatt til að styðja Íslendinga í að segja Nei í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.  Fram kemur í commentum á þessari síðu, þar sem um 3000 manns hafa skráð sig að jafnframt sé íslendingum lífs nauðsyn að losa sig við aðstoð IMF.  Þetta fólk telur margt að Ísland sé prófraun á það sem koma skal fyrir aðrar þjóðir.

http://www.savethepeopleoficeland.com/

Hér er linkur inn á síðu Max Igans, Ástralsks þáttagerðamanns á The American voice þar sem hann talar um málefni Íslands í samhengi við skuldaþrælahald.

http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB

Magnús Sigurðsson, 23.1.2010 kl. 11:56

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Takk Magnús,

mjög athyglisverðir tenglar sem þú sendir.

Vonandi vaknar almenningur, þekking er okkar vopn og samstaða, fyrir bættum heimi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.1.2010 kl. 13:30

13 identicon

Mjög góð grein, nákvæmlega það sem ég er búin að vera að reyna að segja foreldrum mínum og öðru "fullorðnu" fólki í kringum mig, enn það er eins og maður sé að tala við vegg og fólk vill ekki taka mark á ungum einstaklingi þó að maður sé að verða 23, ég fæ yfirleitt yfir mig hróp um samsæriskenningar og annað í þeim dúr. fólk vill ekki trúa því að þessar fkn þjóðir meðal þjóða sem svo oft er rætt um leyfi svona kúgun, enn þau átta sig ekki á því að að sjálfsögðu gera löndin það ekki beint enn eru alltaf með "handrukkara" eins og IMF, World Bank, United Nations og fleirri stofnanir sem að jú hafa á yfirborðinu "komið til bjargar" enn enda yfirleitt á því að eyða meira enn þeir byggja.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:20

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ragnar,

það er erfitt við að eiga þegar fólk býr ekki yfir þeirri þekkingu sem er nauðsynleg til rökræðna. Þá verða svörin oft upphrópanir og innihaldslausar klisjur. Fræðsla er svarið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.1.2010 kl. 21:12

15 identicon

já það er mikill sannleikur í því, ég reyni. enn það er eins og um leið og þú nefnir einhver ákveðinn nöfn í þessu samhengi kemur ósjálfrátt upp eitthvað "block" í hausnum og allt sem þú segir eftir það, og allt sem þú ert búin að segja fram að því skráist sem ómarktækt þvaður í ungum " hippa" " anarkista" eða eitthvað álíka. og þessi skeytingalausa hegðun þessara einstaklinga hefur fengið mig til að fá ógeð á fólki....sérstaklega eldra fólki sem er svo blindandi hrokafullt að það sér ekki hversu mikill skaði hefur orðið á heiminum og hverjir það eru sem að gjalda fyrir alþjóðavæðingu Bankana og Stórfyrirtækja.............

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 20:10

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ragnar,

aldrei að fá ógeð á fólki vegna vanþekkingar þess. Þú verður að átta þig á að þeir aðilar sem ráða skoðanamyndun fólks eru sömu aðilar og skuldsetja heiminn til andskotans. Þú ert ungur og þá er þolinmæðin ekki þroskuð og ég skil þig vel. En mundu, dropinn holar steininn..

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.1.2010 kl. 21:05

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sérdeilis áhugaverður samanburður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 02:18

18 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Ragnar

Ef ég má blanda mér í umræðuna bara til að reyna að auka þér bjartsýni.

Ég get ekki betur séð en að fjöldi þeirra, sem hafna viðteknum gildum og reyna að skoða hlutina gagnrýnið, fari hratt vaxandi hér á landi. Þá er ég ekki tala um þessa hefðbundnu álitsgjafa sem alltaf verja valdið heldur venjulegt fólk, bæði gamalt og ungt (sérstaklega ungt). Allavega er það mín sýn á þróunina.

Er ekki rétt að fyrirgefa fólki þó það sjái hlutina með þeim augum sem fjölmiðlar setja upp fyrir okkur. Það er ekkert lítil vinna að vera í fullri launaðri vinnu, hugsa sómasamlega um börnin sín og að halda sér upplýstum í miðjum áróðursflaumnum.

Ég veit ekki nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem þú vitnar í (en ég hef nokkur í huga) og valda því að málflutningur þinn sé gjaldfeldur. En það er alveg dæmigert fyrir umræðuna og þessi punktur hjá þér er mjög áhugaverður. Ef við leyfum okkur að vitna í málflutning ákveðinna manna þá er hætt að taka mark á því sem við segjum. Vandamálið er að umræðan byggir ekki á rökum heldur snýst þetta allt um hver segir hvað.  Ef einhver "Viðurkenndur aðili" segir eitthvað þá er það oft samþykkt gagnrýnislaust og öllum mótsögnum sópað undir teppið. Þeir sem taka sér hins vegar stöðu gegn valdastofnunum og með almenningi eru í besta falli óraunsæir draumóramenn og í vesta falli hryðjuverkamenn. Ef maður vitnar í þetta fólk, alveg sama hversu vel það rökstyður mál sitt, þýðir það að maður er útilokaður frá umræðunni því að það er ekki hægt að hlusta á málflutning rótækra vinstrimanna, Anarkista, öfga umhverfissinna eða eitthvað þaðan af verra.

Þetta er mjög góð leið til að útiloka gagnrýna umræðu og er hluti af vel heppnuðum áróðri. Með því að uppnefna fólk er hægt sleppa við að svara því efnislega. Fólk lokar einfaldlega eyrunum því enginn nennir að hlusta á "óraunsæjan-, öfga-málflutning". Allt snýr þetta að því að menn efist ekki um viðtekin gildi, Þess vegna má alls ekki segja neitt sem grefur undan þeim.

En ég held að fólk sé í auknu mæli hætt að láta segja sér hvað það á að hugsa.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 25.1.2010 kl. 11:54

19 identicon

Ég veit að þolinmæðin þrautir vinnur allar............enn stundum þá er suðumark blóðsins ansi lágt og þá sérstaklega í tengslum við fólk sem mér þykir vænt um....það er minn helsti löstur......og að fá ógeð á fólki, ég er ekki pólitískt rétthugsandi og ég myndi alveg geta látið þau finna fyrir því ef að ég kæmist í aðstöðu til, enn ég veit þetta og ég geri mér grein fyrir mínum hugsunum og reyni eins og ég get að hemja mig.....persónulega finnst mér margir sem núna ganga lausir (landráðamenn) sem allir vita hverjir eru enn enginn getur snert réttdræpir. óvinsæl skoðun enn engu að síður mín skoðun. og það er rétt þegar kynslóðin sem að er að líða undir lok gengur út þá munu heimsóknir á elliheimilin verða enn færri enn þær eru í dag..........kynslóð foreldra minna og kynslóðin á eftir þeim (Bjöggi thors, Jón Ásgeir, Hannes Smára) hafa ekki gert okkur ungu neinn greiða.......kjósandi XD ár eftir ár eins og sauðf......þetta er mér alveg óskiljanlegt

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 12:51

20 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ragnar ég verð að blanda mér inn í þessa umræðu því að í mínu tilviki snýr þetta akkúrat öfugt. Ég er sennilega á aldur við foreldra þína en er búin að halda mig í mótmælunum frá haustinum 2008. Ástæðan fyrir því að ég mætti strax var sú að ég var fyrir löngu búin að fá nóg og furðaði mig eins og þú á langlundargeði, blindu, heimsku... eða hvað það nú er sem útilokar fólk frá því sem blasir við okkur þessum gagnrýnu sálum. Dætur mínar aftur á móti hafa skammast í mér frá því sl. haust.

Þeim finnst að ég hagi mér ekki eins og ábyrgar mæður fast að fimmtugu eiga að gera. Ég fæ reglulega fyrirlestra um þennan óþjóðalýð atvinnulausra slæpingja sem ég er að samsama mig með þegar ég tek þátt í þeirri viðspyrnu sem nú er í gangi í samfélaginu. Ég reyni að benda þeim á vanþekkinguna og fordómana og hvernig það sem þær segja og hvernig þær setja það fram endurspegli áróðursvélar þeirra sem óttast það mest að mér og mínum líkum takist að velta þeim ofan af dúnmjúkum stöllunum svo þær og afkomendur þeirra eigi von um betra líf. Framtíð þar sem ríkja allt önnur gildi en gullkálfsins.

Einn jafnaldri minn benti mér á að dætur mínar, sem eru á milli tvítugs og þrítugs, tilheyrðu svokallaðri krúttkynslóð. Kynslóð sem varð til í deiglu pönksins og hefur viðhaldið og útbreitt þá hugmyndafræði að það sé afstaða að taka enga afsöðu og pólitík væri svo leiðinleg að það væri best að leiða hana algerlega hjá sér. Í þessu skjóli hafa skálkarnir leikið en nú er vonandi komið að því að hreinsa út.

Ég er tilbúin til að vinna með öllum, konum og körlum, af öllum stéttum og öllum aldri, að því að bylta þessu rotna eiginhagsmunabræðralagi svo fólk á þínum aldri og dætra minna geti byggt upp nýtt samfélag, grundvallað á því hugarfari að við erum systur og bræður (veit að þetta hljómar væmið en tek svona til orða til að reyna gera langt mál stutt. Held líka að þú vitir hvað ég á við).

Ég reikna með að dætur mínar, a.m.k. afkomendur þeirra, eigi eftir að virða mig fyrir það að standa a.m.k. með sannfæringu minni þó ekki verði meira. Ég reikna með að fólkið þitt átti sig líka á því hvað það á flottan einstakling. Ef það gerir það ekki nú þegar þá eiga þau eftir að átta sig á því.

Ekki láta óánægjuna yfir blindu þeirra nú draga úr þér heldur finndu orkunni sem hún tekur af þér nú nýjan uppbyggjandi farveg. Það væri ekki verra að sá farvegur væri bæði uppbyggjandi fyrir þig og samfélagið sem við viljum breyta

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2010 kl. 17:32

21 identicon

gott að sjá að fólk er meðvitað um hinn "raunverulega" heim sem að við búum í sjái eða öllu heldur fylgist með afleiðingum og átti sig á að við hinn frjálsi heimur er orðin að skuldafangelsi þar sem að heilu þjóðirnar eru læstar inni........afhverju?

Bandarískir vogunasjóðir(hedge funds)(leverage fund) eiga arion banka og forstjóri  Alcoa fjarðarál er formaður viðskiptaráðs....Alcoa eitt stærsta álfyritæki bandaríkjanna.....

við erum í vondum málum.....Haíti málum þó að við segjum nei við Icesave.

þetta eru bandaríkin.....enn hvað með Evrópu?.......nákvæmlega sömu bankaklíkur og stjórna U.S.A......Rio Tinto Alcan hinn risinn...sem að ég vill eiginlega ekki segja það enn er í eigu einnar af elstu gullsmiðs/bankafjölskyldum í heiminum. Rauðskjöldungarnir hafa mikin áhuga á Íslandi og þeir stjórna bresku bönkunum og líka Seðlabankanum í sviss...og Þýskalandi líka...ekki einir að sjálfsögðu enn lögðu samt grunnin af veldi sínu á þessari bankastarfsemi sem að tíðkast í dag...og god damn it ef að þeir stjórna ekki bara IMF ásamt Bandaríska seðlabankanum sem er einkafyrirtæki sem hefur ekki verið endurskoðað í yfir 90 ár.

Íslandi var nauðgað.....og "Útrásarvíkingarnir" voru hluti af planinu og stjórnmálamennirnir líka........við eigum að krefjast að fá lista yfir ALLA Þingmenn og ráðherra sem fengu svokölluð kúlulán.......nei opinberanlista yfir ALLA sem fengu kúlulán...þangað til getum við ekki séð hverjir voru að fá óeðlilegar fjárhæðar frítt og þá kannski séð hvernig þessir aðilar hegðuðu sér í samanburði......enn það myndi væntanlega leiða af sér aðra sturlungaöld á Íslandi....

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband