Hvernig gæti 2010 orðið, ár samstöðu?

Lánadrottnar Íslands eru strax byrjaðir að senda forseta Íslands tóninn. Þeir bættu lánshæfismat okkar til að telja okkur trú um að við hefðum gert rétt með því að samþykkja Icesave á kjörum Lánadrottnanna. Að það, auki lánshæfismat okkar, að taka lán á verri kjörum en við höfðum áður, er galið. Að aukin skuldsetning sé uppbygging er einnig galið, uppbygging snýst um eitthvað allt annað. Hrunið haustið 2008 hefði nú átt að kenna okkur það að minnsta kosti.

Ef forsetinn samþykkir Icesave lögin og skrifar undir mun fátt annað gerast en að áætlun AGS heldur áfram óbreytt.

Ef þjóðaratkvæðagreiðsla verður mun þjóðin skiptast í tvær andstæðar fylkingar. Það er í sjálfu sér neikvætt en óumflýjanlegt. Það er þroskandi fyrir þjóðina að kynna sér greiðslugetu þjóðarinnar á eigin spýtur. Hætt er við að spunameistarar andstæðra fylkinga gætu afskræmt kosningabaráttuna. Endurskoðun AGS í janúar mun sjálfsagt frestast þangað til kosningunni er lokið.

Ef þjóðin samþykkir mun áætlun AGS halda áfram óbreytt.

Ef þjóðin fellir nýsamþykkt lög getur ýmislegt gerst. 

Það sem mun örugglega gerast er að lánadrottnar okkar munu sækja hart að okkur. Það verður mjög lærdómsríkt að fylgjast með viðbrögðum þeirra. Hugsanlegt er að þeir muni velja mýkri leið til að fá þjóðina ekki upp á móti sér. Þrátt fyrir það munu þeir reyna hvað þeir geta og þeir eru mjög öflugir og geta margt, það hefur sagan kennt okkur.

Forsenda þess að Ísland veiti lánadrottnum sínum viðnám er algjör samstaða þjóðarinnar.

Forsenda samstöðu er skilningur og þörf.

Óvíst er hvort þær forsendur verði til staðar fyrr en sverfir að, sérstaklega hjá betur settri miðstétt sem hefur enn haldið sér á floti í kreppunni. Saga annarra þjóða í okkar stöðu segir okkur að það er ekki fyrr en að flest sund virðast lokuð fyrir stóran hluta almennings sem samstaða myndast. Þekking virðist ekki duga. Reynsla annarra þjóða dugar ekki, vonin um að við lendum ekki í sömu vandræðum er öflugt tæki, vel nýtt, til að forða þjóðum frá þeirri samstöðu sem er nauðsynleg.

Sú pólitík sem stunduð hefur verið á Íslandi undanfarið snýst um flokkspólitík, hagsmunahópa og völd viðkomandi í samfélagi okkar. Þessi pólitík miðar að því að greina sig frá öðrum, að sundra, til að drekkja náunganum sjálfum sér til framdráttar. Slíkt er ekki gæfulegt fyrir landvarnir landsins.

Slík hegðun okkar er forsenda þess að áætlun AGS gangi upp, reyndar eina forsenda þeirrar áætlunar sem hefur staðist hingað til.

Til að Ísland eigi sér von þarf full samstaða að nást. Sagan segir okkur að slíkt gerist ekki fyrr en verulega illa er komið fyrir þjóðum og vandinn orðinn margfaldur. Mun þessi gáfaða, menntaða, fallegasta o. sv fr. þjóð klára sig betur en aðrar í svipaðri stöðu? 


http://i.ehow.com/images/GlobalPhoto/Articles/5200588/287037-main_Full.jpg

 

 


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsakaðu. Ég sofnaði yfir lestrinum.

Ómar (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 03:48

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað verður öllum ráðum beitt til að ná þessu auðuga, óþæga dvergríki inn í hungrað Evrópusambandið. Þar á bæ er orðið fátt um fína drætti í fiskveiðum og tekið að bera á sívaxandi ferskvatns skorti. Olíu og endurnýtanlega orku má þar að auki alltaf nota. Það er þekkt að stórveldi eins og ES hefur digra sjóði til að "greiða" fyrir framgangi ýmisa mála og hafa væntanlega þiggjendur þvílíkra "bóta" látið að sér kveða í óskiljanlegu samþykki alþingis þjóðarinnar á þessum Icesave - klöfum. Nú er eina vonin að forseti þjóðarinnar allrar, forfallist ekki skyndilega og "neyðist" til að eftirláta "réttum"staðgengli að undirrita þetta svívirðilega afsal þjóðveldisins. 

Jónatan Karlsson, 1.1.2010 kl. 05:09

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ekkert að afsaka Ómar en það staðfestir hugleiðingar mínar í færslunni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jónatan,

mér fannst forsetinn leggja áheyrslu á aðrða þætti í fari stjórnsýslu, stjórnunar og lýðræðis en haldið hefur verið að okkur hjá núverandi stjórn. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 13:41

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar og gleðilegt nýtt ár.  Ég er glaðvakandi og þakka þér fyrir hressilega færslu.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2010 kl. 16:48

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Magnús, gott að gleðja menn á þessum tímum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.1.2010 kl. 19:46

7 identicon

Það er erfitt að meta þ.e. hvor okkar er svartsýnni! Nýárskveðjur.  Baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 20:48

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll Skúli. Ég var eldhress meðan á lestrinum stóð. Athyglisverð færsla. Þessi dægrin er maður afar hugsi. Ergi mig yfir sundurleysisfjandanum sem virðist ætla að leggja okkur í duftið. Mér finnst ennþá erfitt að trúa því að einhverjir, hvort sem það er AGS, ESB eða what ever ætli sér að ná landinu og auðlindum þess á sitt vald. En.......

Áramótakveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband