Höfnum Icesave, fátækt og barnadauða.

Bretar og Hollendingar eru vanir að rukka. Bretar eru auk þess í fjárhagsvandræðum. Af þeim sökum munu þeir ganga á eftir kröfum sínum. Að halda það að ESB muni borga fyrir okkur ef við göngum þangað inn er fjarstæða. Til þess þarf samþykki allra aðildarþjóðanna. Ætla Bretar og Hollendingar að samþykkja að greiða skuld fyrir Íslendinga sem þeir skulda þeim. Slíkur samningur mun eingöngu fela í sér að auðlindir okkar verða settar upp í skuldir. Það verður settur verðmiði á fiskinn okkar og þannig verður skuldin greidd.

Hlutverk AGS er að finna leið fyrir skuldsettar þjóðir til að standa í skilum. Ef við getum ekki framleitt nóg upp í skuldir munu þeir leggja til að við seljum auðlindir upp í skuldir. Það hafa þeir gert margoft áður. Við erum ekki neitt spes ef fólk heldur það.

Við verðum að skynja söguna og stóra samhengið. Margar þjóðir eru stórskuldugar. Í þeim löndum er barnadauði hæstur því þjóðartekjurnar fara í afborganir af skuldum. AGS stjórnar þar afborgunum skulda ríkisins. Þessar þjóðir voru eins og við, skuldlitlar, barnadauði á niðurleið og almennt heilbrigði á uppleið. Þá kom bóla sem sprakk-skuldir-AGS-og barnadauði. Bólan kom vegna óhefts flæði fjármagns sem olli skuldsetningu. Síðan lokuðust lánalínur og allt sprakk. Margendurtekin saga sem klikkar ekki.

Icesave er ekki bara eitthvert bankatæknilegt vandamál. Icesave snýst um grundvallar lífsviðhorf. Spurningin er hvort réttlætanlegt er að ógna tilveru heillar þjóðar vegna peninga. Vegna gildru sem við gengum í. Við vorum auðveld bráð, ég viðurkenni það. Sem upplýst þjóð hljótum við að skynja að allar hinar skuldsettu þjóðir bíða og vona að við höfnum Icesave. Þar með höfum við brotið ísinn, deyjandi börnum í hag.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að viðurkenna að á frekar erfitt með að átta mig á hvað ert að meina með þessum pistli þínum.  Finnst t.d. meðfylgjandi ein mesta mótsögn sem rekist á lengi "Við vorum auðveld bráð, ég viðurkenni það. Sem upplýst þjóð..."  Hvernig er upplýst þjóð auðveld bráð?  Á það ekki betur við óupplýstar þjóðir?  Og hvaða "deyjandi börnum" erum við að bjarga?  Í þróunarlöndunum?  Þrátt fyrir versnandi ástand þá eru börn varla deyjandi umvörpum úr fátækt á Íslandi? Svo ef erum að tala um þróunarlöndin, þá skil ég ekki alveg samhengið við Icesave og Afríku.... jafnvel þó einhverjum gæti dottið í hug að líkja okkar "ástkæru" útrásarvíkingum við "Nígeríubófa" á góðri stundu. 

Verð að viðurkenna að sennilega haldin ákveðnu "menntasnobbi", alla vega alltaf rosalega undrandi þegar les svona "sérkennilega" pistla frá einhverjum sem greinilega af "miðstéttarrjómanum", þ.e. með menntun, gott starf, ástríka fjölskyldu, hefur ferðast út fyrir landsteinana, o.s.frv..  Með fullri virðingu, vel meint, en bara skil ekki upp né niður í málflutningi þínum :-o

ASE (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:00

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi verður IceSlave hafnað, og í kjölfarið AGS gerður brottrækur frá Íslandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 01:06

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll ASE, þætti vænt um ef þú létir fullt nafn fylgja með næst, það er svona skemmtilegra.

Ef við tökum Asíu kreppuna sem dæmi; þá voru þau lönd nánast skuldlaus. Menntun var komin á hátt stig. Heilbrigðismál einnig og fyrir alla. Þau höfðu gjaldeyrishöft, þau leyfðu ekki óheft fjármagnsflæði inn í sín lönd. AGS tuðaði og tuðaði og hafði sitt fram. Þá flæddi inn ódýrt fjármagn eins og gerðist hjá okkur. Síðan var skrúfað fyrir lánveitingar, eins og hjá okkur. Blaðran sprakk og Asíu löndin urðu stórskuldug vegna einkaskulda sem AGS stjórnar innheimtunni á. Eins og hjá okkur.

Í dag flytja þessar þjóðir út hrávöru og menntamenn. Gera allt fyrir endurgreiðslur lána. Barnadauði, malaría, berklar og fleira hefur margfaldast frá því sem áður var. Mistök þeirra var að samþykkja skuldina en fórna þjóðinni. Það er það sem ég gagnrýni.

Ef við stöðvum þessa hefð þá höfum við brotið blað í sögunni og verðum þess valdandi að menn verða að endurskoða alla pólitík í þessu samhengi. Það er það sem foreldrar deyjandi barna í þróunarlöndunum bíða eftir að við gerum, vegna þess að við erum upplýst þjóð. 

Ég tilheyri menntaelítunni sjálfsagt. Hef ofaní mig og mína. Á s.l. 25 árum tekið 6 sinnum sumarfrí sem er 3 vikur eða lengra þannig að mín gæfa er næg vinna. Aldrei grætt krónu. Sjálfsagt er það þess vegna sem ég ríf kjaft. Get fengið vinnu hvar sem er úti í hinum stóra heimi. Þekki marga sem þora ekki að opna munninn sökum þess að þeir eru hræddir um vinnuna sína og ég skil þá vel.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 01:36

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jóna,

SAMMÁLA ÞÉR,

sjáumst á pöllunum á morgun, áfram Ísland!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 01:41

5 identicon

Hér eru leiðtogar og reiknimeistarar í Icesave málinu sem þjóðin þurfti á að halda,.... eða þannig...  (O:

http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 01:50

6 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sæll Guðmundur,

takk fyrir sendinguna,

ef einhver vafi var í mínum huga gufaði hann upp.

Helga Þórðardóttir, 28.12.2009 kl. 01:58

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta myndband er ágætis áminning um raunveruleikaskerðingu Steingríms og Jóhönnu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 02:03

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Guðmundur,

ég hafði ekki séð þetta myndband áður en ótrúlega er það raunsönn lýsing en um leið sorgleg.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 02:15

9 identicon

Viðurkenning þjóðar á ábyrgð sinni í Icesave-klúðrinu = fátækt og barnadauði?!?

Lágt leggjast sumir í rökleysi sínu. Kannski ætti að skerpa á rökfræðikennslunni í læknadeildinni? Siðfræðin hefur þar aldrei verið hátt skrifuð, fremur en aðrar greinar heimspekinnar.

Skammastu þín fyrir þessa fyrirsögn. Þér mun ég hiklaust hafna sem lækni, verði ég þeirrar ógæfu aðnjótandi að bjóðast þín þjónusta.

BR (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 02:26

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er merkilegt hversu stóryrtir þessir nafnleysingjar eru, það væri fróðlegt að vita hvaða fólk þetta er.  Svo er annað mál, hverra erinda ganga þessir nafnleysingjar?  Samspillingarinnar?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2009 kl. 02:30

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll/sæl BR, ég væri þakklátur ef menn kæmu hér fram undir fullu nafni, það er skemmtilegra.

Ég veit ekki hvernig ég á að svara þér en ég get tekið undir með þér að kennslu í læknadeild er sjálfsagt áfátt og eflaust hef ég ekki verið bjartasta ljósið í bekknum. Þeir sem ég sinni eru oftast milli heims og helju þannig að viðkomandi er ekki að pæla í pólitík þá stundina. Ef þú skitir að mér nafni gæti ég reynt að forðast þig.

Ekki veit ég hversu mikið þú hefur kynnt þér sögu skuldarinnar og AGS. Ef við tökum Afríku sem dæmi þá urðu þau ríki sjálfstæð um 1960. Fram til 1980 unnu þau ötullega að bættri heilsugæslu, barnaeftirliti og fæðingarhjálp. Einnig meðhöndlun á Berklum og Malaríu. Þau náðu góðum árangri á þessum sviðum. Eftir 1980 lentu þessar fyrrum nýlenduþjóðir í vandræðum, aðallega vegna breytinga á vöxtum og lánakjörum. Síðan þá hafa þau verið mjög skuldsett og AGS hefur sinnt innheimtunni.

Þessar þjóðir í Afríku hafa greitt í afborganir af skuldum sem nemur jafn mikið og framlög til heilbrigðis og menntamála. Sum Afríkulönd hafa greitt fjórum sinnum meira í afborganir af skuldum en til heilbrigðis- og menntamála.

Af þessu er augljóst að greiðslur skulda hafa gengið fyrir frumheilsugæslu og þar með hefur barnadauði aukist.

Ein megin orsök dauða af völdum AIDS í Afríku eru skuldir viðkomandi þjóða.

Sjálfsagt finnst þér langur vegur á milli okkar og hinna fátækustu. Ég get ekki stutt það að það bil minnki til að friðþægja lánadrottnum vorum því þeir eru þeir sömu og valda barnadauða í Afríku.

Skuldir þessara fátækustu landa heims eru minna en 1% af skuldum heimsins og ríku löndin hafa neitað þeim um niðurfellingu. Sá sem er þar fremstur í flokki heitir Gordon Brown.

Sjálfsagt vilt þú borga Icesave og gefa síðan einhverjar krónur í þróunaraðstoð til þess að Afríkubúinn sé lengur að deyja úr hungri og sjúkdómum.

Sjálfsagt tókst læknadeildinni ekki að kenna mér þessa siðfræði og er ég feginn því.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 03:37

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl aftu Jóna og takk fyrir stuðninginn, við fáum aldrei svar við spurningunni um nafnleysið.

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 03:42

13 identicon

Nei, við nafnleysinu fást ekki svör - enda boðið upp á það hér - og er út af fyrir sig þakkarvert.

Afríkuþjóðir hafa frá sjálfstæðishreyfingunni á sjötta áratug síðustu aldar ekki unnið ötullega að nokkrum sköpuðum hlut. Nema selja sig hæstbjóðendum. Runa óhæfra stjórnenda rann þar yfir svörð og hafði ekkert með AGS að gera.

Ekki ósvipað og þegar íslenska þjóðin kaus yfir sig FramsóknarSjálfstæðið og seldi sig hæstbjóðendum. Hvort heldur það voru ginnungar áls eða peninga. Skaðinn er skeður. Við friðarsinnarsinnarnir látum það yfir okkur okkur ganga.

En ef þið ófriðarseggir græðginnar neitið að borga ykkar hlut verður hér - með orðum formanns fjárfesta sjálfstæðra: "borgarastyrjöld".

So pay up or shut up.

BR (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 04:19

14 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll BR,

við höfum greinilega lesið söguna ólíkt. 

Þar að auki á ég erfitt með að skilja hvað þú ert að fara. Sjálfsagt hafa margar þjóðir í heiminum haft slæma stjórnendur. Skil ég þig rétt, að vegna þessa óláns, að hafa ekki aðhyllst þínar hugmyndir, sé okkur mátulegt að borga skuldir án tillits til afleiðinga?

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2009 kl. 12:45

15 identicon

Því miður hefur þú rétt fyriri þér Gunnar. Ég held einmitt að það sem hrjáir fólk á Íslandi í dag er að neita að viðurkenna þá staðreynd að starfaðferðir AGS eru alls staðar eins. Þeim er alveg sama hvort við erum hvít, menntuð og vestræn, eins og ég mundi segja að var mín upplifun í Seðlabankanum.

Það er rétt sem þú skrifar einmitt um Asíu og Afríku. Afríku ríki voru mörg að koma upp mjög góðu heilbrigðiskerfi þegar þau lentu svo í klónum á AGS.

Ég ætla ekki að fara að leggja mig niður við að rökræða hér við fólk sem getur ekki komið fram undir nafni. En ég mæli með að fólk kynni sér starfsemi AGS og sögu hans.

Við erum alltaf að tala um hér að bankamenn getir ekki rannsakað sjálfa sig og að þingmenn getir ekki rannsakað þingmenn. Það má þá benda á að AGS metur sín eigin störf og hefur engan utanaðkomandi hlutlausan aðila til þess.

AGS vinnur mjög náið með matsfyrirtækjum svokölluðum, svo náið að þeir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það og verið sakaðir um að starta kreppum, til dæmis í Asíu, vegna þessa nána samstarfs. Þetta eru fyrirtæki eins og Fitch og Moddy´s sem eru nú að meta okkur.

Mig langar að spyrja nafnleysingjana hérna. Hvað haldið þið að fái hóp af fólki sem þekkist lítið, kemur úr öllum stigum þjóðfélagsins og öllum flokksstefnum til að eyða dýrmætum tíma sínum í að kynna sér þennan sjóð og skrifa honum bréf?

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband