Smáa letrið-bara fyrir Steingrím

Það kemur fram í kvöldfréttatíma RÚV að enn eru til skjöl um Icesave sem þingmenn hafa ekki fengið aðgang að. Kristján þór hefur óskað eftir þessum gögnum. Hann væntir þess að fá umbeðin gögn milli jóla og nýárs. Hugsanlegt er að Kristján lesi gögnin eftir að búið er að kjósa um Icesave.

Framganga núverandi ríkisstjórnar er með eindæmum í Icesave málinu. Fyrst áttum við ekki að fá að sjá sjálfan samninginn og síðan þurfti að draga öll gögn fram með töngum. Nú þetta, enn gögn sem þingmenn hafa ekki séð og málið á lokasprettinum á Alþingi. Það er eins og stjórnaliðum sé mest í mun að samþykkja Icesave án þess að hafa leyst heimavinnuna. Það er mjög í anda 2007 að skrifa uppá og lesa smáa letrið seinna. Höfum við ekkert lært?

http://www.destroydebt.com/content/userimages/345/fineprint.jpg 


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband