25.12.2009 | 00:33
Tilgangurinn helgar meðalið...
Steingrímur fjármálaráðherra Íslands virðist vera uppvís að ósannindum. Lögmannsstofan breska sér ástæðu til þess að svara Steingrími. Sennilega finnst þeim vegið að heiðri sínum. Þeir segja einfaldlega að íslenskur ráðherra fari með rangt mál, þ.e. Steingrímur lýgur að þeirra mati.
Ef um væri að ræða minniháttar mál eins og vegagerð í kringum búgarðinn hans þá stæði mér kannski á sama um ósannindi hans. Icesave er mál sem skerðir fullveldi Íslands, sem leggur skuldir á börnin okkar og líka börnin þeirra. Ef Steingrímur getur sagt ósatt við þjóð sína þá hefur ekki vafist fyrir honum að fóðra samflokksmenn sína í VG með heppilegum staðreyndum, bæði sönnum og ósönnum eftir atvikum.
Það verður alltaf augljósara að Steingrímur er staðráðinn í að troða Icesave ofaní þjóðina. Þar helgar tilgangurinn meðalið. Hann svíkur öll sín kosningaloforð, hann segir ósatt og hann bannar birtingu skjala svo að þjóðin sé ekki upplýst. Það getur ekki skýrst af því að Steingrímur sé ESB sinni, það getur ekki verið vegna ást á ráherrastól. Hver er skýringin? Gaman að stjórna eða hugguleg eftirlaun??
De Reya svarar Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að snúast um líf ríkisstjórnarinnar. Tilgangurinn helgar meðalið. Gleðileg jól Gunnar og Helga.
Sigurður Hrellir, 25.12.2009 kl. 01:12
Takk Hrellir og gleðileg jól og vonandi gæfuríkr/gáfulegt ár.
Gunnar Skúli Ármannsson, 25.12.2009 kl. 02:03
Sælir, ég er einhvern vegin á því að þetta hafi einhvað stórt að gera með Landsbankann líka og einhver nöfn þar sem er verið að hlífa... hann Steingrímur hlítur að vera í slæmri stöðu hérna, og ekki geta þessi nöfn tengst Sjálfstæðisflokknum, þá væri það örugglega komið fram hjá honum...nú svo er ESB og allir vita að Bretar og Hollendingar eru búnir að setja stólinn fyrir dyrnar á innkomu Jóhönnu og félaga þar inn nema að Icesave verði greitt í botn með öllu... en þetta eru mínar vangaveltur.. JólaKveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 02:43
Ég rakst á eftirfarandi ummæli um Steingrím J. Sigfússon á Netinu. Þessi umsögn er dæmigerð fyrir það álit sem almenningur hefur á Svika-Móra. Ef einhver hefur fallið í áliti fólks, þá er það þessi maður sem flestir töldu heiðarlegan. Í dag er hann af flestum álitinn einn versti loddari Íslendskrar sögu og einhvert óheiðarlegasta afsprengi þessarar þjóðar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 09:47
Líklega hefur einhverju hræðilegu verið hótað af bretum, hollendingum og esb. Finnst trúlegast að það skýri þessi undarlegu umskipti Steingríms og VG.
Jólakveðjur að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.12.2009 kl. 12:38
Ég held að manni sé óhætt að segja að þeir sem að mest tala eru þeir sem að minnst gera! Og Steingrímur eins ágætur og hann eflaust er hefur lítið annað gert á þingi en að rífa kjaft en síðan þegar röðin kemur að honum að gera þá minnkar talið ekkert það einfaldlega "breytist" og aðgerðirnar ekkert betri eða meiri en raun ber vitni.
Marri (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:56
Sælt verði fólkið og gleðilega hátíð,
takk fyrir innlitin.
Ég er enn að velta því fyrir mér hvað er svona mikið leyndó sem við hin megum ekki vita um. Ég get ekki fundið út hvað getur verið verra en Icesave, er einhver sem getur hjálpað mér?
Gunnar Skúli Ármannsson, 25.12.2009 kl. 16:48
Höfum í huga að Steingrímur er búinn að vera Alþingismaður í 25 ár. Honum er ljóst að núverandi stjórnarseta er hans síðasta tækifæri til að setja mark sitt á samfélagið. Þetta tækifæri ætlar hann að notfæra sér, hvað sem yfir dynur.
Steingrímur hefur því langa reynslu og trúir því örugglega, að öll él birti upp um síðir, vegna þess að sú hefur verið raunin alla hans tíð á ríkisspenanum. Ef þetta er rétt þá trúir hann í einfeldni sinni, að Icesave-reikningurinn hverfi af sjálfu sér.
Staðreyndin er hins vegar sú, að Icesave hverfur ekki án átaka. Vitaskuld verða nýlenduveldin vitlaus þegar við hendum ýldunni í fang þeim. Þetta mun leiða til 2-3 ára erfiðleika í samskiptum við Evrópusambandið, en þá gildir einmitt orðtækið hans Steingríms: “öll él birta upp um síðir”.
Við ættum ekki að verja of miklum tíma í að skilja Steingrím. Fyrr en varir verða Alþingis-kosningar og landsmenn losna undan Icesave-stjórninni. Ný stjórn mun takast á við Icesave af karlmensku og Steingrímur mun fara að fást við það sem hann fæddist til, það er að segja að elta styggar rollur um Þistilfjörð. Hvar er annars sá staður ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.