Óttinn og Samfylkingin

Það er mjög sérstakt að VinstriGrænir ætla að samþykkja Icesave. Það er í raun andstætt stefnu þeirra. Icesave færir okkur nær ESB aðild og það er andstætt stefnu VG. Því kemur það ekki á óvart að sumir í þeim flokki setji spurningamerki við Icesave. Samfylkingamenn styðja Icesave vegna þess að það færir okkur nær ESB. Því fellur það vel að stefnu Samfylkingarinnar að Íslendingar gangist við skuldum óreiðumanna. Það vaknar sú spurning hvort óreiðumenn séu vinir Samfylkingarinnar. Ekki eru Samfylkingarmenn vinir íslensku þjóðarinnar sem þau vilja að borgi skuldir óreiðumannanna, vina sinna, eða hvað?

Sannfæring Samfylkingarmanna fyrir Icesave helgast ekki bara á ást þeirra á ESB og óreiðumönnum. Einnig er sá mikli ótti að ef Icesave fellur á þingi þá standa þau þar með allt niðrum sig. Völd Samfylkingarinnar helgast af ótta VG að stjórnin falli. Ef Icesave verður fellt af VG, þá situr Samfylkingin úti í horni, valdalaus, eins og nemandi í skammarkróknum. Samfylkingin situr þá uppi með skömmina að hafa verið handlangarar Evrópuvaldsins og lánadrottnanna. Aðrir þingmenn munu þá taka höndum saman við að verja land og þjóð.

Hvar Steingrímur karlinn passar inn í þessa mynd er vandséð. Honum hefur að minnsta kosti tekist að koma flokkssystkinum sínum út í forarpytt, þannig að þeim verkjar illilega í sálina. Honum virðist þó vel líka ástandið. Hann passar þess vegna ekki vel inn í grasrót VG. Aftur á móti finnst honum hann passa vel í ráðherrastólinn sinn.

Óttinn ræður ríkjum. Óttinn við að vinstri stjórnin falli og því skal Icesave samþykkt. Þessi ótti þaggar niður í mörgum. Óttinn við að missa vinnuna heldur enn öðrum á mottunni. Óttinn við að Samfylkingin nátti hjá Sjálfstæðisflokknum virðist vera límið. Ég óttast Samfylkinguna af þeirri ástæðu að ef hún er tekin út úr jöfnunni þá verður lausnin einfaldari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samspillingin er harðákveðin í því að þjóðnýta tap einkavinabankans, og er tilbúin að selja börnin okkar og barnabörn í þrældóm til staðfestingar greiðsluviljanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.11.2009 kl. 02:59

2 identicon

Niðrandi fimmaurabrandarar DO liggja þó nokkuð mörgu fólki á tungu.

Sverrir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Þegar þingmenn komast að ketkatlinum þá gera þeir allt til þess að sitja þar sem lengst, Gleymgrímur Reykás er búinn að gleyma öllum sínum yfirlýsingum og lætur Djóku stjórna sér eins og kjölturakka, það er Djóka sem er með punginn ekki Gleymgrímur, hann varð vanaður við ráðherrastólinn.

Sævar Einarsson, 28.11.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Óttinn hefur reynst gott stjórntæki - til skamms tíma. Svo hrynur allt á endanum. Hvað tekur svo við er ómögulegt að spá um.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.11.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mestum vonbrigðum hefur formaður VG valdið mér. Ég vissi af hann væri samtryggingastjórnmálamaður og laumukvótasinni, sem samþykkti frjálsa framsalið og fór til fjalla rétt á meðan þingið samþykkti eftirlaunafrumvarðpið. En að hann væri þessi umskiptingur, Svika-Móri var meira en ég hefði getað ímyndað mér. Megi þessi ríkisstjórn óttans deyja drottni sínum sem fyrst.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef nú ennþá dálitlar taugar til umhverfisráherra og sjávarútvegsráðherra. Jón B. er langskársti ráðherrann sem verið hefur í því starfi og Svandís er óhrædd við að standa með íslenskri náttúru. Bæði eiga þó við ramman reip að draga.

Árni Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 17:34

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég  hef kannski verið full stóryrtur því ég er sammála þér frændi um góð orð í garð þessa fólks. Sama get ég sagt um ýmsa aðra í VG svo sem Ögmund, Lilju, Ásmund og Guðfríði  en þess sárar finnst mér að sjá hvað Samfylkingin hefur náð miklu fram.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Djóka veit að hún getur stjórnað Gleymgrími Reykás eins og henni lystir því hann er búinn að vera svo lengi í stjórnarandstöðu að hann gerir allt sem hún segir honum að gera og flest öll kosningarloforð VG hafa verið svikin vegna þess að það er þýðingarmeira að geta setið í ráðherrastól en að fara að vilja sinna kjósanda og þetta verður hans síðasta kjörtímabil, ef ekki eru VG kjósendur tilbúnir að láta taka sig ósmurt í ra**ga*i* án sleipiefna og þykir það gott.

Sævar Einarsson, 3.12.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband