1.11.2009 | 20:32
Lilja tekur afstöðu-hún hefur trú á Íslandi.
Lilja Mósesdóttir gaf það upp í Silfrinu í dag að hún styddi ekki Icesave frumvarpið. Hún byggði skoðun sína á því að hún hafði lesið frumvarpið gaumgæfilega. Betur væri að fleiri þingmenn færu að dæmi hennar og kynntu sér málin sjálfstætt en mæti ekki bara inn í þingsal eins og hverjar aðrar stimpilmaskínur. Henni finnst frumvarpið allt of einhliða, þ.e. ekki okkur Íslendingum í hag. Í raun er búið að þurrka út alla fyrirvarana frá því í sumar. Það má segja að erlendir embættismenn með íslenskum hafi dissað þessa fyrirvara og þar með alla vinnu Alþingis frá því í sumar. Því er það eina raunhæfa í stöðunni að fella frumvarpið, annað væri mjög óeðlilegt.
Ég tel Lilju hafa sýnt af sér mikið hugrekki í dag. Það hefði verið mun auðveldara og léttara að bara fljóta með straumnum og samþykkja frumvarpið. Síðan hefðu hún bara flutt úr landi og fylgst með þjóðinni sökkva til botns úr fjarlægð. Eftir daginn í dag er það augljóst að hún ætlar ekki að gera eins og hinir þingmenn stjórnarinnar. Vonandi verða fleiri þingmenn sem hafa hug á því að búa með okkur hinum hér á landi til frambúðar.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 116200
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Lilja er að standa sig vel, ekki það sama hægt að segja um restina af þingflokki VG.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:46
Sammála þér Árni.
Það eru nú vonandi einhverjir innan þingmannahópsins sem kunna að greina rétt frá röngu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.11.2009 kl. 20:50
Lilja er þingmaður flokks sem hún stendur ekki með, svíkur og er svo aðdáunarverð fyir það, eru sem sagt öll meðul heilög? Var sem sagt í lagi að setja okkur á icesave meðalið vegna þess að það hugnaðist þeim sem það gerðu? Svik og aftur svik.
Njáll Harðarson, 1.11.2009 kl. 21:03
Sæll Njáll,
þingmenn taka afstöðu til mála, td frumvarps um ríkisábyrgð. Hún les frumvarpið og kemst að þeirri niðurstöðu að hún geti ekki samþykkt það. Á hún að svíkja sannfæringu sína vegna flokks?
Það hefur aldrei verið rétt að þröngva ríkisábyrgð upp á okkur Íslendinga.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.11.2009 kl. 21:12
Mér heyrist á öllu að hún sé mjög heil og það er svoleiðis fólk sem Ísland þarf til að stjórna.
Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:08
Sammála Jóhönnu hér og Gunnari Skúla. Við þurfum fleiri svona manneskjur sem þora að standa á sannfæringu sinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:17
Lilja sagði í Silfrinu:
Hvað merkir þessi viðsnúningur hjá Lilju ? Var logið að henni um innihald frumvarpsins, eða var hún ekki að samþykkja efni frumvarpsins ? Var hún bara að samþykkja að frumvarpið “fengi þinglega meðferð”, vegna þess að hún hafði óljósa hugmynd um efni þess ? Hafði þessi heldsti sérfræðingur VG ekki fengið að fylgjast með samningum við andskota okkar og vissi því ekki um hvað málið snýst ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.11.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.