Íslendingar, AGS og Austurvöllur

Ég tel vera ögurstund á Íslandi í dag. Ef við fylgjum prógrammi AGS þá munu skuldirnar vaxa okkur yfir höfuð. Því mun Ísland komast í vanskil. Þá verður Ísland að taka meiri lán og enn strangari skilyrði af hálfu AGS. Þar með erum við algjörlega föst og auðlindirnar okkar seldar erlendum kröfuhöfum.

Margir Íslendingar vilja ekki trúa þessu, annars væri Austurvöllur þéttsetinn. Sumir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að við eigum að borga Icesave og þá muni AGS opna faðminn og vandamál okkar séu þar með leyst. Þetta stenst illa nánari skoðun. Til að greiða vexti af lánum okkar þurfum við gjaldeyri. Hann fæst með því að selja mikið út úr landinu og kaupa lítið inn. Jafnvel þó að björtustu vonir okkar um jákvæðan vöruskiptajöfnuð yrðu að raunveruleika mun dæmið ekki ganga upp. Við lendum fyrr eða síðar í vanskilum.

Sumir Íslendingar sem stöðu sinnar vegna ættu að vita um stöðu okkar vilja samt borga Icesave. Það eru yfirleitt Íslendingar sem vilja ganga inn í ESB. Þessir Íslendingar eru reiðubúnir að samþykkja auknar álögur á íslenska þegna þrátt fyrir að engin sátt sé um það í þjóðfélaginu. Þessir Íslendingar eru einnig reiðubúnir að dansa með AGS þrátt fyrir að saga sjóðsins sé hryllileg. AGS er rétt að byrja núna að sína sitt rétta andlit á Íslandi. Kröftugur niðurskurður er boðaður og grunsemdir um enn meiri niðurskurð næsta sumar. Spurningin er hversu miklu Samfylkingin er reiðubúin að fórna af landsins gagni og gæðum bara til þess að komast inn í ESB. 

Örlög VG eru sérkennileg. Þeir virðast vera eini flokkurinn sem sé tilbúinn að hjálpa Samfylkingunni inn í ESB. Jafnvel þó að þeir myndu slíta stjórnarsamstarfinu með samfó vill enginn hlaupa í skarðið. Því telur Steingrímur að hann verði að sýna ábyrgð.

Sennilega væri Íslandi fyrir bestu að VG myndu slíta stjórnarsamstarfinu og lýsa yfir að þeir taki ekki þátt í plat-vinstri stjórn. Það er engum til góðs að halda þessari vitleysu áfram. Síðan þurfum við öll sem unnum landi voru, hvort sem við erum í VG eða ekki, að sameinast í mótmælum á Austurvelli og byrja á því að krefjast þess að AGS verði vísað til síns heima. Síðan einhliða greiðslustöðvun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gott og vel. En hvað svo? Greiðslustöðvun að eilífu? Hvað svo?

Landa (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er ég algjörlega ósammála þér; með ASG, með ICESAVE og með ESB. Við benda á stutt viðtal við Má Guðmundsson Seðlabankastjóra í kvöldfréttum. Hann taldi að við mundum sennilega ekki þurf öll þau lán sem búið væri að áætla og það þýddi lægri vaxtabyrgði. Ætti það við um öll lánin að okkur væri heimilt að taka einungis við hluta upphæðarinnar.

ICESAVE er nokkuð sem við verum að standa skil á, bæði vegna loforða forsætis og fjármalaráðherra frá því í nóv 2008 0g samkvæmt ákvæðum þar um í samningum sem gerðir voru (EES). Innganga okkar í ESB tel ég að muni í heildina vera okkur til mikilla bóta á margann hátt og hef beðið eftir því það skerf yrði stigið í mörg ár. Ábyrgð VG  er mikil, en ég vænti þess að flokksmenn nái áttum og haldi áfram stjórnarsamstarfinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.10.2009 kl. 00:09

3 identicon

Heill og sæll; Gunnar Skúli - sem og, þið önnur hér á síðu !

Gagnleg og þörf; samantekt hjá þér, Gunnar, hér að ofan.

Taktu ekki; mark á staglinu í frú Hólmfríði. Hrekklaus; Húnvetnsk kona, hver hefir látið glepjast af Nazista trúar boðskapnum, frá Brussel - Berlín, blessunin, eins og fleirri þeir kratar, sem kjósa að ganga möglunarlaust, í þýzka þrælabandalagið (ESB).

Eða; hví skyldi þeim vera svo í nöp við Rússa, sem raun ber vitni ?

Jú; Rússland er, útvörður hefðbundins stöðugleika í álfunni (Evrópu), hvar engin þjóð skal drottna, yfir tugum annarra, eins og Þjóðverjum er að takast, með grín ''sáttmálanum'', kenndum við Lissabon, gott fólk.

Merð beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Margir virðast vera tilbúnir að steypa sér fram af björgum til þess að halda samfylkingunni við völd núna.

Sjálfstæðisflokkurinn er svo vondur að það samfylkingin má gera hvað sem er. Ok ég samþykki það að sjálfstæðisflokkurinn MÁ ekki komast til valda en mér sýnist að samfylkingin feti í fótspor sjálfstæðisflokksins í flestum málum.

Til hvers að vera með ríkisstjórn sem kallar sig félagshyggjustjórn sem fer eftir stefnu nýfrjálshyggjunnar?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.10.2009 kl. 01:33

5 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Gunnar og takk fyrir góða úttekt á AGS í gær.

Það er ekkert skrítið að fólk sé ruglað, áróðurinn er slíkur. Ef fólk fylgist aðeins með ruv, stöð 2, mogganum og/eða fréttablaðinu (sem er að ég held þeir miðlar sem flestir treysta á) þá fær það mjög bjagaða mynd. þeir sem eru skynsamir taka þá afstöðu að það sé ekkert að marka neitt sem þar kemur fram. Fleiri og fleiri eru farnir að afla sér meiri upplýsinga, lesa frumupplýsingar og miðla niðurstöðum sínum t.d. á bloggsíðum í stað þess að treysta á úttektir fjölmiðla. Það mun fjölga á Austurvelli fólk er að átta sig (það er allavega mín tilfinning, kannski bara óskhyggja).

Þjónar valdsins eru víða og svokallaðir sérfræðingar sem þekkja stöðuna en velja að segja ekkert eða jafnvel bjaga staðreyndir til að rugla fólk bera gríðarlega ábyrgð. Ég veit ekki hvernig sumt þetta fólk getur litið í spegil.

Þriggja stafa árátta samfylkingarinnar er að keyra okkur fram af þverhnípi og hluti VG þingmanna virðist annað hvort ekki átta sig á því eða ekki vilja sjá það. Ég hef hins vegar talsverða trú á hinni svokölluðu andspyrnuhreyfingu VG sem vonandi heldur áfram að standa sig gagnvart samfylkingunni. Ég veit ekki með ábyrgðartilfinningu Steingríms. Menn hafa verið að kalla hann "realpólitíkus" en það virðist vera hugtak sem lýsir stjórnmálamönnum sem átta sig á spillingunni og óréttlætinu, en velja að gera ekkert í málinu vegna persónulegs metnaðar. Ég er ekki viss um að VG eigi að slíta stjórnarsamstarfinu. Ég tel að "andspyrnuhreyfingin" (með stuðningi frá grasrótinni) eiga bara að standa í lappirnar og láta samfylkinguna mála sig út í horn með upphlaupum sínum og hótunum.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 11.10.2009 kl. 10:42

6 identicon

Sæll Gunnar,

Þakka kærlega góðan fyrirlestur og úttekt í gær...

Elías P

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 14:13

7 identicon

hjartanlega sammála þér.....sameinuð stönduð við sundruð föllum við.....

Prógramm AGS miðast einungis við að borga niður skuldirnar sem við erum að fara að bæta við okkur með lántökum. þetta gera þeir til að vernda hagsmuni eigenda sjóðsins og þeirra sem eru innilokaðir á Íslandi með fjárfestingar sínar og vilja fá tap sitt bætt að einhverju leyti.

Þetta vilja þeir gera á kostnað allrar grunnþjónustu og þeirrar undirstöðu sem við byggjum þetta þjóðfélag á.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband