4.10.2009 | 22:46
Silfrið, Guðfríður Lilja og AGS
Mér fannst Silfrið í dag bara nokkuð merkilegt. Átakalínur komu betur fram. Samkvæmt Guðfríði Lilju þá er sterk tilhneiging að koma Icesave í gegnum bakdyrnar. Hún og fleiri ætla að reyna að koma í veg fyrir það leynimakk. Þorvaldur Gylfa prófessor taldi slíka lýðræðisiðkun bara framkvæmdavaldinu til trafala. Maðurinn er ekki tækur í lýðræðislega umræðu, ætli hann sé enn á launum hjá AGS? Jarðfræðingurinn góði jarðaði stóriðjudrauma landsmanna. Orkan er ekki endalaus né eilíf.
Umræðan um skaðleg áhrif AGS á land og þjóð verður stöðugt háværari. Menn klæða orð sín ýmsum klæðum en sameiginlegt er öllum óttinn að sjóðurinn skilji Ísland eftir sem rjúkandi rúst. Það er reglan hjá sjóðnum þannig að full ástæða er til að óttast. Því er okkur ráðlegast að senda hann til baka, því fyrr því betra.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er læknir á Hringbrautarsjúkrahúsinu. Löggilt borgarbarn og landkrabbi. Tel það til minna mestu afreka að vera fjögurra barna faðir. Eiginkonan auk þess ávanabindandi. Þegar börnin eru kominn á legg verður maður grænt fóður fyrir móður náttúru. Varð migult í saltan sjó um 18 mánaða skeið á Patreksfirði um árið og kynntist landsbyggðinni. Upplifði ríkiskapítalisma um 9 ára skeið í Svíþjóð. Bý núna í fyrirheitna landinu Íslandi. Er í doktorsnámi við HÍ. Netfang; gunnarsa@landspitali.is
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- helgatho
- sigurjonth
- haddi9001
- kreppan
- thjodarsalin
- marinogn
- jonl
- egill
- jari
- gretarmar
- hedinnb
- vilhjalmurarnason
- reykur
- larahanna
- kreppuvaktin
- georg
- andrigeir
- gretar-petur
- gullvagninn
- astromix
- andres
- thorsaari
- baldvinj
- lillo
- berglist
- hehau
- ragnar73
- siggith
- axelthor
- xfakureyri
- arikuld
- gmaria
- fiski
- alla
- framtid
- jakobk
- lillagud
- skessa
- birgitta
- neddi
- aevark
- jon-o-vilhjalmsson
- benediktae
- jensgud
- thorolfursfinnsson
- svanurg
- brell
- manisvans
- jax
- saemi7
- sigurbjorns
- inhauth
- smali
- olinathorv
- heidistrand
- doddyjones
- esk
- gunnaraxel
- valli57
- lydurarnason
- kolbrunerin
- rannveigh
- gammon
- tolliagustar
- hist
- zoa
- photo
- jhe
- gudni-is
- jonvalurjensson
- arh
- martasmarta
- hallarut
- gusg
- zeriaph
- kokkurinn
- luf
- hallgrimurg
- sifjar
- harpabraga
- ffreykjavik
- fuf
- arabina
- steinibriem
- lucas
- liljabolla
- solir
- glamor
- vesteinngauti
- duna54
- gunnsithor
- vestskafttenor
- bingi
- jogamagg
- jenfo
- jennystefania
- lehamzdr
- andresm
- kreppukallinn
- maeglika
- gattin
- isspiss
- valgeirskagfjord
- gus
- minos
- gudbjorng
- jaj
- agbjarn
- thorgunnl
- fullvalda
- zumann
- theodorn
- thoragud
- skarfur
- omarragnarsson
- ludvikludviksson
- vest1
- dramb
- reynir
- bjarnimax
- raudurvettvangur
- hvirfilbylur
- creel
- tilveran-i-esb
- gudruntora
- eyglohardar
- snorrima
- ingagm
- baldher
- einarbb
- thjodarheidur
- tryggvigunnarhansen
- jonarni
- eirikurgudmundsson
- postdoc
- halldorjonsson
- ludvikjuliusson
- eeelle
- altice
- bergthorg
- au
- jp
- andres08
- bofs
- ding
- stebbifr
- huxa
- elkris
- daliaa
- salvor
- krist
- bjarnihardar
- eldlinan
- socialcredit
- epeturs
- drsaxi
- falconer
- samstada-thjodar
Athugasemdir
Nú spyr ég, er til plan B fyrir okkur hér. Og ef svo er, í hverju felst það og hvernig er það útfært. Ég er ekki að tala um einhverja farsa um sjáfstæði og annað í þeim dúr, heldur málefnalegar útskýringar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.10.2009 kl. 23:26
Hólmfríður ertu ekki að gera ráð fyrir að í stefnu AGS felist Plan A? Með sögu sjóðsins í huga er betra að hafa ekkert plan frekar en Plan A.
En vissulega þurfum við einhvers konar plan sem felst í öðru en ennþá meiri erlendri skuldsetningu. Í öllu falli þurfum við að nota þau lán sem við fáum í uppbyggingu en ekki bara að láta féð liggja á bankareikningi.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 5.10.2009 kl. 00:50
Biðjum norðmenn um aðstoð þá fáum við peninga í uppbyggingu ags peningarnir fara í vasa breta.
Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2009 kl. 14:16
Mér þótti sláandi í viðtali við Steingrím Joð fyrir helgina að hann lagði áherslu á "málin sem hanga á IceSave" og að upplýsingar sem þingmenn stjórnarandstöðu fengu hefðu "gert þá hugsi".
Það er greinilega ekki allt uppi á borðum, þrátt fyrir fagurgalann. Meira að segja þingmenn, sem "fengu allar upplýsingar" verða hvumsa. Hvert er hið ljóta leyndarmál sem þjóðin fær ekki að vita um? Ég þori ekki einu sinni að giska á það.
Haraldur Hansson, 5.10.2009 kl. 17:00
Sæll Haraldur,
eitthvað er það, það eru margir þegnar þessa lands sem eru komnir með þennan hnút í magann. Í sinni einföldustu mynd gæti það verið að AGS láni ekkert nema við borgum Icesave. Hitt er líka möguleiki að þetta sé orðið tengt auðlindunum, Landsvirkjun eða jafnvel eitthvað annað.
Gunnar Skúli Ármannsson, 5.10.2009 kl. 17:22
Blessuð öll.
Nei, Þorvaldur Gylfason er ekki tækur og ætti ekki að fá pláss með sinn Evrópu-og Icesave áróður í ríkisútvarpi landsmanna. Nóg er víst að maðurinn skrifi reglulega í Fréttablaðinu og víðar. Hann var eitt Icesave þarna og Egill glampaði ógagnrýninn. Kannski vinnur Þorvaldur akkúrat enn fyrir AGS?
Það er vondur andi í loftinu og gereyðingarvaldið AGS ógnandi yfir okkur. Og bendi á þennan pistil um glæpasamtökin sem hafa viljandi lagt fjölda landa í rúst: P { MARGIN: 0px } UL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px } OL { MARGIN-TOP: 5px; MARGIN-BOTTOM: 5px }
NATHAN LEWIS:
The IMF destroys Iceland and Latvia:
Elle_, 5.10.2009 kl. 22:19
Gunnar SKúli, það slæddist e-ð þarna inn sem á ekkert að vera þarna (kom á eftir orðinu rúst).
ElleE (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.