1.10.2009 | 00:30
Ögmundur, Árni Páll og sjálfstæði landsins
Ég held að ég sé orðinn eitthvað meir, sjálfsagt aldurinn.
Horfði á Ögmund í Kastljósinu. Fékk bara gæsahúð. Þegar Ögmundur sagði að plan B væri að standa í fæturna risu bara hárin. Svolítil þjóðremba, afsakið. Framsókn reddar norsku láni, sá norski kvarta yfir því að engin FORMLEG beiðni hafi enn komið frá Íslendingum. Ef hún kæmi vilja allir nossararnir ólmir lána okkur. Árni Páll dissar svo algjörlega framtak Framsóknar og telur Norðmanninn ábyrgðarlausna með öllu. Þau hafi margoft "rætt" við Norðmenn og ekki fengið lán, segir Árni. Kunna ekki Íslendingar að óska eftir láni á FORMLEGAN hátt. Að ræða um lán í einhverjum kokteilpartíum er ekki formleg beiðni Árni minn.
Andstæðurnar eru að kristallast fram þessa dagana. Jóhanna er þekkt fyrir að vera frekja og gribba, afsakið orðbragði, en þetta segir almanna rómur. Í dag kom fram að hún krafðist þess að allir væru sammála henni í Icesave málinu. Ögmundur er það ekki og sagði því af sér. Af því leiðir að Jóhanna trúir því að við eigum að borga Icesave. Hún trúir því að við berum ábyrgð á Icesave. Enginn okkar sem erum væntanlegir greiðendur Icesave trúum því. Þess vegna er trú hennar á skjön við trú þjóðarinnar. Af því leiðir einnig að Steingrímur trúir því sama og Jóhanna.
Jóhanna trúir þessu til að komast inn í Evrópusambandið. Hvers vegna Steingrímur trúir þessu er mér hulin ráðgáta, ekki vil ég trúa því að honum finnist stóllinn svona mjúkur.
Eftir að hafa hlustað á Arna Pál og Jóhönnu í dag þá fallast manni hendur. Hvaða gagn gerir Samfylkingin íslenskri þjóð í dag, ég bara spyr. Þau vilja AGS og þann niðurskurð sem þeir mæla fyrir. Þau vilja borga Icesave þó okkur beri ENGIN skylda til þess. Þau leggjast í duftið fyrir fjármálavaldinu bara til þess að komast inn í ESB.
Þess vegna vakti það von að Ögmundur skyldi rísa upp og segja "ég er ekki sammála".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Samfylkingin er að sigla okkur í kaf.
Hefur þú samt tekið eftir því hvað það heyrist ekki í neinum nú í VG nema þá Steingrími og Ögmundi. Ætli þau séu ekki flest ósátt en vita fæst sitt rjúkandi ráð enda hrædd um að missa stöðuna.
Halla Rut , 1.10.2009 kl. 01:03
Mætum öll á Austurvöll á morgun, þann 1. október 2009.
Mæting kl 13:00
"Við mótmælum fjárkúgunartilraunum ríkisstjórnarinnar í þágu Breta, Niðurlendinga og AGS -!"
Dreyfið skilaboðunum á öll blogg og á alla sem þið þekkið -!
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist -!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2009 kl. 01:26
Það eru sagnfræðileg fordæmi fyrir því að banna hreyfíngar einz & 'Zamzpillínguna' ...
Steingrímur Helgason, 1.10.2009 kl. 01:29
Sú gamla veit bara ekkert hvað hún er að gera...she is way over her head..
Takið eftir svipnum á Steingrími þegar hún talar...það er brjálað. Hann bíður og bíður að hún hröklist frá svo hann geti tekið við. Ef ég væri Jóhanna þá mundi ég ekki skilja drykkinn minn einan eftir nánægt honum.
Halla Rut , 1.10.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.