Hægt andlát sjálfstæðis landsins

Það er mjög sérstök tilfinning að hafa verið áhorfandi að kvikmynd en verða síðan hluti af sjálfri kvikmyndinni. Sú er upplifunin eftir að hafa horft á John Perkins, lesið Falið Vald, kynnt sér AGS, lesið J. Stiglitz og M. Hudsson og marga fleiri. Það voru bara önnur lönd, aðallega fátæk lönd, sem glata sjálfstæðinu, kynslóðunum vegna skulda. Núna erum við að komast í þennan hóp.

Eru ekki viðbrögð þjóðarinnar mjög mannleg. Eru viðbrögðin ekki svipuð og þegar náinn ættingi er kominn fram í andlátið. Þá vonast ættingjarnir að hann lifi fram að jólum, hann er nú svo hress segja þau og hlustaði meira að segja á útvarpið í morgun, þó að öllum öðrum sé ljóst að hann lifi bara í nokkra daga til viðbótar.

Þegar þjóðin verður skuldsett 500 ár fram í tímann, þegar þjóðin verður eignalaus og þegar þjóðin verður í sárri fátækt munu sjálfsagt flestir segja, en skrítið og við sem vorum svo rík í gær.

Er eitthvað sem getur sameinað þessa þjóð annað en sukk og svínarí? Hversu margar manneskjur hafa fórnað sér fyrir frelsi og sjálfstæði í gegnum tíðina en aldrei haft erindi sem erfiði. Sjálfsagt verður maður að sætta sig við að maður er bara lítill múrsteinn í stórri byggingu. Á þeirri forsendu verður maður að halda áfram og einnig í þeirri von að börnin manns muni erfa eitthvað.

Ef við stöndum saman og fylkjum liði mun okkur takast að hrekja landtökuliðið af landi brott, en bara ef við stöndum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fékk svipað á tilfinninguna þegar ég horfði á myndina í gær, tvisvar.  Ég horfði á myndina á + rásinni líka.  Við verðum að fara að taka okkur saman í andlitinu og mótmæla af alvöru, láta stjórnina vita að við sættum okkur ekki við þetta ástand.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég bíð bara eftir útkallinu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:49

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já við þurfum að standa saman og það bætist sífellt í samstöðuhópinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.9.2009 kl. 01:18

4 identicon

Við getum losað okkur við AGS: Við getum losað okkur við spillta stjórnmálamenn: Við getum losað okkur við spillta embættismenn: Við getum losað okkur úr klóm ESB: Við getum hrakið Hollendinga og Breta inn í réttarsal til að fá dóm í Icesave-málinu, ef, eins og þú segir "við stöndum saman og fylkjum liði".

Þótt við finnum okkur veikburða: Þótt okkur lengi eftir árangri af mótmælunum, málefnalegum skrifum, rannsóknarvinnu og öðru sem tími okkar hefur verið undirlagður af síðasta árið: Þótt við sjáum ógnir allt um kring: Þótt við sjáum tækifæri fyrir landið okkar og þjóðina sem stjórnvöld hunsa, þá eru stjórnvöld alls ekkert róleg yfir mótspyrnu okkar. Það sjáum við af feluleik stjórnvalda.

Þau þorðu ekki að sýna okkur Icesave-nauðungarsamningana: Þau þora ekki að sýna okkur svör Hollendinga og Breta við lögunum á ríkisábyrgðinni: Þau eru skíthrædd við að við sjáum í gegnum vanhæfni þeirra í stjórn efnahagsmála og þess vegna tuða þau linnulítið um að gjaldmiðillinn okkar sé ónýtur og sekur af ástandinu: Þau eru skelfingu lostin um að við flytjum úr landi og þess vegna hafa þau byrjað blekkingarsöng um að botninum sé náð: Þau eru lafhrædd við að við sjáum hvernig þræðirnir liggja milli viðskipta og stjórnmála og stöðva þess vegna vinnu við gagnagrunn: Þau geta ekki hugsað sér að mæta okkur og þess vegna ávarpar forsætisráðherrann ekki þjóðina.

Höldum áfram að stilla saman strengi, fylkjum liði og fellum þetta fólk og spilaborgina þeirra.

Helga (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:36

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já held að sjálfstæðið sé þegar dautt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.9.2009 kl. 01:39

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla ekki að lemja potta eða pönnur fyrir.

Af sex systkina hópi mínum, (ég er elztur), eru tvö þegar flutt erlendiz með mökum & börnum, (ekki til EZB landa, reyndar, merkilegt nokk), & tvö önnur hugza sér til hreyfíngz bráðlega.  Allt harðduglegt fólk, ágætilega menntað, flezt með házkólagráðu í zínu fagi & í fínni vinnu, engin vandamál. 

Þau bara zjá ekki framtíð fyrir börnin sín hérna heima lengur.  Ekki er um að ræða mikið drykkjufólk, eða tóbakzbrúkara, en reyndar þá líklega hafa þau einhverntíman ztráð zykri yfir zínar pönnzur.

Fólk einfaldlega er að gefazt upp á bæði úrráðum & úrráðaleyzinu.

Steingrímur Helgason, 18.9.2009 kl. 02:06

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur aldrei til greina að gefa sjálfstæði landsins eftir.

Vinnum á öllum vígstöðvum gegn EB-dindlum og Icesave-sinnum.

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 02:12

8 identicon

Tek undir orð Helgu hérna að ofan,

Við getum þetta,

ef við rísum upp og verjum okkar land og þá sem hér sem búa.

Einfalt og allir samtaka nú !

Björg F (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 02:37

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Við eigum alls ekki að selja auðlindirnar og leyfa erlendur stórfyrirtækjum að vaða hér inn.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.9.2009 kl. 02:51

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar, þetta er áhugverð mynd sem er haldið að okkur.  En munum að fjármálkerfið er byggt upp líkt og spilaborg, þegar eitthvert spilið neðarlega í borginni yfirgefur stöðu sína hrinur hún.  Þess vegna finnst mann svo sárgrætileg hvað íslenskir stjórnmálamenn virðast skynja illa hvað staða okkar er í raun sterk. 

Það er áhugavert að kinna sér það sem David Ikce hefur að segja í ljósi þeirra mála sem hafa verið forgangi hér á landi í sumar.  Það skemmir ekki að hann gefur hugmyndir um það hvernig við getum losnað undan þeim veruleika sem að okkur er haldið. 

Viðtalsbúturinn hér er úr hátt í tveggja tíma viðtali sem er vel þess virði að horfa á allt.  Eins er fyrirlesturinn hans Beyond The Cutting Edge sem hann flutti í Brixton Academy í London í fyrra sérlega áhugaverður.  Fyrr á árinu hafði David Ikce fyrirhugað fyrirlestur í Reykjavík í nóvember n.k. en hann hefur ekki verið kynntur nánar.

http://www.youtube.com/watch?v=OA423EuoS8c

Magnús Sigurðsson, 18.9.2009 kl. 13:51

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl öll sömul og takk fyrir innlitin.

Magnús, ég hef líka hlustað svolítið á David "ekki" og hann er mjög fróðlegur. Takk fyrir linkinn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.9.2009 kl. 16:26

12 identicon

Ég er tibúinn að berja allt annað en potta og pönnur(t.d spillta Stjórnmálamenn)

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 18:27

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlega oft kemur hún mér í hug sagan um andlát Jóns biskups Gerrekssonar! Mér er sagt að það sé nægilegt vatn núna í Brúará fyrir athafnasama menn.

Árni Gunnarsson, 19.9.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband