30.8.2009 | 22:18
Steingrímur, hér er kvöldlesningin fyrir morgundaginn
...um sameiginlega eign auðlinda
Flokksráðsfundur VG, haldinn á Hvolsvelli dagana 28.-29. ágúst 2009, leggst eindregið gegn því að lausafjárvandi samfélagsins verði leystur með sölu eða langtímaframsali á auðlindum og orkufyrirtækjum.
Í þeirri vá sem nú vofir yfir þar sem Magma Energy og GGE eru nálægt því að eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auðlindir á Reykjanesi er það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform. Flokksráðið beinir því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS orku í samfélagslegri eigu. Aðeins þannig er hægt að tryggja að Hitaveita Suðurnesja var stofnuð um, árið 1974. Ljóst er að ekki er seinna vænna að breyta lögum og reglugerðum þannig að almannahagsmunir séu varðir og að samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og orkuauðlinda sé tryggt.
Ef Steingrímur klikkar og selur frá okkur auðlindina á Suðurnesjum, þvert gegn vilja flokksins hefur hann gengið í björg.Hann hefur þá sennilega verið heilaþveginn(Stokkhólms heilkennið), hótað lífláti eða keyptur með svissneskri bankabók. Innst inni vil ég ekki trúa neinu af þessu. Ég óttast að annað kvöld er ég fer að sofa hafi ég áttað mig og það sé endanlega orðið opinbert að hann hefur skipt um lið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Athugasemdir
Hættu nú alveg. Þú getur ekki ætlast til að Steingrímur leiðrétti allt ranglæti? Hann er ekki nýr Messías, hann er bara bóndasonur norðan úr Þistilfirði. Þetta klúður skrifum við á Samfylkingarmanninn í Hafnarfirði og Samkeppnisstofnun! Afhverju í ósköpunum gengu ekki kaup OR á hlut Hafnarfjarðar í HS til baka þegar ljóst var að þau voru ólögleg??? Á að velta ömurlegri fjármálastjórn þessara bæjarfélaga sem áttu Hitaveitu Suðurnesja yfir á Ríkissjóð eins og öllu hinu klabbinu? Á þessu klúðri bera VG enga ábyrgð. Beindu bænum þínum til Samfylkingarinnar og þeirra handónýta Iðnaðarráðherra. Hvers vegna að setja kvenmann til að vinna karlmannsverk?? Það þarf að hætta að flækja málin og ljúga að okkur. Á bakvið Magma er örugglega ekkert fjármagn að koma inn í HS Orku. Enda óvíst að neitt verði virkjað þar á næstunni samkvæmt nýlegum fréttum frá Orkustofnun.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 22:50
Þetta er í höndum Steingríms og Vg!
Ef hann gerir ekkert þá er það þögult samþykki um afsal auðlindanna og ákvörðun sem slík.
Hér hafa verið sett bráðabirgðalög, neyðarlög og allur fjandinn - en nú er allt í einu ekki hægt að gera neitt þegar líf liggur við?
TH (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 23:01
Ég leifi mér að mótmæla þessari skoðun TH, Samfylkingin og Össur , sem þáverandi Iðnaðarráðherra stóð að lagasetningunni sem heimilaði sölu á nýtingaréttinum til útlendra fjárfesta. En mér dettur ekki til hugar að þau gangist við þeirri ábyrgð, hvað þá að þau geri nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir þessa sölu. En hvern er verið að plata, er mér ekki ljóst. Veit bara að fnykinn leggur langar leiðir.
Fyrirgefðu Gunnar Skúli, fannst þetta verða að koma fram
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.8.2009 kl. 23:14
Eins og TH vekur athygli á þá er hægt að setja bráðabirgðalög. Hafi Samfylkingin staðið gegn því að sett yrðu bráðabirgðalög þá átti Steingrímur að segja okkur það. Hafi AGS staðið gegn því að orkulindirnar yrðu í þjóðareign þá átti Steingrímur að segja okkur það. Það getur engin sú skýring verið á þessu sem réttlætir það að Steingrímur segi okkur þjóðinni ekki hver hún er.
E.s. email í hólfi HÞ
Helga (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 23:23
Það horfa allir til Vg í dag og þá til Steingríms J. sem formanns.
Ef hann skortir karlmennsku til að fylgja samþykktum flokksráðsins og telur sig þurfa að beita realpólitík þá getur hann bent á að Samspillingin er búin að fá sitt ESB ferli í gegn og að VG hafi þurft að moka skít Geirs og Sollu í allt sumar.
TH (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 23:29
Ég myndi nú ekki verða andvaka yfir þessu frekar en öðrum stefnumálum þessa ágæta fólks nú um stundir. Þau virðast nefnilega hafa tilhneigingu til að gufa upp því miður
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2009 kl. 23:36
Jóhannes Laxdal Baldvinson þú segir:
"Þú getur ekki ætlast til að Steingrímur leiðrétti allt ranglæti? Hann er ekki nýr Messías, hann er bara bóndasonur norðan úr Þistilfirði."
Það þarf engan Messías til þess að fylgja vinstri grænni stefnu. Stefna er stefna og Steingrímur stefnir svo sannarlega ekki til veinstri. Þegar hann stefnir ekki norður stefnir hann rakleiðis til hægri.
það eru hans svik.
Hann er argasti málsvari fjármálakerfis og auðvalds
Hann hefur ekki varið auðlindirnar
Hann hefur ekki verið umhverfisvænn heldur þvert á móti samþykkt stóriðju.
Hann hefur brotið allar femíniskar áherlsur vinstri grænna
Steingrímur J Sigfússon er einhver stærsti kosningaloforðasvikari sem íslendingar hafa orðið vitni að í íslenskum stjórnmálum.
Hann er bóndasonum að norðan til lítils sóma end myndi ég treysta þeim flestum betur til þess að standa við orð sín.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 00:24
Það er pínu undarlegt að fylgjast með þessu máli. Þeir sem mest eru á móti þessu í borginni er Samfylkingin.......afhverju er Jóhanna ekki spurð að þessu? Hún virðist lítið sem ekkert þurfa að svara fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarninnar.
eru þau ekki stærri ríkisstjórnarflokkurinn.....stóðu þau ekki fyrir því að henda milljörðum inn í Sjóvá. Er Sjóvá þjóðhagslega hagkvæmara en HS orka? Eða td Hekla, Eymundsson, og MEST! Er mikilvægara að viðhalda þeim fyrirtækjum í óeðlilegri samkeppni við einkarekin fyrirtæki heldur en að kaupa hlutafé í HS. Ríkisstjórnin hefur haft marga mánuði til að klára þetta mál. Fá þeir kannski ekki lán eða kemur AGS í veg fyrir þennan gjörning?
Einnig verð ég að skjóta því að, að Jónína Ben, gaf því undir fótinn að sjálfur Bjarni Ármanns væri einn af hugmyndasmiðum þess að Magma sé hér á landi........hef svo sem ekki meira fyrir mér í þessu en þetta.....en ég sperri eyrun þegar kemur að henni.....hún hafði rétt fyrir sér um marga hluti þegar fjölmiðlar nánast reyndu að brenna hana lifandi á báli þegar útrásin var í tísku.
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:29
Sæl öll sömul,
afsakið að ég hef ekki svarað en ekki haft tíma fyrir blogg sökum vinnu, takk fyrir innlitin.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.9.2009 kl. 22:18
Ég kem seint inn Gunnar. Vildi þó taka undir pistilinn þinn og velti alvarlega fyrir mér hvort fólki sé mútað eða hótað lífláti. Hvað á fólk að halda? Stjórninni er ekki við bjargandi og er stórhættuleg landi okkar og þjóð. Þau eru núna komin langleiðina með að gefa landið, selja ríkisfyrirtæki (banka, orkuveitur) ódýrt til einka-aðila og útlendinga í AGS stíl. Og það ofan á ICE-SLAVE. Og það þvert á orð fjölda fróðra manna, Joseph E. Stiglits, Michael Hudson, fjölda lögmanna, etc. Það liggur við maður gráti. Eða öskri.
ElleE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:01
Joseph E. Stiglitz.
ElleE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.