Hverjum nýtist gróðinn, þeim eða okkur

Hvenær er rétti tíminn til að selja auðlind sem hækkar stöðugt í verði, aldrei. Hvenær er rétti tíminn til að kaupa auðlind sem hækkar stöðugt í verði, núna. Ég þvældist aðeins um viðskiptablogg vestanhafs og það er augljóst að margir bíða slefandi eftir því að hagnast vel á kaupum Magma á HS-Orku. Margir segjast ætla að kaupa hlut í Magma um leið og viðskiptin eru frágengin hér á landi. Gott fyrir Magma en hvað merkir það fyrir okkur Íslendinga.

Menn reikna með gróða, ég tel að hann sé betur kominn í vasa okkar Íslendinga.

Ross er þekktur fyrir að hámarka verð fyrirtækja sem hann kaupir og selja síðan hæstbjóðanda. Að hámarka þýðir að lækka laun og hækka raforkuverðið, þannig verður HS-Orka álitlegur pakki til sölu.

Ef við höldum eignarhaldinu innan landsins þá getum við nýtt þessa auðlind til að afla okkur vaxandi tekna og um leið ódýrrar orku fyrir landsmenn. Það lækkar reikning heimilanna og stuðlar að hagvexti heillar þjóðar en ekki einhvers eins fyrirtækis úti í heimi og hluthafa þess.

Ég óttast það mest að Steingrímur verði svínbeygður af AGS og missi þessa auðlind úr landi.


mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur hefur ekki fengist til að svara einfaldri spurningu um hvort rétt sé að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi eitthvað með það að gera hvort ríkið kaupi hlut HS orku og hvort sjóðurinn hafi sett sig upp á móti því að ríkið kaupi hlutinn?

Helga (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl bæði tvö og takk fyrir innlitið, það er sér ályktun frá flokksþingi VG á Hvolsvelli um þetta mál. Þar er farið fram á kynningu á skilyrðum AGS og skoðun þingflokksins á þeim.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband