29.8.2009 | 21:40
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.
Þetta er grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu-sunnudagsblaðinu.
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN KLIKKAR EKKI.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn(AGS) hefur mikil áhrif á Íslandi í dag. AGS er banki sem setur mjög ströng skilyrði fyrir þeim lánum sem hann veitir. Þessi skilyrði eiga hug og hjarta AGS því sjóðurinn leggur mikið á sig til að farið sé eftir skilyrðunum. Oft eru lánin það stór að ómögulegt er að endurgreiða þau. Því virðist sem sjálf endurgreiðsla lánanna sé ekki mesta áhyggjuefni AGS. Það sem skiptir þá höfuðmáli er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda. Ég vona að menn skilji að þetta er harla óvenjuleg framkoma hjá lánastofnun. Þar sem mér hefur enn ekki tekist að finna samninginn sem valdhafar Íslands skrifuðu undir verður maður að styðjast við þekkta afrekaskrá AGS. Kröfur AGS eru yfirleitt eftirfarandi.
Fjálst og óheft flæði fjármagns yfir landamæri. Við tókum ómakið af AGS með EES samningnum 1994 við ESB. Kreppurnar í Asíu, Rússlandi og núna á vesturlöndum hófust þannig. Fyrst kemur mikið af erlendu fjármagni inn í landið. Mikil hækkun fasteignaverðs og gjaldmiðilsins. Þar á eftir kemur til mikil lántaka hjá öllum aðilum innanlands. Síðan, í miðri veislunni gerist það eins og hendi sé veifað, að fjármagnið hverfur aftur heim tíl sín. Þá hrynur allt hagkerfið því endurfjármögnun skulda verður ómöguleg og gjaldþrot verður niðurstaðan. Þetta er margendurtekið og klikkar aldrei.
Krafa um markaðsvæðingu, sem þeir kalla frjálsa og er þá reynt að vísa til Adam Smith. Gamli Skotinn þyrfti sjálfsagt áfallahjálp í dag ef hann sæi þessa klámvæðingu á kenningum sínum. AGS vill óheft viðskipti, enga tolla og þess háttar. Vandamálið er að oft er um einstefnufrelsi að ræða, mörg þriðja heims lönd fá ekki að selja vörur sínar á Vesturlöndum. Þess í stað er dælt inn vörum frá eigendum AGS, jafnvel þó framleiða mætti slíka vöru í heimalandinu. Viðkomandi þjóð verður því háð dýrum innflutningi og fjarlægist enn frekar sjálfsþurftarbúskap.
Þá skulum við kanna þá þætti sem á eftir að fullgera hér á landi. AGS krefst þess ætíð að stýrivextir séu háir. Það gera þeir á þeirri forsendu að verðbólga verði ekki of mikil hjá örmagna þjóðum. Reyndar er mikilvæg undantekning, það eru Bandaríkin. Þar eru stýrivextir lágir, núna innan við 1%, sjálfsagt til að örfa atvinnulífið. Í Indónesíu á sínum tima fór AGS með stýrivextina í 80%. Afleiðingin af þessari hávaxtarstefnu hefur ætið haft í för með sér fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila í viðkomandi löndum(margendurtekið og klikkar ekki). Þetta er núna að gerast á Íslandi. Síðan bætist verðtrygging lána við, hjá Íslendingum, sem hvati sem flýtir öllu ferlinu.
Strangar kröfur koma frá AGS um ríkisfjármál. Þeir hafa skipað öllum löndum að skera niður ríkisútgjöld til að ná hallalausum fjárlögum. Undantekningin er aftur Bandaríkin sem fer yfir á kortinu til að efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi. Seðlabanki þeirra prentar bara dollara fyrir þá, sem verðbólgan étur síðan upp með tíð og tíma. Vandamál okkar er að við þurfum að framleiða til að eignast dollara til að greiða erlendu lánin. Til að sem mestur afgangur verði til að kaupa dollara verður að minnka öll ríkisútgjöld. Þessi stefna AGS hefur valdið miklum niðurskurði í heilbrigðis, mennta og félagsmálum. Laun almennings hafa lækkað verulega. Yfirleitt skreppur miðstétt úr 60-70% niður í 20%. Fátækt eykst að sama skapi.
AGS kemur með eða styður kröfuna um einkavæðingu. Heibrigðis- og menntakerfið, járnbrautir, flugfélög, olívinnsla, orkuvinnsla, vatnsveita , rafmagn og fleira. Niðurstaðan er oftast sú að þjónusta minnkar og verður það dýr að notkun einstaklinga ræðst af efnahag. Þegar um er að ræða auðlindir sem þjóðir hafa byggt afkomu sína á, eins og olíu o.þ.h. þá verður viðkomandi þjóð algjörlega berskjölduð því hún hefur engin tök á því að afla sér tekna til að greiða skuldir sínar hjá AGS.
Elexír AGS virkar einhvern veginn svona. Fyrst er að koma á mikilli skuldsetningu. Háir stýrivextir sem setja heimili og fyrirtæki á hausinn. Mikill niðurskurður sem veldur miklu atvinnuleysi. Mikill niðurskurður á launum og öllum bótum frá hinu opinbera. Einkavæðing sem eykur kostnað einstaklingsins á nauðþurftum til daglegs lífs. Yfirskuldsett kynslóð sem lifir við kjör sem hún hefur aldrei kynnst áður og er til í að selja eigur sínar upp í skuldir. Sala á auðlindum landsins og þar með möguleikanum á því að endurgreiða lán AGS. Þar með verður þjóðin að fá lán fyrir láninu, gott dæmi um þetta er Argentína.
AGS er kominn inn á gafl hjá okkur. Til að lágmarka skaðann þurfum við að skuldsetja okkur sem minnst. Framleiða sem mest og greiða skuldirnar. Halda í auðlindirnar hvað sem það kostar. Látum ekki neyða okkur til að brjóta Mannréttindasáttmála SÞ þar sem kveðið er á um; rétt einstaklinga til atvinnu, frelsi til að velja sér atvinnu og rétt á mannsæmandi lífsskilyrðum þrátt fyrir skort á atvinnu, skort sem viðkomandi ber enga ábyrgð á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hvernig fær það staðist að apparat sem þetta geti komið og sett allt hér allt á hvolf, án þess að Alþingi hafi haft neitt um það að segja. Ég dreg það satt að segja stórlega í efa að þetta standist stjórnarskrána. Kíktu á 40. gr. og segðu mér hvað þér finnst.
Aðalheiður Ámundadóttir, 29.8.2009 kl. 21:48
Þakka þér fyrir frábæran pistil Gunnar Skúli. Þetta er AGS í hnotskurn og segir okkur að almenningur VERÐUR að vakna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.8.2009 kl. 21:50
Sæl Aðalheiður,
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
Þetta getur ekki staðist stjórnarskrána, svona þvílíkar lántökur líka.
Við verðum að fá fram þennan leynisamning því mig grunar að þar sé um afsal sjálfstæðis okkar. Þar gæti verið hugsanleg skýring á undirlægjuhætti stjórnvalda við þetta alheimsapparat.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 22:00
Takk Jakobína, við verðum að breytast í háværar vekjaraklukkur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 22:01
Góð grein og mjög brýnt að við fáum að sjá samninginn sem gerður var við AGS. Mér finnst það skrítin hagfræði að þurfa að taka lán aðeins til að skapa traust!! Hvurslags hundalógik er það nú.. Enn er ekki of seint að afþakka "aðstoð" AGS og hefja endurreisn á okkar forsendum. Þessi kreppa gæti kennt okkur að sníða stakk eftir vexti. Nokkuð sem stjórnmálastéttin þarf að skilja. 300 þúsund manna þjóð þolir ekki allar þær afætur sem nú naga undirstöður sjálfstæðis okkar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2009 kl. 22:32
Sæll Gunnar, skír og skorinorður pistill. Tek undir með Jóhannesi sérkennilegt að taka lán til að geyma svo hægt sé að taka lán til að byggja upp arðbæra starfsemi, einhverjum hefði kannski dottið í hug að skilvirkara væri að lækka vexti og nota þá peninga sem viðskiptaraðherra segir vera að sliga bankana.
En spurningin er hvernig losum við okkur við þennan fjanda? Því af reynslu annarra að dæma því fyrr því betra.
Magnús Sigurðsson, 29.8.2009 kl. 22:41
Við þurfum byltingu!
, 29.8.2009 kl. 22:51
Sæll Jóhannes,
takk fyrir innlitið, ég tek undir með þér við verðum að fá þennan samning fram og alla viðauka sem kunna hafa komið fram síðar. Hvernig Ríkisstjórnin haga sér gagnvart AGS, hvernig hún hlýðir öllu sem þeir segja er óhugnalegt.
Að skulda meir en áður getur varla skapað traust, því er þetta tóm della.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 22:57
Sæll Magnús,
takk fyrir innlitið, AGS bannar okkur að lækka vexti þó allir séu sammála að háir vextir drepa atvinnulífið. Því er hlutverk AGS að drepa atvinnulífið þannig að það fáist fyrir slikk.
Að losna við AGS gæti verið snúið. Samningurinn sem ég lýsi eftir er grunnforsenda til að losna við þá. Síðan tekst þeim alltaf að fá einhverja innanlands í lið með sér. Við verðum að upplýsa almenning sem mest við megum og mótmæla. Þau lönd sem hafa haft sem mest viðnám hafa komið betur undan AGS en önnur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 23:03
Sæl Dagný,
takk fyrir innlitið, bylting, hljómar vel. Það er rétt sem þú segir að við þurfum virkilega byltingu, umbreytingu sem felur í sér gagnsæi og heiðarleika. Það dugar nokkuð langt tel ég.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 23:11
Ég mætti einmitt með háværa vekjaraklukku á mótmælin á fimmtudaginn, ég er tilbúin í byltingu hvenær sem er.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 23:21
Til þess að losna við þessa menn og aðra sem hingað sækja í óþökk lands og þjóðr þurfum við fyrst og fremst að vinna heimavinnuna.
Sú undirliggjandi spilling og rugl sem hefur verið hér er búin að setja þjóðfélagið á hausinn efnahagslega. Hér hafa snarruglaðir einstaklingar riðið húsum, of lengi. Þeir ganga um göturnar í dag og telja sig ekki hafa gert neitt rangt.
Þjóðin er að niðurlútum komin andlega og það veit síðueigandi ábyggilega sem er læknismenntaður.
Þetta er leikur einn hjá AGS að ná hér heljartökum á öllu hér meðan ekki er búið að hreinsa til.
Slæmu fréttirnar eru þær að staðan lítur ekki vel út. Hér ætla margumræddir óreiðumenn að halda áfram eins og ekkert hafið skeð.
Mjög líklega mun enginn þeirra verða kallaður til ábyrgðar og líklegt er að þessir einstaklingar verði skósveinar og leppar græðgisaflanna í náinni framtíð.
Búið er að tæma alla sjóði og margar hendur landráða- og lanndsölumanna eru framréttar, boðnar og búnar við að aðstoða alæturnar sem hingað sækja að auðlindum okkar, þ.e. því sem eftir er.
Klassinn.
Ábótinn (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 23:24
Sæl Jóna,
takk fyrir innlitið, eftir því sem fleiri fara eftir fordæmi þínu þá hlýtur þetta lið að vakna. Ef við stöndum saman þá náum við árangri.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 23:32
Sæll Ábóti,
takk fyrir innlitið, ég er sammála þér og hefði ekki getað orðað þetta betur. Mistök okkar voru að hreinsa ekki efstu 3-5 lögin af öllum stjórnendum, stjórnmálamönnum, embættismönnum o.sv.fr. Koma klíkunni frá. Við verðum að vinna úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Ef við sameinumst og berjum á liðinu þá ætti það að hlýða að lokum. Við verðum að koma þeim í skilning um að við viljum vera stolt, sjálfstæð og efnahagslega sjálfbjarga eftir þetta hrun. Þá munu kvíslingarnir hafa hljótt um sig.
Gunnar Skúli Ármannsson, 29.8.2009 kl. 23:38
Mikið er ég sammála Ábótanum, óreiðumennirnir eru ennþá í sjálftökunni. Skammta sjálfum sér ríflega á kostnað okkar hinna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 23:41
Snilldarskrif. Enuff said.
Baldur Fjölnisson, 30.8.2009 kl. 00:05
Því miður er það ennþá þannig Jóna.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 00:06
Takk fyrir Baldur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 00:07
Takk fyrir þessa grein! Hún er svört eins og sannleikurinn sem svo alltof margir neita að horfast í augu við enn
Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.8.2009 kl. 00:19
80% prósent vextir í Indónesíu! Munum að Davíð sagði að seðlabankastjórnin vildi lækka stýrivexti en AGS stóð gegn því.
Góður pistill sem á erindi við alla þingmenn og pistill sem krefst þess að stjórnarflokkarnir svari.
Atli Gíslason hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn opinberlega fyrir nokkrum vikum að "leggja öll spilin á borðið". Það stendur upp á fréttamenn að fylgja þessari hvatningu Atla eftir. Eðlilegast þykir mér að Steingrímur verði látinn svara því hverjar eru kröfur AGS í dag.
Það hefur komið fram að í byrjun gerir AGS samning við stjórnvöld í hverju ríki en síðan færir AGS sig upp á skaftið og bætir sífellt við kröfurnar. Við eigum ekki að láta bjóða okkur að ríkisstjórnin segi okkur ekki hverjar eru kröfur AGS á hendur okkar: upphaflega samninginn og allar viðbótarkröfurnar. Það er hlutverk fréttamanna að sækja þessar upplýsingar fyrir hönd almennings.
Helga (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:25
Sæl Rakel,
takk fyrir innlitið, nú verðum við að "feisa" sannleikann og takast á við hann. Ef við stöndum saman þá hefst þetta, sannaðu til.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 00:27
Sæll Jón.
fjögur horn stanga betur en tvö. Nú mölum við þá, eða föllum með sæmd.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 00:29
Sæl Helga,
takk fyrir innlitið, að þessi samningur við AGS skuli vera okkur hulinn er óþolandi. Eins og Aðalheiður bendir á er þessi skuldsetning þjóðarinnar lögleysa og brot á stjórnarskránni. Við verðum að berjast gegn þessu eins og um hefðbundna árás væri að ræða á landið okkar. Að vera skuldsett umfram greiðslugetu er fangelsi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 00:42
Gunnar Skúli, kærar þakkir fyrir pistilinn. Fólk er farið að finna vel fyrir návist AGS og hver stýrir landinu. Heimilum og fyrirtækjum er stýrt í gjaldþrot og núna fór Icesave nauðungin í gegn. Og okkar eina von að forsetinn skrifi ekki undir. Við getum skrifað honum og hvatt hann til að skrifa ekki undir ICESAVE. The EEA/EU directive 94/19/EC bannar ríkisábyrgð á bankainnistæðum. Og fólk segir líka að ICESAVE samningurinn sé brot á 77. gr. stjórnarskrárinnar. Samt er AGS að þrýsta á ríkisábyrgð og enn frekari skuldsetningu okkar. Það var eins og skuggi hitti mig þegar ég rakst á pistilinn þinn, því ég hef verið að hlusta á hverja ógnvekjandi upptökuna um AGS á fætur annarri upp á síðkastið. Við verðum að koma AGS burt og standa í fæturna gegn þessu ógnarvaldi. Og eins og John Perkins lýsir, gengur þeim verst þegar alþýða landanna gerir þeim erfitt fyrir. Látum ekki yfirvöld okkar lengur vaða yfir okkur.
Michael Hudson:
1. http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=fvsr
2. http://www.youtube.com/watch?v=p82Vy_BRO38&feature=PlayList&p=BD74372E8A246D63&playnext=1&playnext_from=PL&index=10
3. http://www.youtube.com/watch?v=Mz-_3VMeNz0&feature=PlayList&p=B8BE8BB49680704A&playnext=1&playnext_from=PL&index=4
4. http://www.youtube.com/watch?v=5XZUcohix0o&feature=PlayList&p=BD74372E8A246D63&playnext=1&playnext_from=PL&index=12
1 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=yTbdnNgqfs8 +
http://www.youtube.com/watch?v=yTbdnNgqfs8&feature=related
2 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=29GhXsx7-Rs&feature=related
3 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=ZKa9QYY1OUE&feature=related
Elle_, 30.8.2009 kl. 00:48
Og gleymdi, við getum kært, skrifi forsetinn undir.
Elle_, 30.8.2009 kl. 00:50
Góð grein hjá þér Gunnar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.8.2009 kl. 00:52
Takk fyrir "byltingar vakann" Gunnar Skúli - Orðið er til allra þarfra verka fyrst - á eftir - Huglægri uppljómuninni............!
Nauðvörn þjóðarinnar er - Bylting......!
Allt annað hefur verið reynt !
Benedikta E, 30.8.2009 kl. 01:05
Sæl ElleE.
"við getum kært" segðu okkur meir af því...............?
Með bestu kveðju.
Benedikta E, 30.8.2009 kl. 01:10
Benedikta: Fólk hefur verið að ræða að koma saman um það, þar sem ríkisábyrgðin (Icesave) brýtur EEA/EU lög: EEA/EU directive 94/19/EC. Líka heldur fólk fram að ríkisábyrgðin (og undirskriftin) muni vera brot á 77. gr. stjórnarskrárinnar. Lestu síðustu pistla Jóns V. Jónssonar.
Elle_, 30.8.2009 kl. 01:18
Jenssonar.
Elle_, 30.8.2009 kl. 01:18
Gunnar, þú bendir réttilega á:
Okkar fyrsta verk þarf að vera, að losa okkur úr EES og gera í staðinn tvíhliða fríverslunar-samning við ESB, í anda Svisslands.
Ég er í flestum atriðum ef ekki öllum, sammála greiningu þinni.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 01:20
Sæll ElleE,
takk fyrir innlitið, IceSlave er ein hörmung frá upphafi til enda. Í upphafi sönnun græðgi og ábyrgðarleysis bankamanna. Síðan afleit stjórnkænska íslenskra yfirvalda sem toppuð var með Svavari Gests. Þvílíkt og annað eins. Flestir vita að ríkisábyrgð er bönnuð innan ESB á einkabönkum en samt.....
Nærtækasta dæmið í dag um AGS er sú saga sem gengur fjöllunum hærra að AGS banni Steingrími að kaupa HS-Orku og að hann muni hlýða þeim. Þvílík skömm, þá erum við ekki sjálfstæð lengur.
Takk fyrir alla linkana og núna er bara að skella sér á þá og hlusta.
Ég er búinn að skrá mig á kjósa.is en mér er til efs að Óli grís sé eitthvað á þeim buxunum að hlusta á þjóðina.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 01:27
Takk Kjartan Pétur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 01:28
Sæl Benedikta E,
bylting er til sjálfsagt í mörgum ólíkum formum. Mér er meinilla við læti en....
Ég tel að með almennri þekkingu fólks á staðreyndum, eins og fyrir hverja AGS starfar, muni almenningsálitið breyta leppum í frelsishetjur. Þú skilur þessir þingmenn eru svo meðvirkir að það hálfa væri nóg. Nýtum okkur veikleika þeirra.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 01:35
Sæll Loftur,
fyrir hrun hefði ég verið reiðubúinn að velta fyrir mér ESB aðild, samt mjög varlega. Í dag er ég sammála þér, að koma á hnjánum með allt niðrum sig er engin samningsstaða fyrir íslenska þjóð. Frjáls flæði fjármagns sem heimilað var með EES samningnum frá 1994 gagnaðist ekki íslenskum almenningi. Það gaf höggstað á viðkvæmu og óþroskuðu peningakerfi Íslands. Við féllum á grunnvallarstaðreyndunum, skuldugur maður er ekki frjáls. Því þurfum við með öllum ráðum að losa okkur við skuldirnar til að öðlast frelsi á ný. Þar að auki þurfum við að endurheimta fjármunina sem stolið var frá okkur.
Tvíhliða samningur hljómar mun betur en yfirtaka.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 01:46
En af hverju er AGS hér á landi? Fór ekki löglega kosin ríkisstjórn betlandi með útrétta hendi til Washington?
Aðferðir AGS eru velþekktar og hafa verið um langan tíma. Asíuríkin eru gott dæmi. Hvað hafa þau verið að gera síðustu 15 árin? Byggja upp gjaldeyrisforða svo þau komist aldrei í klærnar á AGS aftur. Aðeins myndarlegur gjaldeyrisforði er vörn gegn AGS. Þetta er þekkt staðreynd. Hvers vegna byggðum við ekki upp stóran gjaldeyrisforða í góðærinu? Hver bar ábyrgða á því.? Í öllum löndum er svarið við þeirri spurningu hagfræðilegt en ekki á Ísland, þar er svarið pólitískt. Og þar er vandinn, allt er pólitískt hér á landi, engin samstað um neitt, allir ósammála og eyða tímanum í hártoganir og blaður á meðan Reykjavík brennur!
Andri Geir Arinbjarnarson, 30.8.2009 kl. 06:37
Stór gjaldeyrsforði undirbúnur undir niðursveifluna sem flestir sá fyrir sem óhjákvæmlæega það voru aðeins getgátur um tímasetnnguna. Það eru svo ótalmargar spurningar um afhverju ekki enn margalt fleiri svör sem eru oftast anaðhvort útúrsnúninga eða og mikið úti í hött svo fólk er engu. Afhverju voru svona margir vamhlæir fávitar er gerðu ekjert nema ljúga og sögðu farssælast að bíða og gera ekkert. Nú segja þeir engamn hafa sé þettaa fyrir þar sm þetta voru óviðráðanlegar utanaðkomandi ástæður Haardeið tönnlast ennþá á þessari sjálfsblekkingu eða vísvitandi risalygi á BBC World. Eins gott að glottið á honum sást ekki í útvarpinu
Mjög góð greining og skýr framsetning. Þetta ætti nú þegar að vera á vitorði margra sem nenna að fylgjast með. En ,,upplýsinga” bunurnar og skyndilega óvæntu flóðin með misvísandi skilaboðum, þversagnir og ruglandi rusl sem er erfitt að flokka. Það það getur tekið tíma og einbeitingu að íhuga til að skilja þetta nánar. Pöntuð álitin, afvegaleiðingarnar, villandi upphrópunarumræðan og öfugsnúngurinn er fyrir löngu búið að æra marga óstöðuga. Þannig er áróðurs og stýringartæknin ætíð virkjuð til að beina athyglinni í margar áttir og bægja fókusnum frá kjarna málsins. Leiða fólk til að hnita í kringum kjarnann og gleyma sér svo við að þrasa um aukatriði og tittlingaskít með tilheyrandi upphrópunar tilfinningaorðræðu. Síðan gleyma um hvað málæðið snérist. Einnig er spilað til að sundra með því að leika á lægstu samnefnaranna eins og frumstæða þjóðremu og landið okkar heróp o.s.frv.
Samt ætti það að veru löngu ljóst að frumskilyrði til einhverskonar endurreisnar er að reka burt AGS, þótt það gæti orðið dýrkeypt tímabundið gæti sú eftirtektaverða fórn verið mikils virði út frá lamgtíma markmiðum og hagsmunum landsins.. Margir óttast að landið sé þegar gengið í gildruna og sé þegar fast í klóm ránfuglsins, er sleppir aldrei takinu ,þegar hann hefur klófest bráðina.
AGS ránfuglinn gráðugi og grimmi er samur við sig þótt skipt sé um slagorð , framhliðar og fronta með mýkri ímynd og öðruvísi villandi taktík. Málflutningurinn látinn hljóma eins og hann einkennist af auðmýkt og sjálfsagagnrýni vegna fyrri mistaka er þeir hafi lært sína læxíu af og þar meðt tryggt að þeir endurtaki þetta ekki aftur. Markaðsetnng stefnir að því að lýðurinn gefi sjóðnum sjéns nú þegar þeir snúa aftur reformaðir, enrnýjaðir, endurskoðaðir og ferskir. Þótt ytri pakkningum hafi verið breytt lítillega þá eru þetta aðeins annarskonar umbúðir utan um sama innihaldið er umbúðarnir eiga að fela í takt við tísku tímans og tíðarandans,
Þorri Almennings Forni Loftski, 30.8.2009 kl. 07:58
Frábær grein og örugglega hárrétt greining hjá þér Gunni.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 09:03
Eitt í viðbót.
Til að gefa okkur svigrúm til að borga okkar skuldir þarf að endurfjármagna þær og/eða endursemja við lánadrottna. Enginn mun fást til að endurfjármagna sín lán hér nema með aðkomu AGS. Það er vegna þess að erlendir lánadrottnar treysta AGS en ekki Íslendingum. Íslendingar hafa ekki sýnt umheiminum að þeir kunni að fara með peninga. Þetta snýst um fjármálalegt traust og það er ekki til hér á landi og mun taka um 20 ár að byggja upp aftur. Ef við sendum AGS í burt þá er eins víst að lánadrottnar muni ganga að veðum sínum eins og þeir eiga rétt á samkvæmt mannréttindaskrá SÞ þar sem eignarrétturinn er varinn en réttur skuldara er enginn! Sárt en satt! Þá munu eignir og auðlindir renna í hendur útlendinga. Í raun er meiri hætta á að eignir og auðlindir okkar lendi í höndum útlendinga ef við sendum AGS heim! Hér þarf að meta stöðuna út frá kaldri tölfræði en ekki pólitík eða tilfinningum.
Við erum í eins veikri og hörmulegri stöðu og nokkur þjóð getur verið í. Allt veðsett upp í topp þar sem lánakvóti næstu og þarnæstu kynslóðar er uppnotaður af núverandi kynslóð. Auðvita eigum við að borga okkar skuldir og næstu 20 árin gera þeir sem ekki flýja land, lítið annað en að borga skuldir og skatta. Hvort sem okkur líkar betur eða verr verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að stærsti handrukkari heims, AGS, er hér og verður um ókominn tíma.
Andri Geir Arinbjarnarson, 30.8.2009 kl. 09:37
frábær grein .....!
Ég horfði í vor skelfingu lostin á heimildaþátt sem sýndur var á RÚV um aðferðir og afleiðingar aðgerða AGS. Sá þáttur fór því miður fram hjá mörgum þar sem að hann var fremur leiðinlega settur saman. "The Big Sell out" hét hann. Þar má sjá afleiðingar "aðstoðar" AGS. Þeir víla ekkert fyrir sér og allt má einkavæða, auðlindir ríkja s.s rafmagn og vatn eru seld erlendum fyrirtækjum í skjóli nafnleyndar.
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 09:39
Sæll Andri Geir,
takk fyrir innlitið,
Ég veit að AGS bauð sér ekki sjálfur, a.m.k ekki opinberlega. Það má þó ímynda sér að þeir hafi fylgst með bólunni og vitað sem var að þeirra yrði fljótlega þörf.
Aðferðir AGS eru alls ekki öllum Íslendingum kunnar og þess vegna skrifaði ég þessa grein. Það getur verið að þú þekkir til en ég hef hitt mikinn fjölda fólks sem hefur ekki hugmynd um vinnuaðferðir AGS
Hvers vegna við höfðum ekki stóran gjaldeyrisforða er spurning fyrir rannsakendur hrunsins. Hversu stóran gjaldeyrisforða hefðum við þurft til að standast skuldsetningu upp á tífalda þjóðarframleiðslu? Ef einhver hefði getað gert eitthvað fyrir hrun hefði það verið Ráðherrar Samfylkingarinnar, því Sjálfstæðismenn ætluðu sér ekki að breyta sköpunarverki sínu. Samfylkingin sem gagnrýndi hlutina fyrir kosningar 2007 sökk bara ofaní dúnmjúka stólana. Sennilega er það nú samt ranghugmyndir hjá mér að gera einhverjar meiri kröfur til Samfylkingarinnar en Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 14:03
Sæll Þorri,
takk fyrir innlitið, ég er sammála þér. Mjög mikil fréttaflutningur, margvíslegur og oft sem stangast á veldur þreytu hjá þjóðinni, verður eins og suð í eyrunum. Fullur þingmaður nær í gegnum þetta suð á örskotastundu en stórmálin ná ekki í gegn.
Ég óttast að við getum ekki losað okkur við AGS. Það er örugglega samningur einhverstaðar sem þjóðin hefur ekki fengið að sjá. Úr þessu verðum við að lágmarka skaðann sem mest við getum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 14:22
Takk Siggi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 14:22
Góð samantekt, félagi Gunnar. Samningur ríkis og AGS er hulinn og erfitt að draga ályktanir þegar öll kurl eru ekki komin til grafar. Manni gremst auðsveipni stjórnvalda og hversu áfjáð þau eru að taka þátt í hinu svokallaða samfélagi þjóðanna á þessum háðungarforsendum. Auðlindir hér eru margar og verða eftirsóttari á allra næstu árum, því hugnast mörgum Kúba norðursins sem brú þangað til. Sjálfur er ég í þeim hópi. Best væri að bretar og hollendingar myndu líta á upprunalegan icesavesamning sem gildan og hunsa viðbætur alþingis, það myndi að vísu valda uppnámi en samhliða skapa sjónarmiðum okkar farveg.
Kveðja, LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:25
Sæll aftur Andri Geir,
takk fyrir innlitið, lýsing þín er skelfileg og að sumu leiti rétt. Ég er samt ekki reiðubúinn að láta allt yfir mig ganga. Aðrir hugsanlegir lánveitendur geta ekki lánað okkur vegna AGS. Það sést vel á því að Norðurlandaþjóðirnar þora ekki einu sinni að lána okkur beint sökum AGS. Þessi stjórnunarárátta AGS er harla óvenjuleg fyrir lánastofnun. Þeim ætti í raun að vera nokk sama þó aðrir lánuðu okkur, hvort sem það væri skynsamlegt eða ekki. Íslensk yfirvöld hafa ítrekað reynt að brjóta þessa herkví AGS. Geir og Solla reyndu að skilja IceSave málið frá AGS og það var mjög sorglegt að hlusta á þau viðurkenna ósigur sinn í því máli. Steingrímur hefur sjálfsagt vonast til að geta fengið lán Norðurlandanna beint til Íslands án þess að AGS nýtti það sem þumalskrúfu á okkur. Allt ber að sama brunni, AGS vill stjórna, út á það gengur starfsemi hans og hann gerir það með skuldsetningu. Því er eina lausnin að skuldsetja okkur sem minnst og að reyna að brjóta af okkur þessa herkví.
Þú segir að auðvitað eigum við að borga okkar skuldir, þar sem engin þjóð í heiminum hefur greitt sínar skuldir að fullu ennþá finnst mér þú full kröfuharður á litla þjóð. Að sjálfsögðu verðum við að reyna að afskrifa sem mest af þessum skuldum, slíkt hefur verið gert áður.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 14:40
Sæl Karen,
takk fyrir innlitið, ég sá líka þessa mund á sínum tíma, mér fannst hún ekki leiðinleg heldur svakaleg.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 14:46
Átti að vera MYND, Karen.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 15:05
Sæll Lýður,
takk fyrir innlitið, að samningur sem hefur í för með sér svo mikla skuldsetningu skuli vera hulinn er hneyksli. Það vakna spurningar um stjórnarskrábrot mtt 40 gr. Ef um eitthvert afsal á sjálfsákvörðunarrétti okkar sem þjóðar er í þessum samningi fer að styttast í stærri orð. Maður óttast að í samningum séu ákvæði sem skýra undirlægjuhátt stjórnvalda.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 15:11
Andri það hafa margir EKKI sýnt umheiminum að þeir kunni að fara með peningar. Það á t.d. um flesta banka í Evrópu sem stand nú á brauðfótum á baki skattgreiðenda á kostnað velferðarkerfisins.
Ég er í hópi einstaklinga sem eru sennilega langstærstu hluti þjóðarinnar sem aldrei hefur framið glæp né heldur lifað um efni fram og ég er stórkostlega móðguð þegar því er haldið fram að ég þurfi að sanna eitthvað fyrir umheiminum í þessum efnum.
Leifðu Björgólfi Thor að gangast við sínum glæp án þess að klína honum á mig.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 16:32
Sæll Gunnar Skúli og takk fyrir afar góðan pistil sem og baráttuna hingað til.
Það er alveg ljóst að það eru afar mörg óvissu atriði sem að við höfum enn ekki fengið svör við í umræðunni, en afar fátt bendir til þess að AGS sé okkur til góðs. Ég held, þrátt fyrir að hafa ekki fengið samninginn, að við sem þjóð verðum að sameinast um að koma þeim héðan í burtu.
Ég skal endurskoða þá afstöðu mína ef að samningurinn verður birtur og sýnir afgerandi kosti þess að hafa þá hér. En ég hef afar litla trú á að sú yrði niðurstaðan. Reynsla annarra þjóða af samskiptum við AGS hefur a.m.k. ekki verið í þá veru.
Baldvin Jónsson, 30.8.2009 kl. 16:43
Frábær pistill.
Við erum í raun hertekin þjóð en fólk er ekki að átta sig á því.
Halla Rut , 30.8.2009 kl. 16:54
Þessi pistill og umræðurnar hér ættu að vera skyldulesning fyrir alla Ölþingismenn!
Ævar Rafn Kjartansson, 30.8.2009 kl. 20:52
Sæll Baldur,
takk fyrir innlitið,
það kemur í ljós í kvöld hvort við ráðum eða AGS, þá er ég að meina hvernig fundur VG fer í kvöld mtt HS-Orku.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 21:18
Sammála og takk Halla Rut.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 21:18
Sæll Baldvin,
takk fyrir innlitið, já ég tel að þú munir ekki verða neitt sérstaklega ástfanginn af AGS þegar fram líða stundir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 30.8.2009 kl. 21:24
Ævar: Mikið af ofanverðu efni fór þangað í morgun, svona heildar-inntakið.
Elle_, 30.8.2009 kl. 21:27
Sæll Gunnar og takk fyrir greinina um AGS í Mbl í dag. Ég kvittaði fyrir hana í tengslum við aðra frétt í dag.
Ég bendi á að við þurfum að draga upp mynd (scenario) af því hvað líklegt er að myndi gerast ef leið AGS væri ekki farin (ef hægt er að losna við þá í ljósi þjónkunar stjórnvalda undir þá), þ.e. hvort ástandið yrði nokkuð verra fyrir þjóðina er til lengdar lætur heldur en væntar afleiðingar af arðráns- og eyðingarstefnu AGS. Það eru þessir tveir kostir, leiðir, sem almenningur þarf að fá mynd af og skilning fyrir og dæma síðan um fyrir sitt leyti. Þegar ljós rennur upp fyrir almenningi hvað hér er raunverulega um að ræða er hægt að virkja sameinað afl þjóðarinnar sjálfrar til sameiginlegrar stefnumörkunar, ákvörðunar og aðgerða. Þar til sá áfangi næst verðu þetta tal einstaklinga og bloggara við aðra slíka og stjórnvöld og opinberir starfsmenn og fræðimenn, heftir undir hæl stjórnvalda, viðhafa vísvitandi þöggun. Þá þöggun þarf að rjúfa.
Kristinn Snævar Jónsson, 31.8.2009 kl. 00:10
Sæll Gunnar,
Það var auðvita gott frumkvæði hjá þér að skrifa þessa grein. Uppfræðsla er alltaf af hinu góða og það er eflaust rétt hjá þér að margir hafa ekki gert sér grein fyrir aðferðum AGS. Ég hef frá upphafi kallað AGS stærsta handrukkara heims og þessi stofnun gætir auðvita hagsmuna lánadrottna. Málið er að erlendir aðilar hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast á Íslandi og hver hin raunverulega skuldastaða þjóðarinnar er. Hér ríkir algjör trúnaðarbrestur af því erlendum eftirlitsstofnunum finnst að FME, Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi ekki veitt tímalegar upplýsingar um starfsemi íslensku bankanna og hreinlega verið að fegra þeirra stöðu þegar þeir vissu betur. Þó erlendir bankar og einstaklingar hafi ekki hagað sér betur en íslenskir er munur á starfsemi eftirlitsstofnanna hér og erlendis. Erlendar stofnanir hafa meiri mannafla, þekkingu og kunnáttu til að greina ástandið hjá sér og beita tímanlegum aðgerðum. Ofan á þetta bætist að á Íslandi er engin óháð þjóðhagsstofnun svo erlendir bankar og ríkisstjórnir hafa komið sér saman um að AGS safni og miðli nauðsynlegum efnahagsupplýsingum um Ísland og er því sá aðili sem aðrar stofnanir erlendis líta til og fara eftir.
Þessi stjórnunarárátta AGS eins og menn tala um er auðvita harla óvenjuleg en kemur til af illri nauðsyn. Þetta snýst ekki um flokkspólitík á Íslandi heldur um að byggja upp traust og trúverðugleika á okkar eftirlitsstofnunum og stjórnsýslu og sanna fyrir umheiminum að þær standist alþjóðlegar kröfur um sjálfstæði. Hér hafa báðar síðustu ríkisstjórnir ekki sýnt að verið sé að fara þessa leið. Skilanefndir, bankaráð og stjórnir opinberra fyrirtækja eru allar skipaðar pólitísku fólki. Engin umræða eða vilji er heldur fyrir því að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Séð frá sjónarhóli útlendinga er full og vaxandi þörf á að hafa AGS hér!
PS. Svo megum við ekki gleyma að útlendingar eru oft kurteisir, segja eitt og hugsa annað!
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.8.2009 kl. 06:56
Þakka þér fyrir frábæran pistil - forgangsmál hjá mér að losna undan viðjum AGS. Það verður gott að fá umræðu í kringum komu Stiglitz í næstu viku. Það sem við þurfum að gera er að koma upp með sannfærandi plan B án AGS. Þurfum einmitt að gera eins og þú koma umræðu um málið upp á yfirborðið og upplýsa almenning um raunverulega stöðu mála.
Birgitta Jónsdóttir, 31.8.2009 kl. 12:24
Þú rekur þetta satt og rétt.
Það sorglega er að það virðist vera sama hver kemur að stjórnun landsins, það láta allir spilla sér eins og þeir hafi aldrei gert annað og stökkva beint á helvítis lestina.
Á Íslandi er nóg af tækifærissinnum sem hugsa um það eitt að græða á þessu pening eða komast til valda í ljósi öngþveitis og óreglu. Þeim gengur vel í augnablikinu, sama hvert litið er á alþingi að þar er varla nokkur einasti maður sem ekki lætur snúa sér eins og skopparakringlu. Spurningin er - Eftir hverju sækjast þessir menn í raun? Er það ekki augljóst - Hvaða "botnlausa gróðalind" hefur verið auglýst í útlöndum nú í 3 áratugi af öllum krafti? Orka...
Rúnar Þór Þórarinsson, 31.8.2009 kl. 12:33
Sæll Kristinn,
takk fyrir innlitið, hvernig við eigum að losna við AGS, hvernig við eigum að leysa vandamál okkar án AGS er ekki augljóst þessa stundina. Því er svo nauðsynlegt að skapa umræðu því einhverstaðar þarna úti er einhver sem sér lausnina. Mannskepnan getur stundum horft á lausnina áratugum saman án þess að kveikja á perunni.
Gunnar Skúli Ármannsson, 31.8.2009 kl. 13:42
Miklar þakkir fyrir þessa grein Gunnar! Nú þurfum við fund í Háskólabíói.
Árni Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 13:48
Gunnar og allir að ofan:
ICESAVE: FJÁRKÚGUN: Gunnar Tómasson, hagfræðingur, hollenskur háskólakennari, Dirk Bezemer og bandarískur prófessor, Michael Hudson í hollenska fréttablaðinu de Volkskrant :
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/31/segja_islendinga_beitta_fjarkugun/
http://extra.volkskrant.nl/opinie/artikel/show/id/4009/EU_moet_geen_deurwaarder_spelen
http://mbl.is/media/81/1681.pdf
Alltaf skal Michael Hudson koma okkur til hjálpar.
ElleE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 15:40
Ef Icesave-stjórnin hefði einhvern snefil af viti, værum við í betri málum í dag. Það eru víða til menn sem hafa skilning á efnahagsmálum og þarna kemur einn enn í ljós, Dirk Bezemer. Nú veltur allt málið á, að Ólafur Ragnar Grímsson standi með almenningi.
Ég verð líklega að þýða þessa grein þótt Hollendskan mín sé aum. Þakkir fyrir að benda á þetta Elle.
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.8.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.