Ég var að pæla......

Ég var að pæla, óþarfi að halda sér fast ég er ekki svo djúpur. Hefur þetta stríð um IceSave snúist um örfáa einstaklinga sem hafa krafist sterkra fyrirvara við ríkisábyrgðinni. Ögmundur mest áberandi sökum stöðu sinnar og hagstæðrar fortíðar í IceSave málinu. Mótmæli stjórnarandstöðunnar hefðu sennilega verið látin liggja í léttu rúmi ef allir stjórnaliðar hefðu hugsað eins og Samfylkingin. Þá hefði málið verið afgreitt eins og hvert annað stjórnarfrumvarp.

Síðan er það þessi viðbótarsamningur sem Samfylkingin virðist hafa gert við Evrópusambandið. Að minnsta kosti virðist Össur vita manna mest um það mál. Samningurinn er einhver óopinber sáttmáli/viljayfirlýsing um endurgreiðslur á IceSave ef við samþykkjum að ganga í ESB. Það er greinilega gert ráð fyrir því að við séum komin inn í bandalagið innan 7 ára.

Að lokum, að allar hugsanlegar fyrirgreiðslur virðast þurfa að fara um skrifborðin í Washington fyrst. Við fáum enga fyrirgreiðslu nema fulltrúar AGS sleiki frímerkin fyrst. Sérkennileg ráðstöfun stofnunar sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa þjóðum í neyð. Enn þá sérkennilegra að þjóðir skuli sætta sig við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð pæling og tek undir þetta síðasta, það er ótrúlegt með svikasögu AGS að þjóðir skuli ennþá treysta því að þær fái einhverja aðstoð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 21:28

2 identicon

Ég er gargandi bit á þessu öllu saman. Mér finnst eins og enn einu sinni sé verið að fara á bak við okkur; icesave hangi saman við aðildarumsókn og aðildarumsókn hangi saman við icesave. Ég skil ekki ekki af hverju fólk hafði ekki áhuga á að leita uppi sérfræðinga til að ráða okkur heilt á fyrri stigum.

AGS = aðgerðarsinnar gegn þjóðum í vanda

Kolla (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband