Ekki ráðist í niðurfellingu skulda, hins venjulega Íslendings, samkvæmt samkomulagi við AGS.

 

Þetta er að finna á RÚV þann 4 ágúst 2009.

Félagsmálaráðherra segir ekki verða ráðist í almennar niðurfellingar skulda hjá almenningi. Það sé ein af forsendum samstarfsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ekki sé í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu.

Þetta eru andsvör hans við gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna við lélegum úrræðum bankanna og yfirvalda.

Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég heyri Ráðherra segja það hreint út að fólki verði ekki bjargað með niðurfellingum skulda. Gríðarleg aukning á skuldastöðu einstaklinga hefur verið orsökuð af öllum öðrum en þeim sjálfum. Það sem lántakendur skrifuðu undir var að greiða lánin upp á ákveðnum fjölda ára, það hefur nú verið svikið. Svikaforsendurnar fyrir hækkun lána einstaklinga hafa verið ræddar í þaula og eru flestum kunnar.

Það sem er athyglisvert við fréttina er að íslenska Ríkið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu með sér samkomulag í upphafi viðskipta sinna eftir hrun. Samkomulagið gengur út á það að alls ekki eigi að fella niður skuldir almennings. AGS bannar allar afskriftir á lánum einstaklinga og íslenskar Ríkisstjórnir samþykkja það. Hvers vegna hafa ekki stjórnmálamenn sagt okkur lántakendum strax að við sætum ein í súpunni, hvers vegna er verið að gefa fólki von um að einhver hluti lána þeirra verði afskrifaður. Nú er það ljóst, lánin skulu greidd að fullu en við getum valið hversu margar kynslóðir munu taka þátt í greiðslunum. Aftur á móti er hægt að bjarga bönkum og þvíumlíku.

Framkoma íslenskra yfirvalda er hneykslanleg. Þau eru fulltrúar fólksins, eða að minnsta kosti kusum við þau á þing til þess. Alþingismenn og Ráðherrar skammta ofaní okkur upplýsingarnar. Við erum búin að hrópa á gegnsæi. Okkur er bara gefið langt nef. Ef þingmenn hafa ekki fattað það þá treystir íslenska þjóðin þeim ekki lengur. Þess vegna erum við á förum.

http://www.ruv.is/servlet/file/255707_258_preview.jpg?ITEM_ENT_ID=255707&COLLSPEC_ENT_ID=962&FILE_SERVICE_CONF_ID=258


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónas er með fróðlegan punkt um ummæli ráðherra vegna meints ómöguleika á leiðréttinu til heimilana. Sjá http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=12066

Væri fróðlegt að fá fram hvort er rétt, lýgur ráðherra eða eru til fleiri leynisjöl og samningar frá AGS sem var troðið á íslenskan almenning án hans vitneskju?

sr (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll sr,

því miður held ég að Árni Páll segi satt núna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.8.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þú hefur þá heyrt þessa frétt lika mér fannst þetta stórfrétt en það hefur lítið verið fjallað um þetta

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 23:41

4 identicon

Því miður því miður. Eða þannig.

Hvorugur kosturinn er góður, þitt svar felur í sér að enn eigi eftir að draga fleiri leyniskjöl fram í dagsljósið... Maður er farinn að spyrja sig, eru stjórnvöld í einhverri tilraun til að komast í Heimsmetabókina undir flokkinum "Hversu oft og hve lengi má ljúgja heilu þjóðina sundur og saman"

sr (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón, já mér fannst þessi frétt mjög mikilvæg.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.8.2009 kl. 00:10

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll sr,

gúgglaðu IMF, gott að vera á þriðja glasi áður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.8.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Að hugsa sér að vinstri stjórn komi svona fram við okkur fólkið í landinu.  Okkur er fórnað, fyrir kostnað ESB og útlendinga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2009 kl. 00:53

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jóna,

ég hef verið hugsi yfir því sama og þú. Þegar maður kynnir sér feril AGS þá fer maður að skilja samhengi hlutanna betur. AGS hefur ætið fórnað öllum nema fjármagnseigendum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.8.2009 kl. 01:12

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér varð bumbult við þessa frétt. Undarlegt hve lítið er um hana fjallað í fjölmiðlum. Ætli fólk trúi ekki sínum eigin eyrum? Sætti sig bara við þetta.

Kveðja að norðan.

ES. Mig undar ekki að þið skuluð hugsa ykkur til hreyfings, ég geri það sama.

Arinbjörn Kúld, 7.8.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband