Nútíma þrælahald

Það er fátt sem gefur tilefni til bjartsýni þessa dagana. Ef við samþykkjum Icesave þá munu skuldir landsins verða óviðráðanlegar. Á sama tíma segja matsfyrirtæki, bankar og AGS að við samþykkt samningsins séu svokallaðar "lánalínur" opnar. Þ.e.a.s. við verðum ekki Kúba norðursins. Það virðist vera að til að gera sem flesta hamingjusama í nágrannalöndunum sé að þiggja sem mest lán af viðkomandi löndum.

AGS virðist vera miðlægur í þessu ferli. Hann hefur bútað niður aðstoðina til okkar og útdeilir henni í smápörtum. Sama aðferð og ég beiti við hundinn minn. Ef ég er með heila pulsu þá ríf ég hana niður í litla hluta og hvutti fær síðan bitana eftir því hversu þóknanlegur hann er. Ef Íslendingar gera ekki þetta eða hitt þá kemur ekki næsti biti frá AGS. 

Þegar búið verður að skuldsetja okkur í botn þá þurfum við að borga, að sjálfsögðu. Þar sem við erum rík af auðlindum er hægt að skuldsetja okkur mikið. Skuldsetningin mun miðast við að við getum borgað, rétt svo. Til að tóra munum við þurfa að selja auðlindir okkar, skera niður allan óþarfa kostnað eins og heilbrigðis- og menntakerfi. Allt þetta til að framleiða eins mikinn gjaldeyri úr áli og fiski og við getum.

Þar sem við erum með málþóf á Alþingi vegna Icesave þá er þegar farið að hóta okkur. AGS gefur í skyn að ekki fáist áframhaldandi fyrirgreiðsla frá honum. Matsfyrirtækin og Norræni fjárfestingarbankinn hóta líka.

Ef við fellum Icesave samninginn þá mun öllu verða skellt í lás. AGS kippir að sér hendinni. Hin löndin sem ætluðu að lána okkur hætta við. Matsfyrirtækin setja okkur í ruslflokkinn. Ísland verður Kúba norðursins. Neikvæð fjölmiðlaumræða úti í heimi mun drekkja okkur. Ég sé ekki neina lausn á þessari stöðu okkar.

Ég tel einsýnt að við stefnum í skuldafen og þrældóm. Eina spurningin er hversu margir munu vera eftir á Íslandi til þess að borga skuldirnar.

http://www.4strugglemag.org/images/slaves.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt, þetta er öfugsnúið allt saman. Ég spyr mig á hverjum degi: ætla ég að lifa við þrældóminn og taka börnin mín og barnabörn með? Svar mitt er NEI en hvert get ég farið?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Gunnar Skúli

Takk fyrir frábæran pistil

Ég held að stefna AGS sé að skuldsetja okkur svo mikið að lánadrottnar "þurfi" að ganga að veðum.

Ég segi frekar Kúba norðursins en skuldaþrælar alheimsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég segi eins og Jakobína frekar Kúba norðursins en skuldaþrælar alheimsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:02

4 Smámynd: Benedikta E

1.Við þurfum ríkisstjórn / starfstjórn sem er í okkar liði sem ekki tekur stöðu gegn þjóð sinni...........

2.Fellum Æsseif það eru engin tímamörk á afgreiðslunni á honum nema frá AGS -þegar þeim fer að leiðast Bretum og Hollendingum þá geta þeir bara sótt til  dómstóla

3.Stoppa ESB -  ekki tímabært höfum ekki efni á slíkum útgjöldum

4.Stoppa 20/20 planið

5.Setja Breiðavíkurnefndina af - greiða þolendunum með samkomulagi

6.Skilanefndirnar bankanna  settar af - nýt fyrirkomulag

Styrkja innviðina - heimilin - atvinnulífið - með sjálfbærni að markmiði - landbúnaðinn - fiskveiðar - garðyrkju - orkuna - vatnið allt ......................

Leggjum áherslu á útflutning - finnum okkur ný  markaðs svæði..........

Engar milljarða lántökur og skuldsetningar hægri vinstri eins og stefna ríkisstjórnarinnar er

Svo standa allir saman og hjálpast að engar spillingar afætur..................

Það er gott að AGS hefur ekki greitt það sem hann lofaði

Svo verðum við að kalla heim þá sem hafa flutt í burtu við þurfum vinnandi og vinnufúsar hendur sem greiða skattana sína í ríkisbúskapinn þetta verður eitt stórt heimili...........Þetta er hægt -  nóg af tómu húsnæði.............

Bara ekki bölmóð - ég er sammála ykkur Jakobína og Jóna það er betra að vera þræll á eigin forsendum í eigin landi en skuldaþræll alheimsins með hamarinn yfir hausnum alla daga...................

Benedikta E, 25.7.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Benedikta E

Skúli varðandi neikvæða fjölmiðlaumræðu úti í heimi - við þurfum að fá trausta ríkisstjórn............sem borin er virðing fyrir..............

Það er ríkisstjórnin sem við sitjum uppi með sem hefur slæmt álit erlendis enda engin furða - en útlendingar vorkenna íslensku þjóðinni að hafa ríkisstjórn sem svíkur þegna sína..........hefurðu ekki orðið var við það hjá útlendingum?

Benedikta E, 25.7.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband