Sérkennilegt greiðslumat

Sérkennileg frétt. Banki er reiðubúinn að lána okkur ef við skuldum meira, þ.e. ef við samþykkjum Icesave. Ef við tökum á okkur Icesave ættu möguleikar okkar til að borga lán til baka að minnka. Hvers konar greiðslumat er þetta? Bankastjórn Norræna fjárfestingabankans er greinilega ekki upp á marga fiska. Hver er hagur þeirra? Hvers vegna vilja allir að við skuldum svona mikið?

Annars fékk ég hugdettu í dag. Hvar ætli sé best að búa í dag? Jú í Tyrklandi vegna þess að Evrópusambandið vill ekkert með þá hafa.

http://eyjan.is/files/2009/06/utrasinabc.jpg


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bankinn er reiðubúinn að lána okkur ef við við stöndum við skuldbindingar okkar.

Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:38

2 identicon

Tessi vangefna tjóð á ekkert gott skylið. Maður skammast sín fyrir að vera af tessum kynstofni! Við erum svoleiðis búin að taka Evrópu í rassgatið,ljúga og svíkja,svindla og plata allt og alla og núna er PAY BACKTIME! gott á okkur bara!

óli (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 20:51

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já félagi Gunnar,

það er margt skrýtið í hausnum á þessari kú!

Það er líka dálítið sérkennilegt á blogginu núna að það eru mörg nafnlaus innlegg eins og þessi "Pétur" hjá þér sem eru á því að þetta brot á Genfarsáttmálanum gagnvart Íslandi sé nánast eðlilegt og sjálfsögð viðbrögð hjá bankanum. Þetta eru skipulögð viðbrögð og afar sérkennileg og ógeðfeld.

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.7.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já fékk þennan pétur inn hjá mér.

Ætli hann sé á mála hjá AGS

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.7.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Já það er aldeilis annað uppi á teningnum hérna en undanfarna daga. Greinilega búið að vekja varðhundadeild ESB. Þeir hafa greinilega beðið eftir fyrirmælum frá húsbændunum og eru farnir að gjamma hver í kapp við annan. Pétur, Óli og hvað þeir nú heita.  Ég bíð spenntur eftir því að Svenni, Dóri, Simmi og hvað þeir nú kjósa að kalla sig, opni á sér skoltinn og taki undir.  Það er til fullt af gælunöfnum, sem hægt er að nota. Og svo um að gera að nota coppí-peist, það sparar heilmikinn tíma. 

Svona áfam nú! Urridan - bíttann!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 24.7.2009 kl. 01:05

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

  
 
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband