21.7.2009 | 22:48
Akkilesarhæll Íslands
Þar með er það enn einu sinni staðfest. Íslendingar eiga að samþykkja Icesave samninginn til að það opinberist ekki að regluverk ESB er meingallað. Reglur sem samdar voru af gáfnaljósunum í Brussel til að eigendur bankabóka gætu treyst bönkum fyrir fjármunum sínum. Ísland er skólabókardæmi um að reglurnar eru meingallaðar. Það má ekki komast upp og því skulu Íslendingar borga hvað sem það kostar.
Það sem er þó verst af öllu að Icesave samningurinn er tengdur umsókn Íslands um aðild að ESB. Það kemur mjög skýrt fram í því viðtali sem Mbl vitnar í í hollenskum fjölmiðlum. Þar tekur hollenski utanrikisráðherrann af öll tvímæli um þetta atriði. Þar með hefur hann gert all nokkra íslenska ráðherra að ósannindamönnum.
Eftir lestur þessarar fréttar Mbl er það kristaltært að viðsemjendur okkar þurftu alls ekkert að hóta okkur mikið. Nei tromp þeirra er ást Samfylkingarinnar á ESB. Hjörtu Samfylkingarinnar og ESB virðast slá í takt. Það virðist vera koma æ betur í ljós að snöggi bletturinn á Íslendingum, Akkilesar hællinn, gagnvart ESB og Icesave er Samfylkingin. Það ætti að vera nokkuð augljóst að ef allir stjórnmálaflokkar væru andsnúnir inngöngu okkar í ESB hefðu menn hagað sér öðruvísi. Það er sárt að þurfa að minna vinstri menn á að sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við.
Þrýst á Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heimspeki, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Gefum skít í þetta Icesave kjaftæði og bætum bara viðskiptasambönd við Kanada og Bandaríkin.
Ólafur N. Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 23:09
Sæll Ólafur,
ég er sammála þér. ESB bjargar ekki efnahag Íslands, upptaka Evru er eitthvað fyrir barnabörnin. Því er sennilega mun vænlegra að ganga í NAFTA.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.7.2009 kl. 23:48
Ást samfylkingarinnar á ESB skýrir ekki viðsnúning VG né tilurð leyniskjalsins í hinni frægu möppu sem fylgir icesave málinu og skelfir alla sem það hafa séð.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.7.2009 kl. 00:17
Stendur okkur eitthvað til boða að ganga í NAFTA, eða lifið þið kannski í draumaheimi?
Þetta mál snýst ekkert bara um Samfylkinguna. Það er einfeldni að halda því fram. Þetta snýst um framtíð Íslands. Við lifum ekki án samskipta við aðrar þjóðir og við erum Evrópuríki með mikil viðskipti við Evrópu.
Anna (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:42
Sæll Arinbjörn, hvað getur skýrt viðsnúning VG. Fátt er um svör. Nærtækast er stólaást og óbilandi trú þeirra að þeir séu hæfastir. Til að halda stólunum verða þeir að fylgja Samfylkingunni. Samfylkingin elskar ESB. Um leyniskjalið getum við ekki fullyrt neitt ennþá.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.7.2009 kl. 01:44
Anna, það land sem getur ekki staðið í skilum er ekki fullvalda, sjálfstætt ríki. Um það snýst málið, því snýst mitt mál um framtíð Íslands. Við erum nú þegar í miklum samskiptum við Evrópu. Spurningin er hvort þeim samskiptum er stjórnað frá Reykjavík eða Bruessel.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.7.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.