Er það hagur VG að allt fari aftur á steinöld því þá verður allt svo "grænt".

Það er farið að læðast að manni illur grunur. Þeir einstaklingar sem fá að sjá leyniskjöl um Icesave samninginn eru ekki samir á eftir. Hárin rísa á höfði þeirra, nema að sjálfsögðu Steingrími. Orðrómur er á kreiki um að við eigum engra kosta völ. Til að greiða Icesave og aðrar skuldir verðum við að virkja enn meira og reisa enn fleiri álver. Er það skýringin á algjörri uppgjöf Steingríms gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að öll þingstörf séu bara formsatriði.

Sú leynd sem er á ýmsum staðreyndum gerir almenningi mjög erfitt um vik. Er hugsanlegt að látið sé í veðri vaka að við séum í vonlausri aðstöðu svo við séum ekki með múður. Svo að við samþykkjum Icesave í þeirri trú að við getum ekkert annað. Ég tel að það sé borgaraleg skylda allra sem vita sannleikann að opinbera hann.

Atburðir síðustu mánaða bera þess glögg merki að allir eru að tapa nema lánadrottnar. Þeir halda sínum hlut. Almenningur og fyrirtæki skulu blæða þangað til þau geta ekki greitt meir. Allt til þess að lánadrottnar beri ekki nokkurn skaða af kreppunni. Hugsanlegt er að það samrýmist stefnu VG því ef allir flytja af landi brott mun náttúran blómstra án mannskepnunnar á Íslandi, virkilega grænt, ekki satt?

Margar orrustur hafa verið háðar án fyrirfram gefinnar niðurstöðu og óvissra lykta. Því er aðstaða okkar Íslendinga ekkert óvenjuleg. Meðan við vitum ekki betur tel ég best að taka slaginn og falla með sæmd, eða sigra

http://static.panoramio.com/photos/original/168061.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg furðulegt með þennan feluleik á skjölum vegna ESB bræðingsins,hvað er verið að fela fyrir þjóðinni.Steingrímur J nú ,er ekki sami Steingrímur J er var fyrir kosningar.

Númi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað verðum við að taka slaginn, og sigra eða falla með sæmd.  Annað er ekki ásættanlegt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er ein stóra spurningin - hvaða hræðilegi sannleikur er það sem alls ekki má segja þjóðinni frá?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.7.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar Skúli. Fín færsla en hræðilega ógræn mynd. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.7.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband