19.7.2009 | 00:34
Bastillu dagar framundan.
Landsmenn botna ekkert í Vinstri Grænum. Þeir hafa svikið öll kosningaloforðin sem ég man eftir enda skammt frá síðustu kosningum. Gömlu karlarnir voru búnir að bíða svo lengi. Nú á að njóta sem lengst hvað sem það kostar. Það er í raun eina skýringin. Að sterkasta stjórnmálafl landsins gegn ESB sækir svo um aðild að ESB, það eru bara ekki svik, það má frekar flokka sem geðveilu.
Ef það væri venjulegt árferði á Íslandi væri öllum kannski sama þó sú geðveila riði húsum við Austurvöll. Það er stórhættulegt núna þegar íslensk þjóð er á ögurstundu. Það er eins og menn taki einhverja sótt þegar þeir verða hluti af aðlinum. Eitt aðaleinkenni þessarar sóttar er að almenningur á mjög erfitt með skilja málflutning ráðherranna. Skýringin gæti verið að þeir stunda kappræðu í stað rökræðu. Sú kappræða virðist gersneidd gagnrýnni hugsun. Þar sem almenningur sinnir störfum sínum almennt af alúð og skynsemi virðist hann eiga í erfiðleikum með að skilja rakalausan verksmiðjuframleiddan málflutning Vg.
Að Vg "nenna" ekki að reikna út afleiðingar Icesave er mjög alvarlegt. Samningurinn er ofviða íslenskri þjóð. Þegar um er að ræða jafn alvarlegt mál verða menn bara að nenna að sinna vinnunni sinni. Annars gæti margt óvænt gerst á Íslandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.