Í IÐNÓ, mánudaginn 29. júní kl. 20-22.
Fundarefni:
IceSave - Getum við borgað?.
Frummælendur:
- Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur
- Einar Már Guðmundsson rithöfundur
- Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
Í pallborði verða (auk ofangreindra):
- Meðlimir úr InDefence hópnum
- Eygló Harðardóttir þingmaður
- Elvira Méndez dr. í Evrópurétti
Að vanda hefur öllum þingmönnum verið sérstaklega boðið.
Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Hver aðili hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.
Athugasemdir
Þetta var klassafundur. Takk fyrir að minna mig á hann. Ræða Einars Más var óborganleg. Steingrímur J. stóð sig vel miðað við aðstæður (nær allir á móti) en átti fátt eftir til réttlætingar í lokin, enda málstaðurinn afleitur.
Ívar Pálsson, 30.6.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.