Iðnó mánudagskvöld kl 20:00, Opinn Borgarfundur-IceSave, getum við borgað?

Annað kvöld í Iðnó verður Opinn Borgarafundur. Efni fundarins verður IceSave, getum við borgað? Þetta er fyrsta spurningin sem allir lántakendur spyrja sig. Svarið við henni ákvarðar framhaldið. Ef svarið er nei þá taka menn ekki lánið. Ef veðin eru góð þá eru lánveitendur til í tuskið. Steingrímur er frummælandi og verður að standa fyrir máli sínu. Mjög margir Íslendingar eru því andsnúnir að taka þetta lán. Því miður virðist fjöldin þreyttur á þrasi og setur sig ekki nægjanlega vel inn í málavextir. Það er mjög mikilvægt því aðeins örfáar vikur eru þangað til Alþingi tekur afstöðu í málinu.

Mætum öll því við erum meðábyrg, að minnsta kosti eru það við sem borgum IceSave. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta áhugaverður fundur.

Sigurjón Þórðarson, 28.6.2009 kl. 21:49

2 identicon

Sorgarathöfn vegna tekjuskerðingar á örykja og eldri borgara og vegna Icesave.
     29. júní kl. 10:00 f.h verður sorgarathöfn fyrir framan alþingihúsið vegna fyrirhugaðra tekjuskeðringa á örykja og eldri borgara, en þá verður bandormurinn ógurlegi, tekinn til umfjöllunar. 
  29. júní kl. 15:00, má búast við umræðu um Icesave.
(Með fyrirvara á breytingum á áður auglýstri dagskrá alþingis. - Ffylgist með á netinu!)
   Mætum með leiðisljós, luktir, kerti, blóm í vöskum(krukkum) sorgaráletranir á borðum, krossa og hvaðeina, til að láta í ljós sorg okkar.
Tjaldborgin

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband