Svona borgum við IceSave.

Okkur Íslendingum eru flestar bjargir bannaðar. Ef við samþykkjum IceSave samninginn þá munum við lifa við hungurmörk árum saman ef við förum hreinlega ekki á hausinn. Ef við höfnum honum fer Evrópusambandið í fýlu og reynir að einangra okkur. Bandaríkjamenn og NATO hafa engan áhuga á okkur eftir að kalda stríðinu lauk.

Spurningin er hvort smá smjörklípa kæmi að notum. Segjum okkur úr NATO og bjóðum Kínverjum Keflavíkurflugvöll fyrir herstöð. Auk þess gætum við fengið hingað inn kínverskar verksmiðjur því við erum hvort eð er láglaunasvæði. Allt þetta gegn hóflegu gjaldi, svona einu stykki af IceSave samningi. Þetta er í raun bara spurningin hverjum við afhendum fullveldi okkar, eða þannig sko.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi: Ef við höfnum honum fer Evrópusambandið í fýlu og reynir að einangra okkur".

Ef við höfnum honum þá gerum við það af ríkum ástæðum og það er mikil einföldun að segja að á þá fari hinn aðilinn í fýlu - sem í raun skiptir engu máli.  Það er jú annar valkostur í stöðunni.

Þegar tveir siðaðir einstaklingar deila fyrir dómstóli með aðstoð lögmanna er það viðtekin venja að legga fram tillögur (e. offer to settle) sem mótaðili kommenterar á með móttilboði, þar til að samkomulag næst.

Þjóðin hefur hafnað þessum samningi algjörlega og í ljósi þess hvernig hann varð til verðum við að  fara þá leið að krefjast þess að málið fari fyrir hlutlausan dómsstól og sé afgreitt af honum. Það mun m.a. gefa Íslandi það vægi (e. leverage) sem við þurfum í þessu; en m.a. þarf að taka tillit til þess hvað íslenska ríkið getur greitt í raun.

M.o.o. það á ekki að flækja málið meir en þörf er, en það eitt t.d. að blanda ESB aðildarumsókn inn í þetta sýnir fáránlega aðkomu vanhæfra stjórnmálamanna að þessu viðkvæma máli - en lykilatriðið hér er að taka á vandamálinu. Opinberar vanhæfi stjórnmála- og embættismanna til að takast á við þetta af festu.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband