Lauk Lýðveldinu 5 desember 2008?

Ég er ákaflega hugsi. Er að lesa bók Guðna Th. þessa dagana. Mín upplifun er sú að þann 5 desember s.l. þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktunartillögu var bundinn endir á sjálfstæði okkar Íslendinga. Þá lauk Lýðveldinu eins og við höfum kynnst því hingað til.

Tillaga til þingsályktunar
um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka
á Evrópska efnahagssvæðinu.
(Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)

Þingsályktunartillagan hljóðar svona og er mjög saklaus á að líta.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld
vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli
þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.

Það eru þessi viðmið sem skipta öllu máli og fylgja með í þingsályktunartillögunni. Ég er ekki lögfróður en ef Alþingi samþykkir viðmiðin þá hljóta Íslendingar að hafa samþykkt þau. Viðmiðin fylgja hér með.

UMSAMIN VIÐMIÐ
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og
hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/
EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld
inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum
Evrópusambandsins.


2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna
þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og
samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna
sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift
að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.


3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi
þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Samkvæmt þessu þá fékk Ísland enga fyrirgreiðslu hjá AGS nema að samþykkja Icesave skuldirnar. Liður 3 tryggir það að við rífum ekki kjaft seinna því Evrópusambandið mun verða samráðsaðili að aðstoð AGS. Ef við fellum samninginn núna á Alþingi munum við ekki fá frekari aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.

Við vorum algjörlega borin ofurliði, ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar studdu okkur. Ekki það að við hefðum ekki góð rök fyrir máli okkar. Nei, það var bara sá sem valdið hefur sem réð, þeir þurfa sjaldnast á lögum að halda.

Ekki veit ég hvort er verra að vera gjaldþrota þjóð eða útskúfuð svöng þjóð. Sennilega erum við hvoru tveggja. Hvað er til ráða kæru landsmenn? Kæra þá fyrir mannréttindarbrot? Kannski er best að við flytjum öll til Englands og skráum okkur atvinnulaus þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll Gunnar - mér er vækt sagt brugðið!

Landráð stjórnvalda -Kæra þau...... Kúgun og valdnýðsla Bretanna - kæra þá fyrir mannréttindabrot.....

Þjóðin á Austurvöll - Stöðvum landráðahyskið á Alþingi...........

Benedikta E, 15.6.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég legg til að við höfnum aðstoð AGS því þá neyðumst við til þess að vinna okkur upp úr þessu. Ríkisstjórninni er ekki heimilt að skulbinda ríkissjóð fyrir ótiltekinni fjárhæð hvort sem þingið hefur samþykkt það eða ekki. Stjórnarskráin leyfir það ekki.

Stjórnvöld hafa nú hvað eftir annað gengið í berhögg við stjórnarskránna og kannski komin tími til þess að spyrja hvort menn ætli að axla ábyrgðina á því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.6.2009 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband