5.6.2009 | 23:00
Kópavogssamningurinn 1662, taka tvö.
Það er ekki laust við óbragð í munninum núna. Kópavogsfundurinn 1662 kemur upp í hugann. Þau ætla að skrifa undir samning við Breta og Hollendinga í nótt. Samning sem bindur mig og börnin mín á skuldaklafa til langs tíma. Því gagnstæða var einmitt lofað fyrir síðustu kosningar. Skuldir sem við fjölskyldan tókum engan þátt í að stofna til. Hvers vegna fáum við ekki að kjósa um þetta beint, það er jú við sem eigum að borga. Hvers vegna fáum við ekki að vita hvaða eignir eiga að koma upp í skuldina, eignir sem Bretarnir vilja ekki sjá. Hvers vegna þetta leynimakk. Að sjálfsögðu eiga allar þessar upplýsingar að vera á heimasíðu Alþingis. Það er eins og við hin séum algjörir óvitar og best að við vitum sem minnst.
Leyndin er einn af orsakavöldum hrunsins. Steingrímur og Jóhanna aðhyllast ennþá slík vinnubrögð. Þau eru alin upp við slíka foræðishyggju áratugum saman. Þau skilja ekkert annað. Allt á að vera klappað og klárt fyrir blaðamannafundinn á morgun. Síðan má aflétta leyndinni seinna fyrir söguritara. Ekki núna fyrir þjóðina sem á borga.
Við kusum steingervinga og kerfiskarla yfir okkur í maí. Því miður. Steingrímur virðist vera fúinn kerfiskarl sem getur ekki verið snöggur né farið ótroðnar slóðir. Hvorki frumkvæði né nýjabrum. Jóhanna virðist vera einangraður eldri borgari. Heilsar ekki, svarar ekki og segir alltaf það sama.
Sjálfsagt mun lokaniðurstaðan vera Jóhönnu og Steingrími að skapi. Innan ekki svo langs tíma mun mengun og ofveiði heyra sögunni til. Hvalaveiði aflögð. Það kunna Vinstri-græn að meta. Einnig mun Jóhanna gleðjast því allir Íslendingar munu verða komnir í Evrópusambandið. Engin furða því við verðum öll flutt héðan, sennilega til Evrópu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég sammála þér Gunnar.
Þvílík mistök er þjóðin gerði með því að kjósa þessa æviráðnu embættismenn til starfa.
hallarut (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:06
Ég segi bara, Búmm, búmm, búmm vanhæf ríkisstjórn. !!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:39
Ég er komin á fremsta hlunn með að segja: Blessuð sé minning íslensku þjóðarinnar sem eitt sinn var ein þeirra friðsömustu í heiminum...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.6.2009 kl. 04:34
Jóhanna verður komin á elliheimili löngu áður en kemur að skuldadögunum.
Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.