Reyk-ja-vík og Jóhanna.

Það voru margir á Íslandi sem biðu spenntir eftir munnlegri skýrslu Jóhönnu í dag. Skýrslu um hversu hratt og örugglega sumir Íslendingar fara í gjaldþrot. Það var mjög sérkennilegt að hlusta á Jóhönnu. Þegar hún er loksins komin í góða aðstöðu til að hygla þeim sem minna mega sín þá verða ákvarðanirnar sem hún þarf að taka þær erfiðustu á lífsleiðinni. Svolítið sérstakt verð ég að segja. Ég hefði haldið að það yrði auðvelt að valta yfir auðvaldið og færa almúganum fé og völd.

Hún afneitaði AGS og sagði það gert fyrir almenning að staðgreiða skuldir þjóðarbúsins í einum grænum. AGS og erlendir lánadrottnar kæmu hvergi nærri þeim fyrirætlunum Ríkisstjórnarinnar. Fyrirgefið en er mig að dreyma.

Verst af öllu að fátt nýtt kom fram í ræðu Jóhönnu. Mest atriði sem þegar hefur verið fjallað um. Gerði Jóhanna sér ekki grein fyrir að við biðum með öndina í hálsinum í dag eftir ræðu hennar. Þetta var nokkurn veginn síðasti séns að standa sig. Ef þessi taktík sjálfsvorkunnsemi og stefnuleysis á að vera aðalsmerki Ríkisstjórnarinnar er ekki von á góðu. Mörg þúsund manns bíða eftir lausn sinna mála. Þá er það alls ekki ásættanlegt að þau ætli að tékka á því fólki við tækifæri .Hætta er á því að þá muni Reykjavík bera nafn með rentu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Við getum þó þakkað fyrir að þeir sem komu okkur í þessar hremmingar, eru ekki lengur við völd! 

 Þá væri engin framtíð fyrir börn okkar og barnabörn.  -

Útilitið er svart Gunnar, svo svart að svartara hefur það ekki gerst í þjóðfélagi sem á að heita nútíma þjóðfélag. 

 Það hjálpar ekkert að kynda undir þessari fáránlegu heift sem maður finnur að er markvisst kynnt undir sumsstaðar hér á blogginu.  Þú veist jafnvel og ég, til hvers það getur leitt.  -  

Við verðum frekar að hugsa um börn okkar og barnabörn,  og leggja okkar að mörkum til að þau fái að njóta gæða landins okkar í framtíðinni.  -

Og ég vil ekki að þeir sem komu okkur í þetta ástand sem hér ríkir, komist til valda aftur,  á þeim forsendum að félagshyggjustjórninin hafi verið óvirk.

 Ég sé ekki betur en að þessi ríkisstjórn sé að vinna að öllum þeim málum sem við vildum að hún væri að vinna að. 

Og allt tekur sinn tíma.  - Það tekur tíma að stinga á kýli, og bíða eftir að allur gröftur velli út,  og sárið hreinsist,  þannig að það megi loka því,  það gerist ekki á einum degi.  Það veist þú best, sjálfur læknirinn.

Og gröft sem hefur fengið að grafa um sig í 18 ár,  þarf tíma til að komast upp á yfirborðið svo hægt sé að hreinsa út.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lilja ef þetta er félagshyggjustjórn þá færist ég enn lengra til hægri

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.5.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband