24.5.2009 | 00:45
Gjáin.
Ég er ekki alveg ađ kyngja ţessu. Í den var munur á hćgri og vinstri. Í dag virđast allir verđa ađ einhverskonar skíthćlum ţegar komiđ er inn í steinhúsiđ viđ Austurvöll. Í dag var mótmćlafundur á Austurvelli. Enn er gjá á milli stjórnvalda og almennings. Ţađ virđist ekki skipta máli hver er í Ríkisstjórn. Ţađ er eins og eina lausn íslenskra Ríkisstjórna sé ađ láta heimilunum blćđa, ađ heimilin borgi kreppuna.
Hvađ veldur ţessu? Hvađ veldur ţví ađ ţađ skiptir engu máli hver situr í Ríkisstjórn. Hver segir ríkisstjórninni fyrir verkum? Ríkisstjórnin sinnir fjármagnseigendum af alúđ og kristilegum kćrleika. Hjörtu ţeirra slá í takt. Skuldarar mega ţvćlast um ranghala stjórnsýslunnar og fjármálafyrirtćkja einir á báti. Ţađ finnst Ríkisstjórnum Íslands eđlilegt ástand.
Ţar međ er komin gjá á milli ţeirra sem skulda og ţeirra sem lána. Sökum íslenskra laga eru lánveitendur ţeir sem meira mega sín. Vinstri menn í Ríkisstjórn eru svo andskoti löghlýđnir ađ ţeir geta ekki tekiđ málstađ lítilmagnans. Öđruvísi mér áđur brá. Ef svokallađir vinstri menn ćtla ađ fylgja gömlum lögum íhaldsins út í ystu ćsar verđur aldrei nein bylting. Bylting snýst um ađ kollvarpa gömlum gildum. Stólást Jóhönnu og Steingríms virđist ćtla ađ koma í veg fyrir allar breytingar til hagsbóta fyrir skuldsett heimili landsmanna. Huggun harmi gegn er ađ sennilega verđur mikiđ af ónotuđum evrum og hvölum á Íslandi eftir nokkur ár en sárafáir Íslendingar.
Gjáin breikkar, ţví miđur. Sérkennilegt ađ ţurfa kjósa mörgum sinnum á ári ţó vandamálin séu augljós öllum. Lausnirnar ađ sama skapi. Hver stjórnar liđinu í steinhúsinu viđ Austurvöll?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alţjóđamál, Viđskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég ćtlađi ađ segja: "Helvíti er ţetta góđur pistill!" en sá mig um hönd og ákvađ ađ sleppa blótsyrđum.
Eigum viđ ađ sćttast á "ferlega, svakalega, gríđarlega..."?
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2009 kl. 00:49
Dézkoti fín greiníng í grein...
Steingrímur Helgason, 24.5.2009 kl. 01:08
Upps, Lára Hanna er ţegar búin ađ grípa orđin sem mér lágu á tungu til ađ lýsa hrifningu minni á ţessum skrifum ţínum. Líklegasta skýringin á ţví er sú ađ ţađ ţetta er skratti góđur pistill!! Takk fyrir mig!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2009 kl. 01:24
Heyr, heyr.
Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 24.5.2009 kl. 01:35
Takk fyrir innlitin og alltaf gaman ađ geta glatt međborgara sína.
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.5.2009 kl. 01:42
Fyrir mig virkađi ţessi pistill eins og orkumixtúra. Ég gladdist reyndar líka yfir ţví ađ sjá ađ ţú ert enn haldinn sama eldmóđinum! Ţađ munar nefnilega um ţig og ţín steinefnaríku skrif
Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.5.2009 kl. 01:46
Góđur pistill.
AK-72, 24.5.2009 kl. 01:47
Var ađ koma frá Norđfirđi eftir 2 vikna vinnu, var alinn á saltfiski og hamsa. Komst lítiđ á netiđ. Hafđi ţví meiri tíma til ađ hugsa.
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.5.2009 kl. 02:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.