Framtíðin?

Jóhanna segist þurfa að skera mjög mikið niður næstu árin. 10 til 20 milljarða bara í sumar. Síðan á að hækka skatta. Þetta segir okkur að hún ætli að kokgleypa lyfseðil AGS án þess að blikka auga. Niðurskurður, hækkun skatta og jafnvel lækkun launa mun valda því að allir munu spara eins mikið og þeir geta. Enginn mun gera við húsnæði sitt, fresta öllum viðgerðum á bílnum eða þá tönnunum sínum. Hætta að styrkja menningu eða góðgerðamálefni. Allt stopp. Viðvarandi atvinnuleysi.

Allir sem hafa tök á því munu flytja úr landi, fyrst og fremst ungt fólk. Við sem eftir sitjum munum sætta okkur við meiri stóriðju því það er skárra en ekki neitt. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en parið hefur talað á þessum nótunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Gleymdu því ekki að hún Jóhanna er að taka til eftir 18 ára valda tíð Frjálshyggjunnar .

Vigfús Davíðsson, 6.5.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, búsáhaldabyltingin hin seinni hefst í haust.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 00:25

3 identicon

Sæll GunnarÉg veit ekki alveg hvað skal segja, við þig eða marga aðra landsmenn okkar.  Mér finnst prófíllinn þinn frábær; vel menntaður, vel giftur, ríkur af afkomendum, upplifað landsbyggðina og útlönd..... og býrð í "fyrirheitna landinu" Ísland.  Ég hef á tilfinningunni að síðustu orðin skrifuð fyrir ca. "2007"?  Var virkilega innistæða fyrir þessu síðasta?  Við trúðum því mörg en held að flest okkar búin að átta okkur á því að svo var ekki?  Eða hvað???

Sama hvar við stöndum í flokki þá hlýtur almenn skynsemi okkar að segja okkur að hlutirnir ekki svona svartir eða hvítir, né svona einfaldir? Það skiptir sennilega ekki mestu máli hver í stjórn NÚNA (held sama hvaða flokki væru í eru nefnilega bara þeir sem lenda virkilega í "skítnum"). Vandamálið gerðist nefnilega FYRIR NOKKRUM ÁRUM SÍÐAN, en samt sem ‚áður fyrir ÓTRÚLEGA FÁUM ÁRUM SÍÐAN :-o Engin þjóð hefur sennilega farið jafn hratt og jafn „glæsilega“ (ef m.v. glæsileika húsnæðis- og bílaflotans) á hausinn.  Ég hef sterklega á tilfinningunni að helstu sérfræðingar heimsins (í fjármálafræðum, heimspeki, sálfræði, o.s.frv.) muni líta á Íslendinga sem áhugavert "case" á komandi árum (áratugum).  Því hvernig í ósköpunum gat HEIL ÞJÓÐ (allir flokkar, allar stéttir, öll kyn, allur aldur, allar stofnarnir, allir viðskiptamógúlar, allir ábyrgir einstaklingar (stjórnvöld/eftirlitsaðilar), allt vitiborið fólk, o.s.frv) flotið jafn sofandi að feigðarósi og íslenska þjóðin?  Við því er ekkert einfalt svar, enginn einfaldur sökudólgur EN held hins vegar mjög einfalt að svara hverjir þurfa að borga fyrir brúsann?

Það er íslenska þjóðin, en ekki hver?  Við erum sjálfstæð, ábyrg þjóð, hver annar Á að borga brúsann fyrir okkar mistök, okkar sofandahátt, okkar „heimsku“?  Og hver annar kom okkur í þessi vandræði í upphafi?  Það var vissulega fólk í útlöndum sem hagaði sér ekkert betur, og það varð vissulega skortur á lánsfé í heiminum EN...... það vorum við sem komum okkur í þá stöðu að skulda og skulda, langt umfram það sem við vorum borgunarfólk fyrir, langt umfram heilbrigða skynsemi, hvort sem um var að ræða einstaklinga eða fyrirtæki.  Sorry, það er kannski ekki það sem við viljum heyra, en við sem þjóð virtumst á tímabili ruglast á láni og tekjum og telja að ef einhver bauð okkur lán þá YRÐUM við að taka þau!!!  Ekki viss hvort það var af því við töldum einhvern vera NEYÐA okkur til að taka lánin, eða hvort töldum það ÓKURTEISI að taka ekki þau lán sem okkur var boðið???  Geri ráð fyrir að hvort sem svarið er þá væri það ekkert rosalega gáfulegt ef maður virkilega hugsar málið :-oVið höfum kallað okkur Víkinga, að við værum sterkir einstaklingar, sjálfstæðir og úrræðagóðir.  Því miður ekki séð mikið af þessum eiginleikum okkar upp á síðkastið.  Við höfum frekar virkað eins og heimtufrekir krakkar sem viljum ekki kannast við okkar ábyrgð (þ.e. að það vorum við tókum lánin, sorry en þetta voru íslensk fyrirtæki og íslenskir ríkisborgarar sem tóku lánin þó kannski fært eignirnar sem þeir keyptu til útlanda!!!).  Við segjumst ekki vilja borga fyrir þessa „óreiðumenn“, sem þar til fyrir hálfu ári síðan voru „stolt þjóðarinnar“, við litum upp til þeirra, við vildum öll lifa „íslenska góðærisdrauminn“ og mörg okkar skuldsettu okkur og næstu kynslóðir til þess að lifa hann í nokkur ár / mánuði!!!!

Við viljum láta afskrifa 20% af öllum skuldum, af því FRÍTT (af því einhverjir útlendingar borga brúsann!!!!).  Weeeeellllll, segi eins og Davíð „amma mín sagði mér“.... ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt..... þá er það sennilega of gott til að vera satt!!!!!   Til að uppfylla það sem VERÐUM AÐ UPPFYLLA SEM SIÐMENNTUРÞJÓÐ Á MEÐAL ÞJÓÐA, þá verða það ÓHÁÐIR AÐILAR sem meta verðmæti krafna sem færast á milli gömlu og nýju bankanna.  Þannig að ef meta þær á 50% þá sennilega af því að það telst raunhæft m.v. að þeir sem geti borgað skuldirnar sínar borgi þær, þ.e. búið að taka tillit til þess að sumir muni ekki geta borgað skuldirnar sínar.  En ef það á að gefa ÖLLUM eftir hluta af skuldunum þá væri VAL og enginn ÓHÁÐUR MATSAÐILI myndi, né ætti, að skrifa uppá slíkt.  Slíkt væri algjörlega á kostnað viðkomandi ríkissjóðs og ef einhver búinn að gleyma því þá er íslenski ríkissjóðurinn nákvæmlega EKKERT ANNAÐ en íslenskir skattgreiðendur (fyrirtæki og einstaklingar). 

Stundum hljómar umræðan líka eins og að þannig getum við kikkstartað neyslunni (keypt nýjan bíl, farið til útlanda, keypt nýjann sófa)..... EN það var ofneysla sem kom okkur í þessi vandræði in the first place.  Góðærisárin voru bara „frat“, það var engin innistæða fyrir þeim, þessi tími mun ALDREI koma aftur.  Því fyrr sem við sættum okkur við það, því betra.  Ég er nógu gömul (og geri ráð fyrir þú líka) að geta komið næstu kynslóð í skilning um það að voru ekki "miðaldar" hérna á Íslandi fyrir árið 2000, og meira að segja ekki fyrir árið 1990 :-o 

Það eru vissulega erfiðir tímar framundan, hjá því verður ekki komist, og að það breytir ekki miklu að mínu mati hver við stjórnvöllinn.  Við eyddum langt um efni fram sem þjóð (fyrirtæki og einstaklingar), og núna er komið að skuldadögunum.  Og við höfum öll heimilisbókhald og við vitum öll hvað það þýðir ekki satt?  Ef gjöldin eru umfram tekjur þá verðum við að A. auka tekjurnar (sem mjög erfitt í dag hvað ríkissjóð varðar), eða B. draga úr útgjöldum (sem náttúrulega aldrei vinsælt).  Og þegar mismunur á tekjum og gjöldum er jafn gígantískur og við stöndum frammi fyrir núna þá þurfa stjórnvöld svo sannarlega að hafa „bein í nefinu“.  Enginn, sama hvaða flokki, mun vinna neinar vinsældarkosningar á næstu árum (áratugum).  En vonandi munu einhverjir einstaklingar SAMT vera tilbúnir til að leiða þjóðina á þessum erfiðu tímum – verð að viðurkenna að alls ekki viss um að vildi (né treysti mér) í það hrikalega erfiða og vanþakkláta verkefni :-o

ASE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi verður ástandið ekki svona svart.  Ég óttast að ef önnur mótmæli brjótist út verð þau harkalegri en hin fyrri.  Fólk er reiðara örvæntingarfyllra og vonlausara en áður.  Til þess má ekki koma.  Stjórnvöld verða að fara að haska sér í aðgerðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir það sem hann Vigfús segir hér fyrir ofan:  Gleymdu því ekki að Jóhanna og hennar ríkisstjórn er að taka til eftir samfellda 18 ára stjórnartíð "Frjálshyggjunnar" á Íslandi.!!!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.5.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband