Hvernig hefur Jóhanna hugsað sér að bjarga okkur?

Þá er komin niðurstaða og við í Frjálslynda flokknum töpuðum illa. Ástæðurnar eru 5% þröskuldurinn, fjárvana og vanþroskað innra starf. Skoðanakannanir sem gera það að verkum að fólk vill ekki kjósa flokk sem kemst líklega ekki á þing. Þetta er í raun aukaatriði. Það sem skiptir máli er ástand Íslands.

Ástandið er mjög slæmt. Fólk vill ekki tala um það. Fréttamenn vilja það ekki heldur. Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með umræðunni í kosningabaráttunni. Eftir að hafa verið þátttakandi í mótmælunum í vetur, setið við fótskör meistaranna og hlustað grannt. Þá veit ég að kosningabaráttan snérist um aukaatriði. Að ræða niðurstöður skoðanakannana í þaula í hverjum fréttatímanaum af fætur öðrum er rugl. Að spyrja í þaula hvort einhverjir geti sætt sig við ESB eða ekki í næstu ríkisstjórn er tímasóun. Við munum frétta það hvort eð er þegar að því kemur.

Spurningarnar sem skipta máli er skuldastaða Íslands. Hvað og hverjum skuldum við. Hvernig standa samningamálin um skuldir okkar. Hvað hafa verið margir fundir, með hverjum og um hvað hafa menn rætt. Hvernig eru kjörin og hvers vegna hefur ekki forsætisráðherra vor farið til Evrópu nú þegar og samið niður skuldir okkar. Hvers vegna greiðum við þetta ekki á löngum tíma. Sú harðsuða sem nú er í gangi er að drepa allt líf á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðar spurningar

Sigurður Þórðarson, 27.4.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Tek undir með honum Sigurði : Vel spurt .  -  Og nú vil ég fara að fá svör frá þeim sem við stjórnvölinn standa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband