Nú er Golgata fullmönnuð Bjarni..

Tveir menn söfnuðu miklum peningum fyrir fjárvana Sjálfstæðisflokk. Enginn í flokknum vissi um það. Hinir flokkarnir gerðu eins. Amen.

Þar með eiga allir að vera sáttir. Sjálfstæðisflokkurinn gerði ekkert "meira"rangt en hinir. Í versta falli brást fólkið aftur en ekki flokkurinn. Bjarni Ben hefur verið önnum kafinn síðustu dagana en núna er hann búinn að fullmanna Golgata hæðina. Geir verður í miðjunni og hinir, Þorstinn og Steinþór til beggja hliða.

http://www.arameiska.nu/wp-content/uploads/2008/11/golgata.jpg

Þar með finnst þeim öllum málið vera dautt og eru voða sorry að við hin skyldum fara á taugum.

Mergur málsins er að nokkrir einstaklingar geta ákveðið að færa hálft hundrað milljónir frá fyrirtækjum til Sjálfstæðisflokksins. Ef fyrirtækin væru einkaeign viðkomandi væri það sök sér, en nú er því ekki þannig háttað. Hluthafar hljóta að setja spurningamerki við arðsemi þessarar fjárfestingar viðkomandi hlutafélags. Því það er látið líta þannig út að um gjöf fátæku ekkjunnar sé að ræða. Ef engin arðsemi er væntanleg er um svik gagnvart hluthöfum því þeir fjárfesta í fyrirtækjum til að fá arð.

Okkur, þessum sem fórum á taugum, finnst mun líklegra að arðsemi fjárfestingarinnar hafi verið þekkt. FL grúpp vildi komast í heita vatnið og Landsbankinn vildi hafa sína menn góða. Þar með erum við komin að viðkvæmu efni-spillingu.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf reyndar ekki að óttast neitt því mjög sennilega verður þetta allt gleymt og grafið 25 apríl.

http://zeriaph.blog.is/users/a3/zeriaph/img/falki_826539.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nákvæmlega, og samspillingin og framsókn eru í sömu vandræðum vegna svipaðra styrkja frá sömu fyrirtækjunum, bara örlítið lægri upphæðir þar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Og safnararnir hans Guðlaugs voru alveg óvart sinn í hvorri stjórn FL og Landsbanka.

Björgvin R. Leifsson, 12.4.2009 kl. 12:58

3 identicon

Það var einkennilegt að heyra þegar formaður flokksins hann Bjarni Ben,sagði að hann svekktur að þetta skyldi koma upp á þessum tímapunkti og líka að þetta hafi verið fært inní bókhald.Það hljóta fleiri en ég að hafa heyrt þetta í fréttunum,í fyrradag.

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn!

Íslensk pólitík er samt lítilfjölelg miðað við það sem gerðist á Golgata:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.4.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband