15.3.2009 | 20:34
Frjálslyndi flokkurinn.
Helgin var jákvæð og góð. Við hjónin fórum á Landsþing Frjálslynda flokksins í Stykkishólmi. Það var gott þing í alla staði. Niðurstaða í formannskjörinu kom ekki á óvart, Guðjón er mjög vinsæll meðal sinna manna. Aðal spennan var hvort Ásgerður Jóna eða Kolbrún ynnu varaformanninn. Ásgerður vann og mun það því verða hennar verkefni að sinna erfiðri kosningabaráttu sem er framundan. Hanna Birna var sjálfkjörin ritari. Ég hef ekki frétt neitt annað en að menn hafi farið sáttir frá þinginu.
Það hefur kvarnast úr hópnum, m.a. tveir mjög atkvæðamiklir þingmenn. Reyndar hafa ýmsir líka komið til baka. Kosningabaráttan sem fer núna í hönd verður mjög erfið fyrir Frjálslynda flokkinn. Hún verður stutt og því getur aðgangur að fjölmiðlum verið afgerandi. Þar hefur ætíð hallað á Frjálslynda flokkinn. Fjórflokkarnir virðast hafa ótæmandi fjársjóði til að koma boðskap sínum til skila en því er ekki að heilsa hjá Frjálslynda flokknum.
Hvað umræðan í flestum fjölmiðlum er keimlík og þegar venjuleg prófkjörsbarátta á sér stað er með ólíkindum. Hvernig er hægt að rabba við prófkjörskandídata fyrrverandi stjórnarflokka eins og kreppan hafi aldrei átt sér stað. Hefur einhver þessara verið spurður hvað viðkomandi gangi til að bjóða sig fram aftur til að stjórna landinu sem hinn sami ber ábyrgð á að hafa komið í gjaldþrot. Sjálfsagt er ég bara fáviti að spyrja á þennan hátt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Gunnar Skúli, þetta var gott landsþing og mikil sátt. Ég er ánægð með hvernig allt fór, og ég er ánægð með þá sem leiða listann okkar í Norðvestrinu, þau eru öll sterkir kandidatar og flott fólk. Vissulega verður baráttan erfið, en við höfum séð það svartara. Nú brettum við upp ermar og vinnum okkur upp úr lægðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 21:23
Nei, þú ert nefnilega alls ekki fáviti að spyrja þannig. Það er hins vegar spurning um þá sem vinna á fjölmiðlunum og spyrja engra spurninga heldur halda áfram að kokgleypa það sem þessir „hvítþvegnu landráðamenn“ segja við þá og bera það svo á borð fyrir almenning
Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.