Hvað er í pípunum?

Það er margt í pípunum þessa dagana. Ég minni á Opinn Borgarafund í Iðnó á miðvikudagskvöldið kl 20:00. Yfirskriftin er "500  milljarðar, glæpur eða vinagreiði til eigenda". Í mínum huga er um 8-9 stk nýja Landspítala með öllu. Bara svo fólk átti sig á samhenginu.

Hörður Torfa er með tónleika annað kvöld. Ég held hann eigi það inni hjá okkur að við mætum og styrkjum hann eftir allt sem hann hefur gert í vetur. 

Frekari vangaveltur um pípur leiðir hugann að skolpræsum. Öll sú spilling, lygi, svindl og sjálftaka auðs sem hefur tröllriðið íslensku þjóðfélagi er með ólíkindum. Pípurnar hljóta að vera stórar hér á landi. Ég tel að tími sé komin á að við hleypum skítnum út. 

http://www.grafiksense.net/blog2/myndir/hordur_torfa.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hörður á aldeilis heilmikið inni hjá okkur! Ég er komin með miða á 5. bekk og hlakka mikið til. Kynnti tónleikana í máli og myndum hér.

Flott þessi teikning af Herði. Veistu hver gerði hana?

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hörður er hetja.

Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Nei ég veit ekki hver gerði myndina en ég gúgglaði hana bara.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.3.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband