Hvers vegna mættu svona fáir á Austurvöll í dag?

Voru það bara Vinstri-grænir sem mættu í vetur. Sú gagnrýni virðist vera á rökum reist. Þegar Steingrímur var kominn í stól var tilganginum náð. Það snérist sem sagt ekki um bankahrun, spillingu né skort á lýðræði. Nei það gerði það ekki. Það snérist um að réttir menn sitji á réttum stólum. Það sem ég skil ekki er hvernig VG á Austurvelli í vetur gat dottið í hug að gjaldþrot okkar Íslendinga yrði eitthvað skárra við að þeir fylgdu okkur til botns. Gröfin verður jafn köld og vot þó þeir syngi Maísólina þar.

Hvers vegna mæta ekki þeir atvinnulausu, þeir sem eru ósáttir við aðdraganda bankahrunsins, þeir sem þola ekki spillingu, þeir sem vilja meira lýðræði eða eru allir bara voðalega sáttir. Þeir sem vita svarið vinsamlegast kjaftið frá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

hæ gunnar - þetta er stór spurning. ætli íslenska gleymskan sé ekki að læðast að okkur. kv d

doddý, 7.3.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég held því miður að við spurningu þinni sé ekkert eitt einfalt svar. Einhverjir eru e.t.v. sáttir við að Vinstri grænir komust inn í ríkisstjórnina. Einhverjir telja sér e.t.v. trú um að sú ríkisstjórn sem nú sitji við völd nái fram einhverjum raunverulegum breytingum. Mér finnst það reyndar í hæsta máta skrýtin niðurstaða þegar á það er litið að enginn sem ber raunverulega ábyrgð á því hvernig er komið fyrir efnahag landsins hefur verið dregin til ábyrgðar.

Ég vildi óska að ég gæti blásið öllum sem eru ósáttir út á götu til að mótmæla á hverjum laugardegi í öllum þéttbýlisstöðum landsins og þó víðar væri. Það er eins og þjóðin sé í álögum. Sé í einhverju móki og neiti að horfast í augu við að við fljótum hratt að feigðarósi.

Mér líst ekki á það frekar en þér og vildi að ég og þú og allir hinir sem hafa áhyggjur gætum vakið þjóðina upp úr þessu dái. Við þurfum nefnilega öll að sitja undir afleiðingunum af því sem við okkur blasir ef ekkert verður að gert

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:15

3 Smámynd: Benedikta E

Ég held að það séu áherslurnar í mótmælunum og jafnvel tímasetningin.

Mótmælin fóru ekki að virka í vetur fyrr en mótmælin voru við Alþingishúsið á þeim tíma sem þing var að störfum.

Sama með Landsbankann - það þarf að fara þangað aftur.

Búsáhöldin skipta máli.

Það er af nógu að taka. Loforð Jóhönnu - 1)"slá skjaldborg um heimilin" 2)"endurreisa efnahagslíf þjóðarinnar" - 3)"fyrirtækin"

Hverjar eru efndirnar ? = Engar - Jóhanna helgaði sig Davíð Oddsyni í 4 vikur - og Hörður kallaði "Davíð buet"í þær 4 vikur og meira.

Það skipti fólk meira máli að fá efndir á loforð Jóhönnu - Flestir voru ornir þreyttir á Davíðs staglinu.

Það leit ekki á Davíð sem vandamálið.

Loforðin setti Jóhanna í sína lokuðu skúffu. Heimilin eru í neyð - Viðskiptabankarnir eru ennþá í rúst - einasta virkni bankanna er INNHEIMTA -sem gengur virkilega nærri fólki - það er bókstaflega lagt í einelti með hótunarbréfum og símhringingum alveg til kl.10 á kvöldin.

Fólk sem er atvinnulaust - og hefur engin úrræði til að borga.

Fólk sem sami banki hefur stolið af öllu sparifé  - leggur svo sama fólk í einelti með innheimtu hótunum.

Það þarf að hreinsa alveg út úr bönkunum gamla starfsfólkið - það er nóg til af fólki sem getur gengið inn í bankastörfin og er ómengað af spillingunni .

Fólk tekur þátt ef verið er að berjast gegn því sem mæðir á því.

Einhverjir hafa verið að reyna að tala við Hörð - en hann er víst ekkert gefinn fyrir að hlusta á aðra.

Það verður að berjast - annars breytist ekkert.

Benedikta E, 8.3.2009 kl. 03:21

4 identicon

Eruð þið raunverulega svona vitlaus að halda að það sé einhver töfralausn í boði?

Ríkisstjórn Jóhönnu stendur sig frábærlega og það er verið að vinna í þeim aðgerðum til handa heimilum og efnahagi landsins á fullu og það sem helst stendur í vegi er málþóf og tafir Sjálfstæðismanna (já, m.a. með því að hanga í Seðlabankanum þar til að lög voru samþykkt). Svo er verið að vinna í breyttum kosningarlögum og bættu lýðræði, frumvarpi um Stjórnlagaþing og öllum þeim málum sem skipta máli fyrir Lýðræðið og réttlætið (sem skiptir ekki minna máli fyrir okkur börn byltingarinnar en efnahagsmálin).

Sýnið örlitla þolinmæði - það tekur jú nokkur ár fyrir þjóðir að vinna sig út úr kreppum og fá dæmi í sögunni eru um hrun (sem eru jú öllu verri en kreppa).

Nema þið séuð bara laumu Sjálfstæðismenn að leita af óróa? Þá auðvitað er vitavonlaust að eiga við ykkur siðvillingana!

Geðlæknirinn (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband