E.D.(eftir Davíð)

Nú hafa Íslendingar fengið nýtt tímatal. Fyrir og eftir Davíð. Kristin trú kennir að Kristur hafi verið krossfestur saklaus fyrir syndir mannanna. Ástandið í Valhöll er svipað í dag. Saklaus maður hefur verið hrakinn út og það fyrir einhvern útlending. Er mögulegt að Stjórnaskrá okkar sé haldin kynþáttarfordómum. Er rasismi meitlaður í stein í okkar gömlu Stjórnarskrá. Agnes Braga og kompaní munu syrgja fallinn foringja en þeim til huggunar er endurrisan eftir. Hvítasunnan er skammt undan og ef Davíð stofnar nýtt framboð þá má kalla það Hvítasunnuflokkinn.

Fyrir utan að hafa áhyggjur af timburmönnum áhangenda Davíðs þegar heilagur andi rennur af þeim með tímanum hef ég mest verið að hugsa um hversu erfitt er að storka fjórflokkunum. Það virðist sem við Íslendingar hugsum fyrst og síðast í fjórum meginrásum í pólitík. Viðhald þessarar einhæfni er að sjálfsögðu 5% reglan sem bælir niður alla fjölbreytni. Það er augljóst að sú regla hugnast fjórflokkunum. því er það mjög nauðsynlegt að henni verði hafnað á Stjórnlagaþingi. Ég óttast að sameiginlegur ótti fjórflokkanna við það að Stjórnlagaþing afnemi þessa reglu muni sameina þá í því að koma í veg fyrir Stjórnlagaþing. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það er margt sem þarf að gera á næstu árum. Tekur tíma og mest af því verður undir okkur sjálfum komið.

Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er skemmtileg færsla hjá þér, félagi, en vitleg og mikill þungi í málflutningnum undir lokin. Ég tek svo sannarlega undir þau orð þín. Og gætið þess, að 5%-reglan er tiltölulega ný: sett inn í stjórnarskrána 1999. Tilgangurinn var sá einn að bregða fæti fyrir ný framboð eða litla flokka, og sami tilgangurinn var að baki því að skera Reykjavíkurkjördæmi í tvennt! Var samt forskot gömlu flokkanna ærið: þeir fá á 4. hundrað millj. kr. til sinnar baráttu og Sjálfstæðisflokkurinn mest (auk þess að vera með 63 hálaunaða atvinnumenn í pólitík til taks í kosningabaráttunni). – Við, sem andmælum þessu ranglæti, verðum að standa saman, þótt ágreiningur kunni að vera um önnur mál.

Jón Valur Jensson, 28.2.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það vantar ekki húmorinn og undirtóninn í upphaf þessarar færslu Benti Þorkell Helgason nýjum/minni framboðum á leið til að tækla 5% regluna að einhverjum leyti með kosningabandalagi? Mér fannst það bráðsnjöll leið...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband