Það er ekki í askana látið-eða hvað?

Var að vinna síðastliðna viku í Neskaupstað, Litlu-Moskvu, og hef því ekki verið mikið að netast. Þessa dagana eru gömlu flokkarnir að undirbúa sig fyrir næstu kosningar. Markmiðið er að sjálfsögðu að ná sem bestum árangri. Sá árangur er metinn eftir þeim völdum sem mönnum tekst að innbyrða. Völdum til að stjórna. Margur hefur það á tilfinningunni að þörfin til að breyta sé takmörkuð hjá gömlu flokkunum. Sérkennilegt var að heyra Katrínu menntamálaráðherra Vinstri-Grænna ákveða að halda áfram með Tónlistarhúsið. Var þar um að ræða sameiginlegan kosningarundirbúning hjá VG og íhaldinu? Ég hef ekkert á móti listum en þær eru bara ekki látnar í askana. Við erum á því stiginu núna-sorry. Við verðum að forgangsraða. Ef við erum að skera niður í heilbrigðis- og menntamálum þá getum við ekki byggt Tónlistarhús, ekki í kreppu. Nær væri að byggja nýjan Landspítala, ólíkt Tónlistarhúsinu vitum við að mikil þörf verður fyrir hann til langrar framtíðar. Hann er semsagt í askanna látinn, eða þannig sko.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hnaut um þetta líka 13 milljarðar til þess að klára tónlistarhúsið, til þess að skapa 600 störf.  Hvert starf kostar þess vegna 21.666.666 krónur sem mér finnst frekar mikið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tónlistarhúsið er sjálfsagt að klára og það er mikill menningarauki að húsinu. Þetta með askana er svo tegjanlegt, bókvitið til dæmis. Æ fleiri störf krefjast menntunar og er það ekki bókvit. Tómlistarhúsið á eftir að vera segull fyrir erlenda ferðamenn sem er frábært. Ferðaþjónust hefur og mun skila miklum tekjum í kassann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Jóna, ég er sammála þínu mati. Það hefði verið hægt að búa til nokkur fyrirtæki fyrir þessa fjármuni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.2.2009 kl. 00:11

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Hólmfríður,

vandamálið er kreppan, það er ekki víst að það verði um svo marga ferðamenn að ræða næstu áratugina ef allt fer á versta veg. Það er fátt sem bendir til neins annars, því miður. Stór hluti af okkar ferðamönnum hefur verið náttúruferðamenn, ekki glerlistaferðamenn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.2.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þessu undarleg forgangsröðun þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband